Um þrjú hundruð flugmenn vantar á næstunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2022 09:04 154 nemendur eru nú í flugnámi hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um þrjú hundruð flugmenn mun vanta til starfa á Íslandi á næstu tveimur til þremur árum, og því er mikill áhugi á að læra flug hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir. Námið er verklegt og bóklegt en bóklegi hlutinn fer fram í Keili og verklegi hlutinn fer annað hvort fram á Reykjavíkurflugvelli eða Keflavíkurflugvelli. 154 nemendur eru nú í náminu á öllum stigum þess. „Fólk sækist eftir því að vera flugmenn af því að því langar til þess að sinna starfi, sem er ábyrgðarfullt, með öryggi að leiðarljósi allan daginn og líka ævintýrablóma, sem vill oft verða. Það er ekki í öllum starfsstéttum þar sem þú færð borgað fyrir að horfa út um gluggann,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur segir mikla eftirspurn eftir atvinnuflugmönnum víða um heiminn og ekki síst á Íslandi. „Stærstu flugfélög Íslands eru að stefna á það að ráða um þrjú hundruð flugmenn á næstu tveimur til þremur árum. Þetta sést líka lang best á því að það er verið að kaupa flugvélar og stækka flotann. Og það er talað um að fyrir hverja íslenska flugvél, eða fyrir hverja flugvél, sem kemur á íslenska skrásetningu þá þarf um níu til ellefu flugmenn til að hafa hana í rekstri.“ Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er mest heillandi við það að vera flugmaður? „Að fá að stjórna flottum flugvélum, kynnast og starfa með flottu og mismunandi fólki í krefjandi aðstæðum. Ferðast er auðvitað hluti af þessu og bara upplifa frelsið að vera í loftinu,“ segir Óskar Pétur. Keilir er með flotta flugherma þar sem nemendur fá að æfa sig undir leiðsögn kennara. Nemendur eru mjög ánægðir í náminu þó það kosti fjórtán og hálfa milljón króna. „Við mætum í skólann alla daga og svo bara heim að læra fyrir næsta dag, það er lítið annað, sem er gert á þessum tíma. Konum er alltaf að fjölga í fluginum, sem mér finnst geggjað“, segir Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands. Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Sjá meira
Námið er verklegt og bóklegt en bóklegi hlutinn fer fram í Keili og verklegi hlutinn fer annað hvort fram á Reykjavíkurflugvelli eða Keflavíkurflugvelli. 154 nemendur eru nú í náminu á öllum stigum þess. „Fólk sækist eftir því að vera flugmenn af því að því langar til þess að sinna starfi, sem er ábyrgðarfullt, með öryggi að leiðarljósi allan daginn og líka ævintýrablóma, sem vill oft verða. Það er ekki í öllum starfsstéttum þar sem þú færð borgað fyrir að horfa út um gluggann,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur segir mikla eftirspurn eftir atvinnuflugmönnum víða um heiminn og ekki síst á Íslandi. „Stærstu flugfélög Íslands eru að stefna á það að ráða um þrjú hundruð flugmenn á næstu tveimur til þremur árum. Þetta sést líka lang best á því að það er verið að kaupa flugvélar og stækka flotann. Og það er talað um að fyrir hverja íslenska flugvél, eða fyrir hverja flugvél, sem kemur á íslenska skrásetningu þá þarf um níu til ellefu flugmenn til að hafa hana í rekstri.“ Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er mest heillandi við það að vera flugmaður? „Að fá að stjórna flottum flugvélum, kynnast og starfa með flottu og mismunandi fólki í krefjandi aðstæðum. Ferðast er auðvitað hluti af þessu og bara upplifa frelsið að vera í loftinu,“ segir Óskar Pétur. Keilir er með flotta flugherma þar sem nemendur fá að æfa sig undir leiðsögn kennara. Nemendur eru mjög ánægðir í náminu þó það kosti fjórtán og hálfa milljón króna. „Við mætum í skólann alla daga og svo bara heim að læra fyrir næsta dag, það er lítið annað, sem er gert á þessum tíma. Konum er alltaf að fjölga í fluginum, sem mér finnst geggjað“, segir Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands. Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Sjá meira