Hefði verið frábært ef þetta hefði gengið upp Snorri Másson skrifar 2. desember 2022 12:01 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Möguleikinn á starfsemi kísilvers í Helguvík er að öllum líkindum úr sögunni. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir meirihluta íbúa anda léttar eftir að þetta varð ljóst, enda hafi margir orðið fyrir mikilum óþægindum. Óljóst er hvað verður um verksmiðjuna sjálfa. Kísilverksmiðjan í Helguvík hóf starfsemi í lok árs 2016 og starfaði með hléum í tíu mánuði allt þar til hún var stöðvuð með ákvörðun Umhverfisstofnunar. Eigandinn, United Silicon, varð gjaldþrota árið 2018 og Arion banki fékk verksmiðjuna í sína eigu. Möguleikar voru kannaðir á að ræsa kísilverið á ný, til dæmis með því að selja það til PCC, en nú hefur sú viðleitni runnið út í sandinn. „Þannig að já, ég held að þetta sé búið. Bæði mér og bæjarstjórn og miklum meirihluta íbúa er bara nokkuð létt.“ Þannig orðar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar þetta í samtali við fréttastofu: Ég held að þetta sé búið. Raforkusamningi verksmiðjunnar verður skilað til Landsvirkjunar og fyrirséð þykir að ekki verður starfrækt stóriðja í kísilverinu í Helguvík. Að sögn bæjarstjórans má vel vera að PCC, fyrirtæki sem rekur þegar kísilver á Bakka við Húsavík, hefði sett verkefnið í Helguvík í gang með betri hætti á nýjan leik en mikill meirihluti bæjarbúa hefði að sögn Kjartans bara ekki viljað taka þá áhættu. „Það urðu margir fyrir miklum óþægindum og veikindum útaf því sem gerðist hérna á sínum tíma og við erum ekki tilbúin að taka þá áhættu aftur,“ segir Kjartan Már. „Menn tóku þarna stóra sénsa og ef þetta hefði nú allt gengið upp og öllum umhverfisskilyrðum og lögum verið fullnægt og fólk fengið góða vinnu fyrir góð laun eins og lagt var upp með, þá hefði þetta verið náttúrulega frábært bara og samfélagið tekið því fagnandi, en það því miður bara gerðist ekki. Og þá er bara ágætt að þetta sé frá og menn snúi sér að einhverju öðru.“ Verksmiðjan gamla er nú í eigu Arion banka sem telur fullreynt að reka í henni kísilver. Næst á dagskrá? Bæjarstjórinn skal ekki segja. „Við höfum ekki rætt það. Þeir þurfa að selja innan úr þessu væntanlega búnaðinn og þá er einhver skel eftir, húsin, en hvað þeir gera við þau, ég bara veit það ekki,“ segir Kjartan. United Silicon Stóriðja Reykjanesbær Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kísilverksmiðjan í Helguvík hóf starfsemi í lok árs 2016 og starfaði með hléum í tíu mánuði allt þar til hún var stöðvuð með ákvörðun Umhverfisstofnunar. Eigandinn, United Silicon, varð gjaldþrota árið 2018 og Arion banki fékk verksmiðjuna í sína eigu. Möguleikar voru kannaðir á að ræsa kísilverið á ný, til dæmis með því að selja það til PCC, en nú hefur sú viðleitni runnið út í sandinn. „Þannig að já, ég held að þetta sé búið. Bæði mér og bæjarstjórn og miklum meirihluta íbúa er bara nokkuð létt.“ Þannig orðar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar þetta í samtali við fréttastofu: Ég held að þetta sé búið. Raforkusamningi verksmiðjunnar verður skilað til Landsvirkjunar og fyrirséð þykir að ekki verður starfrækt stóriðja í kísilverinu í Helguvík. Að sögn bæjarstjórans má vel vera að PCC, fyrirtæki sem rekur þegar kísilver á Bakka við Húsavík, hefði sett verkefnið í Helguvík í gang með betri hætti á nýjan leik en mikill meirihluti bæjarbúa hefði að sögn Kjartans bara ekki viljað taka þá áhættu. „Það urðu margir fyrir miklum óþægindum og veikindum útaf því sem gerðist hérna á sínum tíma og við erum ekki tilbúin að taka þá áhættu aftur,“ segir Kjartan Már. „Menn tóku þarna stóra sénsa og ef þetta hefði nú allt gengið upp og öllum umhverfisskilyrðum og lögum verið fullnægt og fólk fengið góða vinnu fyrir góð laun eins og lagt var upp með, þá hefði þetta verið náttúrulega frábært bara og samfélagið tekið því fagnandi, en það því miður bara gerðist ekki. Og þá er bara ágætt að þetta sé frá og menn snúi sér að einhverju öðru.“ Verksmiðjan gamla er nú í eigu Arion banka sem telur fullreynt að reka í henni kísilver. Næst á dagskrá? Bæjarstjórinn skal ekki segja. „Við höfum ekki rætt það. Þeir þurfa að selja innan úr þessu væntanlega búnaðinn og þá er einhver skel eftir, húsin, en hvað þeir gera við þau, ég bara veit það ekki,“ segir Kjartan.
United Silicon Stóriðja Reykjanesbær Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira