Úkraínumenn sagðir gera drónaárásir langt inni í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 09:01 Hermaður fylgist með Tu-95-sprengjuflugvél á flugbraut á herflugvellinum í Engels í Rússlandi árið 2008. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárás á flugvöllinn í gær. Vísir/Getty Drónaárás olli tjóni á olíubirgðastöð við flugvöll í Rússlandi nærri landamærunum að Úkraínu í nótt. Hún kemur beint í kjölfar úkraínskra árása á flugvelli langt inni í Rússlandi í gær. New York Times hefur eftir Roman Starovoit, ríkisstjóranum í Kúrskhéraði í Rússlandi að engan hafi sakað í drónaárásinni þar snemma í morgun. Búið væri að slökkva eld sem kviknaði í stöðinni. Rússneski herinn notar flugvöllinn sem ráðist var á en hann er einnig notaður í borgaralegum tilgangi. Þá virðast Úkraínumenn hafa borið ábyrgð á sprengingum á rússneskar herstöðvar í Rjazan og Engels, hundruð kílómetra frá landamærunum, í gær. Bandaríska blaðið hefur það eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu og úkraínskum embættismanni að úkraínskir drónar hafi lent á herstöðvunum. Þrír hermenn eru sagðir hafa fallið og fjórir aðrir særst. Úkraínski heimildarmaður New York Times segir að drónarnir hafi tekið á loft í Úkraínu. Sérsveit á staðnum hafi hjálpað að minnsta kosti öðrum þeirra að finna skotmark sitt. Rússar fullyrða að þeir hafi stöðvað drónana en að mannfallið og tjón á tveimur flugvélum hafi orðið þegar drónarnir hröpuðu og brakið sprakk. Engels-herflugvöllurinn við ána Volgu er bækistöð fyrir langdræg vopn rússneska hersins, þar á meðal kjarnorkusprengjuflugvélar. Úkraínumenn halda því fram að herstöðin sé einnig notuð til þess að stýra linnulausum flugskeytaárásum á innviði landsins, þar á meðal rafstöðvar og vatnsveitu. Kort sem sýnir staðsetningu herflugvallanna tveggja í Rjazan og Engels sem Úkraínumenn eru sagðir hafa ráðist á með drónum.AP Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
New York Times hefur eftir Roman Starovoit, ríkisstjóranum í Kúrskhéraði í Rússlandi að engan hafi sakað í drónaárásinni þar snemma í morgun. Búið væri að slökkva eld sem kviknaði í stöðinni. Rússneski herinn notar flugvöllinn sem ráðist var á en hann er einnig notaður í borgaralegum tilgangi. Þá virðast Úkraínumenn hafa borið ábyrgð á sprengingum á rússneskar herstöðvar í Rjazan og Engels, hundruð kílómetra frá landamærunum, í gær. Bandaríska blaðið hefur það eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu og úkraínskum embættismanni að úkraínskir drónar hafi lent á herstöðvunum. Þrír hermenn eru sagðir hafa fallið og fjórir aðrir særst. Úkraínski heimildarmaður New York Times segir að drónarnir hafi tekið á loft í Úkraínu. Sérsveit á staðnum hafi hjálpað að minnsta kosti öðrum þeirra að finna skotmark sitt. Rússar fullyrða að þeir hafi stöðvað drónana en að mannfallið og tjón á tveimur flugvélum hafi orðið þegar drónarnir hröpuðu og brakið sprakk. Engels-herflugvöllurinn við ána Volgu er bækistöð fyrir langdræg vopn rússneska hersins, þar á meðal kjarnorkusprengjuflugvélar. Úkraínumenn halda því fram að herstöðin sé einnig notuð til þess að stýra linnulausum flugskeytaárásum á innviði landsins, þar á meðal rafstöðvar og vatnsveitu. Kort sem sýnir staðsetningu herflugvallanna tveggja í Rjazan og Engels sem Úkraínumenn eru sagðir hafa ráðist á með drónum.AP
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira