Bjarni og félagar tóku forystuna snemma leiks gegn Önnereds, en þegar líða fór á fyrri hálfleikinn jafnaðist leikurinn ú og það voru gestirnir sem leiddu í hálfleik, 13-15.
Gestirnir í Önnereds náðu svo mest sex marka forskoti í síðari hálfleik, en Bjarni og félagar unnu sig aftur inn í leikinn og náðu loks tveggja marka forskot í stöðunni 28-26. Það voru þó gestirnir sem skoruðu seinustu tvö mörk leiksins og niðurstaðan því jafntefli, 28-28.
Bjarni skoraði sjö mörk fyrir Skövde og var næst markahæsti maður liðsins. Skövde situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 12 leiki, en Önnereds situr í níunda sæti með 11 stig.
Þá skoraði Tryggvi Þórisson eitt mark fyrir Sävehof er liðið vann nauman tveggja marka sigur gegn botnliði Redbergslids, 27-29.
Tryggvi og félagar sitja í öðru sæti deildarinnar með 19 stig eftir 12 leiki, fjórum stigum minna en topplið Kristianstad. Redbergslids situr hins vegar sem fastast á botninum með sex stig.