Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2022 13:01 María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4. Hún skrifaði fjárlaganefnd bréf frá Kaupmannahöfn þann 1. desember. N4 María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. Kjarninn greindi frá breytingartillögu fjárlaganefndar þann 6. desember um 100 milljóna styrk til „vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“ Ekkert kom fram um ástæðu þess. Ástæðan var meðal annars sú að bréf frá framkvæmdastjóra N4 með beiðni um styrk birtist ekki sjálfkrafa á vef Alþingis. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, segir í skriflegu svari við fyrirspurnum fjölmiðla að þetta hafi verið fyrir mistök. Bréfið hafi verið fært undir „sér mál“ og því ekki birst sjálfkrafa á vefnum eins og þau hefðu átt að gera. Ragna segir að unnið sé að því að lagfæra mistökin. Bréfið hefur verið birt á vef Alþingis og má hlaða því niður hér. María Björk skrifaði bréfið til fjárlaganefndar í Kaupmannahöfn þann 1. desember síðastliðinn. Þar lagði hún til fyrrnefnd framtíðaráform við skoðun á lögum um fjölmiðla á næstu árum. Til skamms tíma óskaði hún eftir hundrað milljóna króna styrk fyrir árið 2023 til N4 ella færi sjónvarpsstöðin í þrot. Nokkurs misskilnings gætir í þeim forsendum sem María Björk gefur sér fyrir nauðsyn svo hárrar styrkupphæðar. „Kaupa ákveðna velvild“ Málið vakti mikla athygli í gær og lýstu þingmenn stjórnarandstöðunnar yfir undrun sinni á því að fjárlaganefnd hefði samþykkt tillögu um hundrað milljóna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, talaði á svipuðum nótum. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki. Að fjárlaganefnd þingsins handvelji einn fjölmiðil til að veita 100 milljóna styrk,“ sagði Sigríður Dögg. N4 væri ekki fréttastöð Í bréfi Maríu Bjarkar kemur fram að N4 hafi verið leiðandi í sjónvarpi á landsbyggðunum frá 2015 og framleitt á milli 350-400 þætti. Umfjöllunin er að miklu leyti kostuð af umfjöllunarefninu sjálfu. Meðal eigenda N4 eru stórfyrirtæki í landinu, fyrirtæki á borð við KEA, Kaupfélag Skagfirðinga og Síldarvinnslan. Stærsti eigandi Síldarvinnslunnar er Samherji, sem er með höfuðstöðvar á Akureyri. María kallar eigendurna „englafjárfesta“ í bréfi sínu. N4 hefur meðal annars unnið alls kyns dagskrárefni um og fyrir Samherja. Karl Eskill Pálsson, dagskrárgerðarmaður á N4, sagði í viðtali við Stundina í febrúar 2021 að N4 væri ekki fréttastöð. Sex mánuðum síðar var hann ráðinn til Samherja til að sinna upplýsingamálum. Að neðan má sjá dæmi um umfjöllun N4 sem snertir Samherja. Þá vakti athygli í vor þegar N4 ætlaði að setja sem skilyrði að stjórnmálaflokkar greiddu fyrir umfjöllun í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor. María Björk færir í bréfi sínu rök fyrir nauðsyn þess að N4 fái 100 milljóna styrk fyrir árið 2023. Rökin snúa að minni auglýsingatekjum vegna samkeppni og viðveru RÚV á auglýsingamarkaði, fyrirtæki kaupi síður umfjöllun eftir Covid og sveitarfélög hafi dregið saman seglin í kaupum á umfjöllun eða styrkjum. Ein rökin segir hún að skilyrði fyrir rekstrarstyrk vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar séu þau að N4 hefði þurft að framleiða og sýna 365 þætti á ári. Kostnaður við það sé að lágmarki 200 milljónir króna. N4 hafi aðeins fengið um 20 milljónir af ríkisstyrk til allra einkafjölmiðla landsins. Eins og Stundin greindi frá í gær þá eru þetta ekki skilyrði fyrir rekstrarstyrk. Sjónvarpsstöðvar þurfa að miðla nýju efni á virkum dögum í tuttugu vikur á ári til að uppfylla skilyrði fyrir styrk. Þá hefur María Björk hugmyndir um að til að auka umfjöllun á landsbyggðinni eigi að stofna TV2 með höfuðstöðvar á Akureyri á grunni N4 og þeirra starfsmanna RÚV sem nú starfa á landsbyggðinni. Útvarpsgjaldinu verði svo skipt á milli stöðvanna. Sjötíu prósent fari til RÚV og þrjátíu prósent til TV2. Hefði verði heppilegra að vita af tengslunum Meirihluti fjárlaganefndar beindi því til Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra í gær að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni. Sagði meirihlutinn það gert í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um ákvörðun nefndarinnar um hundrað milljón króna styrk til framleiðslu sjónvarpsefnis. Athygli vakti í gær að María Björk, framkvæmdastjóri N4, er tengd þingmanni og nefndarmanni í fjárlaganefnd fjölskylduböndum. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknar í nefndinni, er mágur Maríu Bjarkar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í Bítinu í morgun að hún hefði komist að tengslunum þegar hún áttaði sig á fjarveru Stefáns Vagns á fundi nefndarinnar. „Ég spurði bara félaga hvar hann væri og þá kom í ljós að það væru þarna tengsl og hann hyggðist ekki koma að því þar sem þetta væri til umræðu,“ sagði Bjarkey. Hann var þó viðstaddur þegar skrifað var undir nefndarálitið en Bjarkey segir það ekki óeðlilegt. „Að sjálfsögðu skrifar hann undir nefndarálit í heild sinni, það er ekkert óeðlilegt við það. Það væri óeðlilegt ef hann skrifaði ekki undir. Þetta snýr að hæfi manna,“ sagði Bjarkey og vísaði til þess að þingmenn væru í raun ekki vanhæfir nema þeir séu að afgreiða peninga til sjálfs síns. Það hefði þó líklega verið heppilegra ef nefndinni hefði vitað af tengslunum. Ósáttur við landsbyggðarumfjöllun RÚV Þá hún tók hún fyrir í viðtalinu að nokkuð væri við upphaflegu tillöguna að athuga, þó þau nefndin hafi þurft að breyta áliti sínu vegna mikillar umræðu sem skapaðist. „Ég held að við hefðum getað verið skýrari þegar við vorum að orða þetta í nefndarálitinu en ég vil ekki meina að þetta sé klúður. Hugmyndin er að styðja við landsbyggðarfjölmiðla, ekki síst sem að framleiða eigin efni,“ sagði hún. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem á sæti í nefndinni, sagði í samtali við Mbl.is í dag að styrkurinn væri til kominn vegna þess að umfjöllun RÚV á landsbyggðinni væri ekki nógu góð. Aldrei hafi verið ætlanin að styrkja einn miðil þó beiðnin hafi vissulega komið frá N4. Vissi ekki að tillagan færi fram hjá almenna styrkjakerfinu Umræða um málið hélt áfram á Alþingi í morgun. „Þar var verið að reyna lauma inn 100 milljón króna styrk til lítils fjölmiðils, sem er í eigu ríkustu fyrirtækja landsins, KEA, Kaupfélag Skagfirðinga og Síldarvinnslunnar þar sem Samherji á stærsta hlutinn. 100 milljónir króna til litils fjölmiðils, framhjá hinu almenna styrkjakerfi fjölmiðla,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar á þinginu í morgun. Beindir hann fyrirspurn sinni til Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Lilja sagði að hennar skoðun væri sú að styrkir til einkarekinna fjölmiðla væri sú að allt ætti að fara í gegnum almennt kerfi. Það kerfi sem þróað var á síðasta kjörtímabili hefði reynst bæði gagnsætt og skilvirkt „Það er þó galli á því að við höfum haft stuttan gildistíma og við þurfum að þróa þetta kerfi betur. Varðandi spurningu háttvirts þingmanns þá var ráðherrann ekki kunnugt um að þessi tillaga ætti að fara fram hjá hinu almenna styrkjakerfi,“ sagði Lilja. Tengd skjöl BrefMariuBjarkarPDF40KBSækja skjal Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Kjarninn greindi frá breytingartillögu fjárlaganefndar þann 6. desember um 100 milljóna styrk til „vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“ Ekkert kom fram um ástæðu þess. Ástæðan var meðal annars sú að bréf frá framkvæmdastjóra N4 með beiðni um styrk birtist ekki sjálfkrafa á vef Alþingis. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, segir í skriflegu svari við fyrirspurnum fjölmiðla að þetta hafi verið fyrir mistök. Bréfið hafi verið fært undir „sér mál“ og því ekki birst sjálfkrafa á vefnum eins og þau hefðu átt að gera. Ragna segir að unnið sé að því að lagfæra mistökin. Bréfið hefur verið birt á vef Alþingis og má hlaða því niður hér. María Björk skrifaði bréfið til fjárlaganefndar í Kaupmannahöfn þann 1. desember síðastliðinn. Þar lagði hún til fyrrnefnd framtíðaráform við skoðun á lögum um fjölmiðla á næstu árum. Til skamms tíma óskaði hún eftir hundrað milljóna króna styrk fyrir árið 2023 til N4 ella færi sjónvarpsstöðin í þrot. Nokkurs misskilnings gætir í þeim forsendum sem María Björk gefur sér fyrir nauðsyn svo hárrar styrkupphæðar. „Kaupa ákveðna velvild“ Málið vakti mikla athygli í gær og lýstu þingmenn stjórnarandstöðunnar yfir undrun sinni á því að fjárlaganefnd hefði samþykkt tillögu um hundrað milljóna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, talaði á svipuðum nótum. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki. Að fjárlaganefnd þingsins handvelji einn fjölmiðil til að veita 100 milljóna styrk,“ sagði Sigríður Dögg. N4 væri ekki fréttastöð Í bréfi Maríu Bjarkar kemur fram að N4 hafi verið leiðandi í sjónvarpi á landsbyggðunum frá 2015 og framleitt á milli 350-400 þætti. Umfjöllunin er að miklu leyti kostuð af umfjöllunarefninu sjálfu. Meðal eigenda N4 eru stórfyrirtæki í landinu, fyrirtæki á borð við KEA, Kaupfélag Skagfirðinga og Síldarvinnslan. Stærsti eigandi Síldarvinnslunnar er Samherji, sem er með höfuðstöðvar á Akureyri. María kallar eigendurna „englafjárfesta“ í bréfi sínu. N4 hefur meðal annars unnið alls kyns dagskrárefni um og fyrir Samherja. Karl Eskill Pálsson, dagskrárgerðarmaður á N4, sagði í viðtali við Stundina í febrúar 2021 að N4 væri ekki fréttastöð. Sex mánuðum síðar var hann ráðinn til Samherja til að sinna upplýsingamálum. Að neðan má sjá dæmi um umfjöllun N4 sem snertir Samherja. Þá vakti athygli í vor þegar N4 ætlaði að setja sem skilyrði að stjórnmálaflokkar greiddu fyrir umfjöllun í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor. María Björk færir í bréfi sínu rök fyrir nauðsyn þess að N4 fái 100 milljóna styrk fyrir árið 2023. Rökin snúa að minni auglýsingatekjum vegna samkeppni og viðveru RÚV á auglýsingamarkaði, fyrirtæki kaupi síður umfjöllun eftir Covid og sveitarfélög hafi dregið saman seglin í kaupum á umfjöllun eða styrkjum. Ein rökin segir hún að skilyrði fyrir rekstrarstyrk vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar séu þau að N4 hefði þurft að framleiða og sýna 365 þætti á ári. Kostnaður við það sé að lágmarki 200 milljónir króna. N4 hafi aðeins fengið um 20 milljónir af ríkisstyrk til allra einkafjölmiðla landsins. Eins og Stundin greindi frá í gær þá eru þetta ekki skilyrði fyrir rekstrarstyrk. Sjónvarpsstöðvar þurfa að miðla nýju efni á virkum dögum í tuttugu vikur á ári til að uppfylla skilyrði fyrir styrk. Þá hefur María Björk hugmyndir um að til að auka umfjöllun á landsbyggðinni eigi að stofna TV2 með höfuðstöðvar á Akureyri á grunni N4 og þeirra starfsmanna RÚV sem nú starfa á landsbyggðinni. Útvarpsgjaldinu verði svo skipt á milli stöðvanna. Sjötíu prósent fari til RÚV og þrjátíu prósent til TV2. Hefði verði heppilegra að vita af tengslunum Meirihluti fjárlaganefndar beindi því til Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra í gær að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni. Sagði meirihlutinn það gert í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um ákvörðun nefndarinnar um hundrað milljón króna styrk til framleiðslu sjónvarpsefnis. Athygli vakti í gær að María Björk, framkvæmdastjóri N4, er tengd þingmanni og nefndarmanni í fjárlaganefnd fjölskylduböndum. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknar í nefndinni, er mágur Maríu Bjarkar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í Bítinu í morgun að hún hefði komist að tengslunum þegar hún áttaði sig á fjarveru Stefáns Vagns á fundi nefndarinnar. „Ég spurði bara félaga hvar hann væri og þá kom í ljós að það væru þarna tengsl og hann hyggðist ekki koma að því þar sem þetta væri til umræðu,“ sagði Bjarkey. Hann var þó viðstaddur þegar skrifað var undir nefndarálitið en Bjarkey segir það ekki óeðlilegt. „Að sjálfsögðu skrifar hann undir nefndarálit í heild sinni, það er ekkert óeðlilegt við það. Það væri óeðlilegt ef hann skrifaði ekki undir. Þetta snýr að hæfi manna,“ sagði Bjarkey og vísaði til þess að þingmenn væru í raun ekki vanhæfir nema þeir séu að afgreiða peninga til sjálfs síns. Það hefði þó líklega verið heppilegra ef nefndinni hefði vitað af tengslunum. Ósáttur við landsbyggðarumfjöllun RÚV Þá hún tók hún fyrir í viðtalinu að nokkuð væri við upphaflegu tillöguna að athuga, þó þau nefndin hafi þurft að breyta áliti sínu vegna mikillar umræðu sem skapaðist. „Ég held að við hefðum getað verið skýrari þegar við vorum að orða þetta í nefndarálitinu en ég vil ekki meina að þetta sé klúður. Hugmyndin er að styðja við landsbyggðarfjölmiðla, ekki síst sem að framleiða eigin efni,“ sagði hún. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem á sæti í nefndinni, sagði í samtali við Mbl.is í dag að styrkurinn væri til kominn vegna þess að umfjöllun RÚV á landsbyggðinni væri ekki nógu góð. Aldrei hafi verið ætlanin að styrkja einn miðil þó beiðnin hafi vissulega komið frá N4. Vissi ekki að tillagan færi fram hjá almenna styrkjakerfinu Umræða um málið hélt áfram á Alþingi í morgun. „Þar var verið að reyna lauma inn 100 milljón króna styrk til lítils fjölmiðils, sem er í eigu ríkustu fyrirtækja landsins, KEA, Kaupfélag Skagfirðinga og Síldarvinnslunnar þar sem Samherji á stærsta hlutinn. 100 milljónir króna til litils fjölmiðils, framhjá hinu almenna styrkjakerfi fjölmiðla,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar á þinginu í morgun. Beindir hann fyrirspurn sinni til Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Lilja sagði að hennar skoðun væri sú að styrkir til einkarekinna fjölmiðla væri sú að allt ætti að fara í gegnum almennt kerfi. Það kerfi sem þróað var á síðasta kjörtímabili hefði reynst bæði gagnsætt og skilvirkt „Það er þó galli á því að við höfum haft stuttan gildistíma og við þurfum að þróa þetta kerfi betur. Varðandi spurningu háttvirts þingmanns þá var ráðherrann ekki kunnugt um að þessi tillaga ætti að fara fram hjá hinu almenna styrkjakerfi,“ sagði Lilja. Tengd skjöl BrefMariuBjarkarPDF40KBSækja skjal
Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira