Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 15:40 Kínverskir hermenn við æfingar. Getty/CFOTO/Future Publishing Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. Kjarnorkusprengjum Kínverja fer hratt fjölgandi og árið 2035 gæti Kína átt um 1.500 slík vopn. Nú eru rúmlega fjögur hundruð kjarnaoddar í vopnabúri Kínverja, samkvæmt nýrri skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna til þingsins um herafla Kína en ríkisstjórn Kína hefur staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Þeirri nútímavæðingu gæti verið lokið árið 2035, samkvæmt skýrslunni. Bandaríkjamenn hafa lengi kvartað yfir því í gegnum njósnir og þjófnað á leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hafi Kínverjar getað komist hjá kostnaðarsamri og tímafrekri þróunarvinnu við nútímavæðingu herafla ríkisins. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga Rússar 6.255 kjarnaodda og Bandaríkin 5.550. Bandaríkjamenn og Rússar eiga í viðræðum um fjölda kjarnorkuvopna en Kínverjar hafa neitað að koma að þeim viðræðum. Í skýrslunni segir að Kínverjar hafi meðal annars sett sér það markmið að auka völd sín og áhrif fyrir árið 2049, þegar Alþýðulýðveldið Kína verður hundrað ára, og nota þau til að koma á nýrri heimsskipan sem sé Kínverjum og stjórnarháttum þeirra hagstæðari. Gera fleiri tilraunaskot en allir aðrir til samans Til marks um hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu Kína bendir ráðuneytið á að Kínverjar hafi á síðasta ári gert fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Kínverjar skutu um 135 langdrægum eldflaugum á loft í fyrra. Þeir hafa einnig verið að gera tilraunir með að skjóta eldflaugum frá kafbátum og hafa tekið nýja kafbáta sem geta borið kjarnorkuvopn í notkun. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Kínverjar hafi smíðað mikið magn neðanjarðarbyrgja fyrir langdrægar eldflaugar í Kína. Markmiðið að geta gert innrás í Taívan Washington Post hefur eftir háttsettum embættismanni í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að markmið Kínverja með þessari hernaðaruppbyggingu sé að tryggja að her Kína geti gert innrás í Taívan, verði ákvörðun tekin um að gera það. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hins vegar hefur aukist mjög að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í Eyríkið. Spennuna má sömuleiðis rekja til ólöglegs tilkalls Kína til Suður-Kínahafs og hernaðaruppbyggingar þar. Sjá einnig: Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Í frétt Washington Post segir að sérfræðingum hafi lengi þótt mögulegt að Kínverjar stefni á innrás árið 2027, þegar kínverski herinn heldur upp á hundrað ára afmæli sitt. Xi Jinping, forseti Kína hefur sagt forsvarsmönnum hersins að ljúka áðurnefndri uppbyggingu og nútímavæðingu fyrir það ár. Bandaríkjamenn segja ólíklegt að uppbyggingunni verði lokið fyrir það og segjast ekki eiga von á innrás í Taívan á næstunni. Þó kemur fram í skýrslunni að sérfræðingar Varnarmálaráðuneytisins búist við því að Kínverjar muni hafa burði til að gera innrás í Taívan árið 2027. Skipa sér sess í geimnum Í skýrslunni kemur fram að Kínverjar séu einnig að auka getu sína og umsvif í geimnum. Meðal annars séu þeir að þróa tækni og vopn til að granda gervihnöttum eins og með því að skjóta þá niður með eldflaugum eða trufla þá eða granda þeim með lasergeislum frá jörðu niðri. Einnig hafi Kínverjar unnið að þróun gervihnatta sem hannaðir eru til að granda öðrum gervihnöttum en í skýrslunni er þeim gervihnöttum lýst sem „geim-vélmennum“. Ráðuneytið segir yfirvöld í Kína vilja skipa sér í sess meðal geimvelda en eins og staðan er í dag eru Bandaríkjamenn þeir einu sem eru með fleiri virka gervihnetti á braut um jörðu en Kína. Bandaríkin Kína Taívan Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. 14. nóvember 2022 14:36 Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. 25. október 2022 11:54 Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18 Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. 1. september 2022 10:36 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Kjarnorkusprengjum Kínverja fer hratt fjölgandi og árið 2035 gæti Kína átt um 1.500 slík vopn. Nú eru rúmlega fjögur hundruð kjarnaoddar í vopnabúri Kínverja, samkvæmt nýrri skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna til þingsins um herafla Kína en ríkisstjórn Kína hefur staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Þeirri nútímavæðingu gæti verið lokið árið 2035, samkvæmt skýrslunni. Bandaríkjamenn hafa lengi kvartað yfir því í gegnum njósnir og þjófnað á leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum hafi Kínverjar getað komist hjá kostnaðarsamri og tímafrekri þróunarvinnu við nútímavæðingu herafla ríkisins. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga Rússar 6.255 kjarnaodda og Bandaríkin 5.550. Bandaríkjamenn og Rússar eiga í viðræðum um fjölda kjarnorkuvopna en Kínverjar hafa neitað að koma að þeim viðræðum. Í skýrslunni segir að Kínverjar hafi meðal annars sett sér það markmið að auka völd sín og áhrif fyrir árið 2049, þegar Alþýðulýðveldið Kína verður hundrað ára, og nota þau til að koma á nýrri heimsskipan sem sé Kínverjum og stjórnarháttum þeirra hagstæðari. Gera fleiri tilraunaskot en allir aðrir til samans Til marks um hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu Kína bendir ráðuneytið á að Kínverjar hafi á síðasta ári gert fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Kínverjar skutu um 135 langdrægum eldflaugum á loft í fyrra. Þeir hafa einnig verið að gera tilraunir með að skjóta eldflaugum frá kafbátum og hafa tekið nýja kafbáta sem geta borið kjarnorkuvopn í notkun. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Kínverjar hafi smíðað mikið magn neðanjarðarbyrgja fyrir langdrægar eldflaugar í Kína. Markmiðið að geta gert innrás í Taívan Washington Post hefur eftir háttsettum embættismanni í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að markmið Kínverja með þessari hernaðaruppbyggingu sé að tryggja að her Kína geti gert innrás í Taívan, verði ákvörðun tekin um að gera það. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hins vegar hefur aukist mjög að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í Eyríkið. Spennuna má sömuleiðis rekja til ólöglegs tilkalls Kína til Suður-Kínahafs og hernaðaruppbyggingar þar. Sjá einnig: Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Í frétt Washington Post segir að sérfræðingum hafi lengi þótt mögulegt að Kínverjar stefni á innrás árið 2027, þegar kínverski herinn heldur upp á hundrað ára afmæli sitt. Xi Jinping, forseti Kína hefur sagt forsvarsmönnum hersins að ljúka áðurnefndri uppbyggingu og nútímavæðingu fyrir það ár. Bandaríkjamenn segja ólíklegt að uppbyggingunni verði lokið fyrir það og segjast ekki eiga von á innrás í Taívan á næstunni. Þó kemur fram í skýrslunni að sérfræðingar Varnarmálaráðuneytisins búist við því að Kínverjar muni hafa burði til að gera innrás í Taívan árið 2027. Skipa sér sess í geimnum Í skýrslunni kemur fram að Kínverjar séu einnig að auka getu sína og umsvif í geimnum. Meðal annars séu þeir að þróa tækni og vopn til að granda gervihnöttum eins og með því að skjóta þá niður með eldflaugum eða trufla þá eða granda þeim með lasergeislum frá jörðu niðri. Einnig hafi Kínverjar unnið að þróun gervihnatta sem hannaðir eru til að granda öðrum gervihnöttum en í skýrslunni er þeim gervihnöttum lýst sem „geim-vélmennum“. Ráðuneytið segir yfirvöld í Kína vilja skipa sér í sess meðal geimvelda en eins og staðan er í dag eru Bandaríkjamenn þeir einu sem eru með fleiri virka gervihnetti á braut um jörðu en Kína.
Bandaríkin Kína Taívan Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. 14. nóvember 2022 14:36 Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. 25. október 2022 11:54 Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18 Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. 1. september 2022 10:36 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. 14. nóvember 2022 14:36
Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. 25. október 2022 11:54
Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18
Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. 1. september 2022 10:36
Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6. júlí 2022 22:01