Skotar þurfa leyfi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 11:02 Skoskur sjálfstæðissinni fyrir utan húsnæði Hæstarétts Bretlands í morgun. AP/Aaron Chown Skoska heimastjórnin má ekki halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði, án leyfis frá breska þinginu. Hæstiréttur Bretlands opinberaði þessa niðurstöðu í morgun en Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, stefndi á atkvæðagreiðslu í október á næsta ári. Dómarar hæstaréttar voru sammála um það að skoska þingið hefði ekki vald til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands og að það vald væri eingöngu í höndum breska þingsins. Sturgeon og Skoski þjóðflokkurinn (SNP) kynntu í sumar áætlun um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu þann 19. október á næsta ári. Síðast var þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði haldin árið 2014 og þú kusu rétt rúmlega 55 prósent kjósenda að Skotland ætti áfram að vera hluti af Bretlandi. Sjá einnig: Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Brexit, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, breytti stöðunni þó mjög. Mikill meirihluti skosku þjóðarinnar greiddi atkvæði gegn Brexit og strax árið 2017 byrjaði Sturgeon að sækjast eftir því að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Fyrstu viðbrögð oddvitans við ákvörðun hæstaréttar voru á þá leið að hún ætli að virða niðurstöðuna. Sturgeon sagði að hæstiréttur Bretlands túlkaði lög ríkisins. Hún sagði einnig að lög um að Skotar geti ekki ákveðið eigin framtíð án samþykkis breska þingsins opinberi það að breska sambandsríkið sem einhvers konar frjálst samstarf, sé einungis mýta. Niðurstaðan ýti frekar undir það að Skotar ættu að sækjast eftir sjálfstæði. 2/ Scottish democracy will not be denied. Today s ruling blocks one route to Scotland s voice being heard on independence - but in a democracy our voice cannot and will not be silenced.I'll make a full statement later this morning - tune in around 11.30am— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) November 23, 2022 Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Dómarar hæstaréttar voru sammála um það að skoska þingið hefði ekki vald til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands og að það vald væri eingöngu í höndum breska þingsins. Sturgeon og Skoski þjóðflokkurinn (SNP) kynntu í sumar áætlun um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu þann 19. október á næsta ári. Síðast var þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði haldin árið 2014 og þú kusu rétt rúmlega 55 prósent kjósenda að Skotland ætti áfram að vera hluti af Bretlandi. Sjá einnig: Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Brexit, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, breytti stöðunni þó mjög. Mikill meirihluti skosku þjóðarinnar greiddi atkvæði gegn Brexit og strax árið 2017 byrjaði Sturgeon að sækjast eftir því að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Fyrstu viðbrögð oddvitans við ákvörðun hæstaréttar voru á þá leið að hún ætli að virða niðurstöðuna. Sturgeon sagði að hæstiréttur Bretlands túlkaði lög ríkisins. Hún sagði einnig að lög um að Skotar geti ekki ákveðið eigin framtíð án samþykkis breska þingsins opinberi það að breska sambandsríkið sem einhvers konar frjálst samstarf, sé einungis mýta. Niðurstaðan ýti frekar undir það að Skotar ættu að sækjast eftir sjálfstæði. 2/ Scottish democracy will not be denied. Today s ruling blocks one route to Scotland s voice being heard on independence - but in a democracy our voice cannot and will not be silenced.I'll make a full statement later this morning - tune in around 11.30am— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) November 23, 2022
Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira