Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2022 09:38 Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minkum í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Getty Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. DR segir frá málinu í dag. Þar kemur fram að til standi að flytja 10 þúsund minka til landsins frá Noregi, Spáni, Póllandi, Finnlandi og svo Íslandi. Samþykki frá dönskum yfirvöldum er þó enn beðið. Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minka í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin reyndist umdeild í meira lagi og kom í ljós, þegar búið var að fella dýrin, að ákvörðunin ætti ekki stoð í lögum. Ríkisstjórnin tók ennfremur ákvörðun um að minkarækt skyldi bönnuð í landinu til ársloka 2022. Flestir þeir bændur sem stunduðu loðdýrarækt í landinu þáðu styrki frá danska ríkinu til að hætta ræktuninni og eru einungis fáir sem eru sagðir sjá fyrir sér að hefja starfsemi á ný. Einhverjir bændanna komu til Íslands fyrr á árinu til að kanna möguleikann á að flytja minka frá Íslandi til Danmerkur, en minkar á Íslandi eru ættaðir frá danska minkastofninum. „Það skiptir miklu, að þeir eiga rætur að rekja til danskra minka,“ segir loðdýrabóndinn Erik Vammen frá Hobro við DR sem ætlar sér að flytja inn íslenska minka. „Þeir eru í toppgæðum, bæði hvað varðar stærð og gæði. Áætlunin er að þeir verði grunnurinn í danskri minkarækt,“ segir Vammen. Enn eiga loðdýrabændur eftir að ná samkomulagi við yfirvöld um hver eigi að greiða fyrir Covid-sýnatöku fyrir hvert dýr sem flutt er inn til landsins. Segir að hver sýnataka kosti 643 danskar krónur, um 13 þúsund krónur. Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Tengdar fréttir Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
DR segir frá málinu í dag. Þar kemur fram að til standi að flytja 10 þúsund minka til landsins frá Noregi, Spáni, Póllandi, Finnlandi og svo Íslandi. Samþykki frá dönskum yfirvöldum er þó enn beðið. Ríkisstjórn Danmerkur tók ákvörðun um það á haustdögum 2020 að öllum 13,5 milljónum minka í landinu skyldi lógað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin reyndist umdeild í meira lagi og kom í ljós, þegar búið var að fella dýrin, að ákvörðunin ætti ekki stoð í lögum. Ríkisstjórnin tók ennfremur ákvörðun um að minkarækt skyldi bönnuð í landinu til ársloka 2022. Flestir þeir bændur sem stunduðu loðdýrarækt í landinu þáðu styrki frá danska ríkinu til að hætta ræktuninni og eru einungis fáir sem eru sagðir sjá fyrir sér að hefja starfsemi á ný. Einhverjir bændanna komu til Íslands fyrr á árinu til að kanna möguleikann á að flytja minka frá Íslandi til Danmerkur, en minkar á Íslandi eru ættaðir frá danska minkastofninum. „Það skiptir miklu, að þeir eiga rætur að rekja til danskra minka,“ segir loðdýrabóndinn Erik Vammen frá Hobro við DR sem ætlar sér að flytja inn íslenska minka. „Þeir eru í toppgæðum, bæði hvað varðar stærð og gæði. Áætlunin er að þeir verði grunnurinn í danskri minkarækt,“ segir Vammen. Enn eiga loðdýrabændur eftir að ná samkomulagi við yfirvöld um hver eigi að greiða fyrir Covid-sýnatöku fyrir hvert dýr sem flutt er inn til landsins. Segir að hver sýnataka kosti 643 danskar krónur, um 13 þúsund krónur.
Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Tengdar fréttir Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita. 17. mars 2022 10:32