„Ég er svo sannarlega ekki hættur. Þegar ég hætti þá ætla ég bara að hætta, það mun ekki fara fram hjá neinum,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Sprengisand á Bylgjunni.
Þá segir hann ekkert benda til þess að tími hinna stóru hreyfinga sé búinn og nefnir sem dæmi breska Íhaldsflokkinn sem reis hátt í kjölfar þess að Iain Duncan Smith var kosinn formaður og leiðtogakjörið var breikkað.
Hann kveðst einnig trúa því að hægt sé að gera Sjálfstæðisflokkinn stóran aftur og ná fylgi flokksins upp í 35 prósent.
„Ég held að það sé allt hægt í því, en það gerist ekki af sjálfu sér og eitt er alveg ljóst, ef þú trúir ekki þá nærðu ekki árangri.“
„Það getur enginn sagt að það hafi verið slæmt fyrir íslenskt samfélag að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið stór flokkur,“ segir Guðlaugur Þór jafnframt en hann telur Sjálfstæðisflokkinn eiga jafn mikið erindi til þjóðarinnar nú í dag og þegar hann var stofnaður. Margt megi þó gera betur.
„Í þessu, eins og mörgu öðru, þá er vilji allt sem þarf.“