Leikkonan Kirstie Alley er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 06:18 Kirstey Alley þótti afar snjöll og fyndin leikkona. Leikkonan Kirstie Alley er látin eftir baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni. Það voru börn Alley, William „True“ Stevenson og Lillie Price Stevenson, sem tilkynntu um andlát móður sinnar á samfélagsmiðlum. Þá hefur umboðsmaður hennar einnig staðfest fregnirnar. Í tilkynningu systkinanna kemur fram að krabbameinið hafi aðeins uppgötvast nýlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um andlát Alley eru fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, leikarinn Parker Stevenson, Ted Danson, sem lék með henni í Cheers, og John Travolta, sem lék á móti Alley í Look Who's Talking. Danson sagði Alley hafa haft hjarta úr gulli en Kelsey Grammer, sem lék geðlækninn Frasier Crane í Cheers, sagði eftirfarandi: „Mér hefur alltaf fundist sorg vegna opinberrar persónu vera einkamál en ég hef þetta að segja; ég elskaði hana.“ Alley vann til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína í Cheers. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Upp úr aldamótum fjallaði bandaríska slúðurpressan mikið um þyngdaraukningu Alley, sem hún svaraði með því að skapa og leika í þáttunum Fat Actress, sem fjölluðu um þessa pressuútgáfu af Alley; feita leikkonu að reyna að meika það í Hollywood og finn ástina á sama tíma. Síðar birtist Alley í nokkrum raunveruleikaþáttum, meðal annars Dancing with the Stars, The Masked Singer og Celebrity Big Brother í Bretlandi. Alley var ötull stuðningsmaður Donald Trump en sagði stuðning sinn við forsetann fyrrverandi hafa eyðilagt fyrir sér í Hollywood. Hollywood Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Það voru börn Alley, William „True“ Stevenson og Lillie Price Stevenson, sem tilkynntu um andlát móður sinnar á samfélagsmiðlum. Þá hefur umboðsmaður hennar einnig staðfest fregnirnar. Í tilkynningu systkinanna kemur fram að krabbameinið hafi aðeins uppgötvast nýlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um andlát Alley eru fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, leikarinn Parker Stevenson, Ted Danson, sem lék með henni í Cheers, og John Travolta, sem lék á móti Alley í Look Who's Talking. Danson sagði Alley hafa haft hjarta úr gulli en Kelsey Grammer, sem lék geðlækninn Frasier Crane í Cheers, sagði eftirfarandi: „Mér hefur alltaf fundist sorg vegna opinberrar persónu vera einkamál en ég hef þetta að segja; ég elskaði hana.“ Alley vann til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína í Cheers. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Upp úr aldamótum fjallaði bandaríska slúðurpressan mikið um þyngdaraukningu Alley, sem hún svaraði með því að skapa og leika í þáttunum Fat Actress, sem fjölluðu um þessa pressuútgáfu af Alley; feita leikkonu að reyna að meika það í Hollywood og finn ástina á sama tíma. Síðar birtist Alley í nokkrum raunveruleikaþáttum, meðal annars Dancing with the Stars, The Masked Singer og Celebrity Big Brother í Bretlandi. Alley var ötull stuðningsmaður Donald Trump en sagði stuðning sinn við forsetann fyrrverandi hafa eyðilagt fyrir sér í Hollywood.
Hollywood Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira