Zuckerberg líka ósáttur við Apple Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2022 14:07 Mark Zuckerberg, forstjóri Meta. EPA/MICHAEL REYNOLDS Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það. Á ráðstefnu New York Times í gær sagði Zuckerberg að forsvarsmenn Apple hefðu „nokkurn veginn staðsett sig sem eina fyrirtæki sem er að reyna að stjórna því, einhliða, hvaða smáforrit komast á tæki.“ Þetta sagði Zuckerberg ekki vera sjálfbæra eða góða stöðu. Apple gerir öllum hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit fyrir stýrikerfi Iphone-síma að selja þau í gegnum Appstore-forritaverslunina. Fyrirtækin verða einnig að nota greiðslukerfi þar sem Apple tekur 30% þóknun af öllum greiðslum. Sjá einnig: Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum Samkvæmt frétt Wall Street Journal vísaði Zuckerberg í kjölfarið til sýndarveruleikabúnaðar Meta og sagði að þar myndu forritarar njóta meira frelsis varðandi hvaða forrit notendur búnaðarins gætu fengið sér. „Það er vafasamt þegar eitt fyrirtækið ræður því hvaða forrit eru í boði,“ sagði Zuckerberg um Apple, sem framleiðir iPhone, einhverja vinsælustu snjallsíma heimsins. Mark Zuckerberg, the chief executive of Meta, said that Apple stood out from competing platforms for its attempts to control unilaterally what apps get on a device. https://t.co/PDgcEamzwc pic.twitter.com/cSSb8t8i9n— The New York Times (@nytimes) December 1, 2022 Elon Musk, sem var nýverið þvingaður til að kaupa Twitter fyrir 44 milljarða dala, lýsti því yfir fyrr í vikunni að Apple hefði dregið verulega úr auglýsingum sínum á Twitter og velti því fyrir sér á samfélagsmiðlinum sínum hvort Apple hataði málfrelsi. Því seinna hélt hann því fram að Twitter hefði borist hótun frá Apple um að forritið yrði fjarlægt úr forritaverslun fyrirtækisins og að starfsmenn Apple vildu ekki segja af hverju. Sjá einnig: Musk segist ætla í stríð við Apple Fljótt kom í ljós að hvorug staðhæfing Musks reyndist rétt. Apple eyddi meira í auglýsingar á Twitter í nóvember en fyrirtækið gerði í október, samkvæmt gögnum sem blaðamaður tæknimiðilsins Gizmodo greindi. Þá sagði Musk frá því í gær að Tim Cook, forstjóri Apple, hefði boðið sér í heimsókn til höfuðstöðva fyrirtækisins og þeir hefðu rætt saman. Musk sagði að Cook hefði gert sér ljóst að aldrei hefði staðið til að loka á Twitter í forritaverslun Apple. Good conversation. Among other things, we resolved the misunderstanding about Twitter potentially being removed from the App Store. Tim was clear that Apple never considered doing so.— Elon Musk (@elonmusk) November 30, 2022 Meta Facebook Twitter Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum. 28. september 2022 12:26 Fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir dollara Bandaríski tæknirisinn Apple varð í gær fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir Bandaríkjadala. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur hækkað um heil 5.800 prósent síðan Steve Jobs, einn af stofnendum fyrirtækisins kynnti iPhone símann árið 2007. 4. janúar 2022 07:42 Segir upp ellefu þúsund manns Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess. 9. nóvember 2022 12:03 Hagnaður Meta dróst saman um helming Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár. 27. október 2022 12:16 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Á ráðstefnu New York Times í gær sagði Zuckerberg að forsvarsmenn Apple hefðu „nokkurn veginn staðsett sig sem eina fyrirtæki sem er að reyna að stjórna því, einhliða, hvaða smáforrit komast á tæki.“ Þetta sagði Zuckerberg ekki vera sjálfbæra eða góða stöðu. Apple gerir öllum hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit fyrir stýrikerfi Iphone-síma að selja þau í gegnum Appstore-forritaverslunina. Fyrirtækin verða einnig að nota greiðslukerfi þar sem Apple tekur 30% þóknun af öllum greiðslum. Sjá einnig: Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum Samkvæmt frétt Wall Street Journal vísaði Zuckerberg í kjölfarið til sýndarveruleikabúnaðar Meta og sagði að þar myndu forritarar njóta meira frelsis varðandi hvaða forrit notendur búnaðarins gætu fengið sér. „Það er vafasamt þegar eitt fyrirtækið ræður því hvaða forrit eru í boði,“ sagði Zuckerberg um Apple, sem framleiðir iPhone, einhverja vinsælustu snjallsíma heimsins. Mark Zuckerberg, the chief executive of Meta, said that Apple stood out from competing platforms for its attempts to control unilaterally what apps get on a device. https://t.co/PDgcEamzwc pic.twitter.com/cSSb8t8i9n— The New York Times (@nytimes) December 1, 2022 Elon Musk, sem var nýverið þvingaður til að kaupa Twitter fyrir 44 milljarða dala, lýsti því yfir fyrr í vikunni að Apple hefði dregið verulega úr auglýsingum sínum á Twitter og velti því fyrir sér á samfélagsmiðlinum sínum hvort Apple hataði málfrelsi. Því seinna hélt hann því fram að Twitter hefði borist hótun frá Apple um að forritið yrði fjarlægt úr forritaverslun fyrirtækisins og að starfsmenn Apple vildu ekki segja af hverju. Sjá einnig: Musk segist ætla í stríð við Apple Fljótt kom í ljós að hvorug staðhæfing Musks reyndist rétt. Apple eyddi meira í auglýsingar á Twitter í nóvember en fyrirtækið gerði í október, samkvæmt gögnum sem blaðamaður tæknimiðilsins Gizmodo greindi. Þá sagði Musk frá því í gær að Tim Cook, forstjóri Apple, hefði boðið sér í heimsókn til höfuðstöðva fyrirtækisins og þeir hefðu rætt saman. Musk sagði að Cook hefði gert sér ljóst að aldrei hefði staðið til að loka á Twitter í forritaverslun Apple. Good conversation. Among other things, we resolved the misunderstanding about Twitter potentially being removed from the App Store. Tim was clear that Apple never considered doing so.— Elon Musk (@elonmusk) November 30, 2022
Meta Facebook Twitter Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum. 28. september 2022 12:26 Fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir dollara Bandaríski tæknirisinn Apple varð í gær fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir Bandaríkjadala. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur hækkað um heil 5.800 prósent síðan Steve Jobs, einn af stofnendum fyrirtækisins kynnti iPhone símann árið 2007. 4. janúar 2022 07:42 Segir upp ellefu þúsund manns Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess. 9. nóvember 2022 12:03 Hagnaður Meta dróst saman um helming Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár. 27. október 2022 12:16 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum. 28. september 2022 12:26
Fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir dollara Bandaríski tæknirisinn Apple varð í gær fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir Bandaríkjadala. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur hækkað um heil 5.800 prósent síðan Steve Jobs, einn af stofnendum fyrirtækisins kynnti iPhone símann árið 2007. 4. janúar 2022 07:42
Segir upp ellefu þúsund manns Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess. 9. nóvember 2022 12:03
Hagnaður Meta dróst saman um helming Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár. 27. október 2022 12:16