„Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. desember 2022 07:01 Þórður segist hafa grátbeðið um ákæru. Vísir Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. Fjölmennur blaðamannafundur var haldinn í Rúgbrauðsgerðinni hinn 18. desember 2017. Greint var frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa. Sagt var að með efnunum væri hægt að framleiða allt að áttatíu kíló af amfetamíni. Verslunin Market ehf, sem hafði rekið pólskar smávöruverslanir hér á landi, lá undir grun og var verslunin talin vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Greint var frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi, sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Löggæsluyfirvöldin Europol og Eurojust voru lögreglunni til fulltingis, farið var í húsleitir á 30 dögum, lagt hald á fasteignir, bíla og fjármuni, að virða allt að 200 milljónum íslenskra króna. Þórður Magnússon hefur haft réttarstöðu sakbornings um árabil og var grunaður um að hafa stundað peningaþvætti í tengslum við málið. Hann segir að hvorki fíkniefni, tæki né tól hafi fundist. Þórður hefur lengi verið í fyrirtækjarekstri og kveðst hafa dregist inn í málið þegar hann lánaði frænda eiginkonu sinnar pening til að stofna bílaleigu. Þórður segir að skuldabréf hafi verið gefin út, allt talið fram á skattframtölum, og hann hafi fengið lánið greitt til baka. „Það hefur ekkert gerst. Ég er búinn að grátbiðja um ákæru. Það er mjög sjaldgæft að þú biðjir ríkissaksóknara um ákæru; ekki niðurfellingu, ekki frávísun, ekki neitt - ákæru. Og allt þetta fólk [sem hefur stöðu sakbornings], þau hafa náttúrulega ekki rödd eins og ég, þau náttúrulega geta ekki farið í viðtöl. Allar eignir þeirra eru enn þá frystar. Það hefur enginn fengið ákæru, það hefur ekkert fundist. Ekki neitt.“ Pólsk hjón voru dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti árið 2020. Málinu var áfrýjað til Landsréttar, sem vísaði því frá vegna ágalla á ákæru. Þórður segir að það sé ekkert sem tengi Euromarket-málið við hjónin, annað en að mennirnir hafi þekkst. Sjálfur segist hann ekkert kannast við manninn. „Ég er grunaður um það að hafa þvegið peninga og enginn veit fyrir hvaða glæp. Ég hef sjálfur sent ríkissaksóknara bréf þar sem ég grátbið um ákæru. Við höfum gert nákvæmlega ekkert til að tefja málið, akkúrat hið öfuga.“ „Konan mín fékk stöðu glæpakvendis“ Hann vísar í stjórnarskrárákvæði um réttláta málsmeðferð og spyr hvernig í ósköpunum að málsmeðferðin geti tekið fimm ár. Hann kveðst sjálfur hafa lent í vandræðum vegna stöðu sinnar sem sakbornings í málinu. Honum hafi meðal annars hafa verið neitað um kaup á fasteign vegna stöðunnar. „Ég fékk stöðu glæpamanns, konan mín fékk stöðu glæpakvendis, báðir synir mínir fengu stöðu glæpamanns, þrír starfsmenn mínir fengu stöðu glæpamanns, bókhaldarinn minn fékk stöðu glæpamanns. Og allt bókhaldið mitt var tekið, mörg ár aftur í tímann í þremur fyrirtækjum,“ segir Þórður. Hann kveðst ekkert hafa að fela og efast um að önnur fyrirtæki myndu sætta sig við sambærilega meðferð: „Niðurstaðan var sú að það var ekki einu sinni athugasemd.“ Eins og greinir er ástæða fyrir tengslum Þórðar við málið lán hans til frænda eiginkonu hans, manns að nafni Arek. Sá maður aðstoðaði Þórð þegar hann lenti í mótorhjólaslysi fyrir nokkrum árum. Þórður segir Arek hafa lánað honum allt sem hann átti, þegar Þórður sjálfur var í fjárhagslegum erfiðleikum. Þegar Arek leitaði til hans í sambandi við stofnun bílaleigu stóð ekki á svörum. „Ég er ásakaður um að þvo peninga en það er á skattframtalinu mínu. Ég sagði við Arek: Ef þú deyrð, þá ætla ég ekki að útskýra fyrir börnunum mínum að ég hafi lánað þér pening. Ég ætla að búa til skuldabréf. Hver gefur peningaþvott upp til skatts? „Guð má vita hvað“ Aðspurður um hvort lögreglan hafi hlaupið á sig með blaðamannafundinum segir hann: „Þetta horfir við mér þannig að lögreglan var greinilega að nota þetta til þess að óska eftir meiri fjárveitingum; til að óska eftir því að hafa meiri rétt til að hlera og Guð má vita hvað. Og þeim er alveg sama þó þeim fórni einhverjum einstaklingum, við erum bara það sem kallast á ensku „collateral damage,“ það skiptir engu máli. Þetta er valdníðsla á stigi sem ég hef aldrei kynnst áður.“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu að málið hafi alls ekki dagað uppi. Saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara sagði fyrir tveimur síðan að tekin yrði ákvörðun í október 2020. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vonast til að niðurstaða fáist í málið sem fyrst.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur dregist rosalega. Við höfum verið í samskiptum við pólsk yfirvöld og okkur hefur gengið illa að fá svör. Það er búið að vera að vinna eitthvað í þessu núna síðustu vikurnar, en það liggur ekki fyrir niðurstaða enn þá. En þetta ætti að fara að skýrast núna á næstunni,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar að málið hafi verið þungt í vöfum, þó að bagalegt geti verið fyrir sakborninga að bíða árum saman eftir niðurstöðu. Ekki kominn botn í málið „Það getur farið svo að menn sem eru ekki með stóran þátt í máli séu utan í einhverju sem tekur langan tíma, sem væri kannski æskilegt að væri ekki þannig en það gerist engu að síður; það er að segja þegar þáttur aðila er misstór í málum. Síðan getur verið ákveðið flækjustig sem á ekki við hina.“ Ólafur Þór segist ekki getað tjáð sig efnislega um einstök mál, það er að segja hvort, og þá hvenær, niðurstaða fáist í málið. „Það er verið að vinna í þessu en ekki kominn botn í það. Við vonumst til þess að það fari að styttast í að það fáist einhver niðurstaða.“ Þórður hefur litla trú á því að niðurstaða fáist í málið bráðlega eftir öll þessi ár. „Hvernig værir þú ef þú myndir lenda í þessu? Gætir þú snarað út nokkrum milljónum? Ég vil ekki, sem Íslendingur, að íslenska lögreglan komist upp með þetta gagnvart Pólverjunum, að eina sem þeir hafa unnið sér til saka var að standa sig. Þú mátt vinna í búðinni en þú mátt ekki eiga hana.“ Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Með Euromarket-málið á borði sínu og skilur lítið í fullyrðingum Þórðar Tekin verður ákvörðun á næstu tveimur mánuðum um hvort ákæra verði gefin út í Euromarket málinu svokallaða að sögn saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 26. ágúst 2020 09:00 Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. 24. ágúst 2020 21:24 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Fjölmennur blaðamannafundur var haldinn í Rúgbrauðsgerðinni hinn 18. desember 2017. Greint var frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa. Sagt var að með efnunum væri hægt að framleiða allt að áttatíu kíló af amfetamíni. Verslunin Market ehf, sem hafði rekið pólskar smávöruverslanir hér á landi, lá undir grun og var verslunin talin vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Greint var frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi, sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Löggæsluyfirvöldin Europol og Eurojust voru lögreglunni til fulltingis, farið var í húsleitir á 30 dögum, lagt hald á fasteignir, bíla og fjármuni, að virða allt að 200 milljónum íslenskra króna. Þórður Magnússon hefur haft réttarstöðu sakbornings um árabil og var grunaður um að hafa stundað peningaþvætti í tengslum við málið. Hann segir að hvorki fíkniefni, tæki né tól hafi fundist. Þórður hefur lengi verið í fyrirtækjarekstri og kveðst hafa dregist inn í málið þegar hann lánaði frænda eiginkonu sinnar pening til að stofna bílaleigu. Þórður segir að skuldabréf hafi verið gefin út, allt talið fram á skattframtölum, og hann hafi fengið lánið greitt til baka. „Það hefur ekkert gerst. Ég er búinn að grátbiðja um ákæru. Það er mjög sjaldgæft að þú biðjir ríkissaksóknara um ákæru; ekki niðurfellingu, ekki frávísun, ekki neitt - ákæru. Og allt þetta fólk [sem hefur stöðu sakbornings], þau hafa náttúrulega ekki rödd eins og ég, þau náttúrulega geta ekki farið í viðtöl. Allar eignir þeirra eru enn þá frystar. Það hefur enginn fengið ákæru, það hefur ekkert fundist. Ekki neitt.“ Pólsk hjón voru dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti árið 2020. Málinu var áfrýjað til Landsréttar, sem vísaði því frá vegna ágalla á ákæru. Þórður segir að það sé ekkert sem tengi Euromarket-málið við hjónin, annað en að mennirnir hafi þekkst. Sjálfur segist hann ekkert kannast við manninn. „Ég er grunaður um það að hafa þvegið peninga og enginn veit fyrir hvaða glæp. Ég hef sjálfur sent ríkissaksóknara bréf þar sem ég grátbið um ákæru. Við höfum gert nákvæmlega ekkert til að tefja málið, akkúrat hið öfuga.“ „Konan mín fékk stöðu glæpakvendis“ Hann vísar í stjórnarskrárákvæði um réttláta málsmeðferð og spyr hvernig í ósköpunum að málsmeðferðin geti tekið fimm ár. Hann kveðst sjálfur hafa lent í vandræðum vegna stöðu sinnar sem sakbornings í málinu. Honum hafi meðal annars hafa verið neitað um kaup á fasteign vegna stöðunnar. „Ég fékk stöðu glæpamanns, konan mín fékk stöðu glæpakvendis, báðir synir mínir fengu stöðu glæpamanns, þrír starfsmenn mínir fengu stöðu glæpamanns, bókhaldarinn minn fékk stöðu glæpamanns. Og allt bókhaldið mitt var tekið, mörg ár aftur í tímann í þremur fyrirtækjum,“ segir Þórður. Hann kveðst ekkert hafa að fela og efast um að önnur fyrirtæki myndu sætta sig við sambærilega meðferð: „Niðurstaðan var sú að það var ekki einu sinni athugasemd.“ Eins og greinir er ástæða fyrir tengslum Þórðar við málið lán hans til frænda eiginkonu hans, manns að nafni Arek. Sá maður aðstoðaði Þórð þegar hann lenti í mótorhjólaslysi fyrir nokkrum árum. Þórður segir Arek hafa lánað honum allt sem hann átti, þegar Þórður sjálfur var í fjárhagslegum erfiðleikum. Þegar Arek leitaði til hans í sambandi við stofnun bílaleigu stóð ekki á svörum. „Ég er ásakaður um að þvo peninga en það er á skattframtalinu mínu. Ég sagði við Arek: Ef þú deyrð, þá ætla ég ekki að útskýra fyrir börnunum mínum að ég hafi lánað þér pening. Ég ætla að búa til skuldabréf. Hver gefur peningaþvott upp til skatts? „Guð má vita hvað“ Aðspurður um hvort lögreglan hafi hlaupið á sig með blaðamannafundinum segir hann: „Þetta horfir við mér þannig að lögreglan var greinilega að nota þetta til þess að óska eftir meiri fjárveitingum; til að óska eftir því að hafa meiri rétt til að hlera og Guð má vita hvað. Og þeim er alveg sama þó þeim fórni einhverjum einstaklingum, við erum bara það sem kallast á ensku „collateral damage,“ það skiptir engu máli. Þetta er valdníðsla á stigi sem ég hef aldrei kynnst áður.“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu að málið hafi alls ekki dagað uppi. Saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara sagði fyrir tveimur síðan að tekin yrði ákvörðun í október 2020. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vonast til að niðurstaða fáist í málið sem fyrst.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur dregist rosalega. Við höfum verið í samskiptum við pólsk yfirvöld og okkur hefur gengið illa að fá svör. Það er búið að vera að vinna eitthvað í þessu núna síðustu vikurnar, en það liggur ekki fyrir niðurstaða enn þá. En þetta ætti að fara að skýrast núna á næstunni,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar að málið hafi verið þungt í vöfum, þó að bagalegt geti verið fyrir sakborninga að bíða árum saman eftir niðurstöðu. Ekki kominn botn í málið „Það getur farið svo að menn sem eru ekki með stóran þátt í máli séu utan í einhverju sem tekur langan tíma, sem væri kannski æskilegt að væri ekki þannig en það gerist engu að síður; það er að segja þegar þáttur aðila er misstór í málum. Síðan getur verið ákveðið flækjustig sem á ekki við hina.“ Ólafur Þór segist ekki getað tjáð sig efnislega um einstök mál, það er að segja hvort, og þá hvenær, niðurstaða fáist í málið. „Það er verið að vinna í þessu en ekki kominn botn í það. Við vonumst til þess að það fari að styttast í að það fáist einhver niðurstaða.“ Þórður hefur litla trú á því að niðurstaða fáist í málið bráðlega eftir öll þessi ár. „Hvernig værir þú ef þú myndir lenda í þessu? Gætir þú snarað út nokkrum milljónum? Ég vil ekki, sem Íslendingur, að íslenska lögreglan komist upp með þetta gagnvart Pólverjunum, að eina sem þeir hafa unnið sér til saka var að standa sig. Þú mátt vinna í búðinni en þú mátt ekki eiga hana.“
Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Með Euromarket-málið á borði sínu og skilur lítið í fullyrðingum Þórðar Tekin verður ákvörðun á næstu tveimur mánuðum um hvort ákæra verði gefin út í Euromarket málinu svokallaða að sögn saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 26. ágúst 2020 09:00 Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. 24. ágúst 2020 21:24 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Með Euromarket-málið á borði sínu og skilur lítið í fullyrðingum Þórðar Tekin verður ákvörðun á næstu tveimur mánuðum um hvort ákæra verði gefin út í Euromarket málinu svokallaða að sögn saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 26. ágúst 2020 09:00
Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. 24. ágúst 2020 21:24
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17