Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2022 09:13 FTX-höllin sem bandaríska körfuknattleiksliðið Miami Heat spilar í. AP/Marta Lavandier Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. FTX óskaði eftir gjaldþrotameðferð fyrir tæpum tveimur vikum. Fótunum var kippt undan fyrirtækinu eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup og vildu taka út innistæður sínar vegna efasemda sem komu upp um rekstur þess. Bankman-Fried vék sem forstjóri en eftirmaður hans sagðist aldrei hafa séð slíka óstjórn og skort á fjárhagslegum upplýsingum á ferli sínum. Lögmenn FTX drógu upp dökka mynd af stöðunni þegar gjaldþrot þess var tekið fyrir í alríkisdómstól í Delaware í gær, að sögn New York Times. Þeir sögðust hafa takmarkaðar upplýsingar um fjármál FTX vegna óstjórnar Bankman-Frieds. Fyrirtækið hefði orðið fyrir netárásum og eignir hefðu horfið. Vísuðu lögmennirnir til tölvuinnbrots daginn sem FTX óskaði eftir gjaldþrotameðferð en þá virðast hundruð milljóna dollara hafa verið færðar af reikningum hjá FTX annað. Fréttir hafa verið um að yfirvöld á Bahama kunni að hafa lagt hald á hluta fjármunanna en stærstur hlutinn virðist hafa verið færður á milli fjölda rafmyntarreikninga til þess að þvætta féð. James Bromley, einn lögmannanna, sagði að Bankman-Fried hefði stofnað viðskiptaveldi sem hann rak eins og „persónulegt lén“ sitt. Nú stæði keisarinn hins vegar nakinn eftir. „Þetta fyrirtæki var rekið af óreyndum, einföldum og mögulega persónulega spilltum einstaklingum. Þetta eitt skyndilegasta og erfiðasta hrun fyrirtækis í bandarískri viðskiptasögu,“ sagði Bromley, að sögn AP-fréttastofunnar. Kröfuhafarnir njóta nafnleyndar um sinn Áætlað er að um milljón kröfuhafa sé í bú FTX en það skuldar þeim fimmtíu stærstu í kringum 3,1 milljarð dollara, jafnvirði um 441 milljarðs íslenskra króna. Lýsingar lögmannanna í gær dregur úr líkum á að þeir hafi mikið upp úr krafsinu. Ekki hefur verið greint frá því hverjir kröfuhafarnir eru þrátt fyrir að það séu yfirleitt opinberar upplýsingar við gjaldþrot. Lögmenn FTX fóru fram á og fengu því framgegnt að þeir nytu nafnleyndar enn um sinn, meðal annars til draga úr hættu á að stolið verði af reikningum þeirra hjá FTX. Bromley upplýsti í gær að tengt félag hefði keypt fasteignir á Bahamaeyjum, þar sem FTX var skráð, fyrir hátt í þrjú hundruð milljónir dollara, jafnvirði hátt í 43 milljarða íslenskra króna. Á meðal þeirra voru lúxusíbúðir og sumarleyfishús fyrir háttsetta stjórnendur FTX. Rafmyntir Bandaríkin Bahamaeyjar Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stjórnendur FTX sagðir hafa keypt lúxusíbúðir fyrir milljarða Rafmyntarfyrirtækið FTX, stofnandi þess, foreldrar hans og æðstu stjórnendur fyrirtækisins eru sagðir hafa keypt fjölda lúxusfasteigna á Bahamaeyjum fyrir jafnvirði milljarða króna á undanförnum tveimur árum. Fyrirtækið er nú í gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum og er til rannsóknar vegna meintra verðbréfasvika. 22. nóvember 2022 15:35 Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
FTX óskaði eftir gjaldþrotameðferð fyrir tæpum tveimur vikum. Fótunum var kippt undan fyrirtækinu eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup og vildu taka út innistæður sínar vegna efasemda sem komu upp um rekstur þess. Bankman-Fried vék sem forstjóri en eftirmaður hans sagðist aldrei hafa séð slíka óstjórn og skort á fjárhagslegum upplýsingum á ferli sínum. Lögmenn FTX drógu upp dökka mynd af stöðunni þegar gjaldþrot þess var tekið fyrir í alríkisdómstól í Delaware í gær, að sögn New York Times. Þeir sögðust hafa takmarkaðar upplýsingar um fjármál FTX vegna óstjórnar Bankman-Frieds. Fyrirtækið hefði orðið fyrir netárásum og eignir hefðu horfið. Vísuðu lögmennirnir til tölvuinnbrots daginn sem FTX óskaði eftir gjaldþrotameðferð en þá virðast hundruð milljóna dollara hafa verið færðar af reikningum hjá FTX annað. Fréttir hafa verið um að yfirvöld á Bahama kunni að hafa lagt hald á hluta fjármunanna en stærstur hlutinn virðist hafa verið færður á milli fjölda rafmyntarreikninga til þess að þvætta féð. James Bromley, einn lögmannanna, sagði að Bankman-Fried hefði stofnað viðskiptaveldi sem hann rak eins og „persónulegt lén“ sitt. Nú stæði keisarinn hins vegar nakinn eftir. „Þetta fyrirtæki var rekið af óreyndum, einföldum og mögulega persónulega spilltum einstaklingum. Þetta eitt skyndilegasta og erfiðasta hrun fyrirtækis í bandarískri viðskiptasögu,“ sagði Bromley, að sögn AP-fréttastofunnar. Kröfuhafarnir njóta nafnleyndar um sinn Áætlað er að um milljón kröfuhafa sé í bú FTX en það skuldar þeim fimmtíu stærstu í kringum 3,1 milljarð dollara, jafnvirði um 441 milljarðs íslenskra króna. Lýsingar lögmannanna í gær dregur úr líkum á að þeir hafi mikið upp úr krafsinu. Ekki hefur verið greint frá því hverjir kröfuhafarnir eru þrátt fyrir að það séu yfirleitt opinberar upplýsingar við gjaldþrot. Lögmenn FTX fóru fram á og fengu því framgegnt að þeir nytu nafnleyndar enn um sinn, meðal annars til draga úr hættu á að stolið verði af reikningum þeirra hjá FTX. Bromley upplýsti í gær að tengt félag hefði keypt fasteignir á Bahamaeyjum, þar sem FTX var skráð, fyrir hátt í þrjú hundruð milljónir dollara, jafnvirði hátt í 43 milljarða íslenskra króna. Á meðal þeirra voru lúxusíbúðir og sumarleyfishús fyrir háttsetta stjórnendur FTX.
Rafmyntir Bandaríkin Bahamaeyjar Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stjórnendur FTX sagðir hafa keypt lúxusíbúðir fyrir milljarða Rafmyntarfyrirtækið FTX, stofnandi þess, foreldrar hans og æðstu stjórnendur fyrirtækisins eru sagðir hafa keypt fjölda lúxusfasteigna á Bahamaeyjum fyrir jafnvirði milljarða króna á undanförnum tveimur árum. Fyrirtækið er nú í gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum og er til rannsóknar vegna meintra verðbréfasvika. 22. nóvember 2022 15:35 Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stjórnendur FTX sagðir hafa keypt lúxusíbúðir fyrir milljarða Rafmyntarfyrirtækið FTX, stofnandi þess, foreldrar hans og æðstu stjórnendur fyrirtækisins eru sagðir hafa keypt fjölda lúxusfasteigna á Bahamaeyjum fyrir jafnvirði milljarða króna á undanförnum tveimur árum. Fyrirtækið er nú í gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum og er til rannsóknar vegna meintra verðbréfasvika. 22. nóvember 2022 15:35
Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47