„Nýlega hafa fregnir borist af vopnuðum gengjaátökum, sem tengd eru næturklúbbum í miðborginni,“ segir í færslu sendiráðsins. Fólk er hvatt til að hafa varann á, sérstaklega nálægt krám þar sem fólk safnast saman að næturlagi.
Ferðamenn eru beðnir um að vera á varðbergi, gera hefðbundnar varúðarráðstafanir og forðast að skilja verðmæti eftir á glámbekk. Verði ferðamenn varir við eitthvað óvenjulegt skuli þeir tafarlaust láta lögreglu vita.
Bandaríska sendiráðið bað Bandaríkjamenn einnig að fara varlega í miðborg Reykjavíkur í færslu fyrr í dag. Tilefni viðvörunnarinnar er fréttaflutningur af tilhuguðum árásum og auknum viðbúnaði vegna spennu í undirheimum í kjölfar hnífaárásarinnar á Bankastræti Club í síðustu viku.
Lögregla hefur gefið út að stóraukinn viðbúnaður verði um helgina vegna málsins.