Greint var frá þessu í tilkynningu frá bankanum í gær. Upphæðin samsvarar tæplega 300 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag.
Rannsókn hefur lengi staðið yfir á starfsemi Danske Bank í útibúi bankans í Eistlandi. Í tilkynningunni frá bankanum segir að bankinn viðurkenni niðurstöðu rannsóknarinnar og biðst jafnframt afsökunar á málinu.
Bankinn hafi lært af málinu og gripið til aðgerða til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.
Talið er að um 200 milljarðar evra frá Rússlandi og fyrrverandi Sovétlýðveldum hafi verið þvættaðar í útibúi Danske Bank í Tallinn frá 2007 til 2015.
Forstjóri og stjórnarformaður Danske Bank sögðu af sér vegna hneykslisins árið 2018. Fjölmargir starfsmenn bankans voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins.