Sænskir simpansar skotnir til bana af lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 14:37 Frá dýragarðinum í Furuvík í Svíþjóð. Sannkallað upplausnarástand hefur ríkt þar eftir að hópur simpansa slapp úr búri sínu. Lögreglan hefur skotið nokkra þeirra til bana og það hefur ekki lagst vel í dýravini í Svíþjóð og víðar. (Myndin er samsett.) vísir Upplausnarástand hefur ríkt í Furuvík í Svíþjóð að undanförnu og hefur lögreglan gripið til þess örþrifaráðs að skjóta og drepa fjóra simpansapa sem sluppu úr búrum sínum í dýragarðinum þar. Dýravinir eru afar ósáttir við hvernig staðið hefur verið að málum. Fimmti apinn var skotinn og særður en þrír simpansar ganga enn lausir nú þegar þetta er skrifað. Einn apanna, Santino, er svo þekktur að um hann er með sérstaka síðu á Wikipedia. Ekki er vitað hvort Santino sé meðal þeirra sem eru nú dauðir. Samkvæmt slúðurritinu Svenskdam er Santino í sérstöku dálæti hjá Victoríu krónprinsessu, en bæði hún og Madelaeine prinsessa, eru sagðar eiga málverk eftir apann. Santino er ekki eini þekkti apinn sem hefur verið búsettur í dýragarðinum í Furuvík. Linda er annar api en frásagnir af því að hún hafi mátt horfa upp á fjölskyldu sína drepna í Liberiu, áður en henni var komið í dýragarðinn, hafa vakið mikla athygli. Lögreglan heldur því fram að ekki hafi verið um annað að ræða en skjóta simpansapana því þeir hefðu ekki yfir deyfilyfjum og byssum til að nota til að taka apana úr leik. En þeir yfirtóku byggingu í dýragarðinum í Furuvik þannig að þar hefur enginn getað farið inn. Sænskir fjölmiðlar, sem og reyndar heimspressan, fjalla vitaskuld um málið en meðal þeirra sem rætt hefur verið við er Ing-Marie Petsson, sem starfaði við dýragarðinn í heil 37 ár og annaðist þar meðal annars apana. Hún er afar ósátt með það hvernig úr hefur spilast, svo vægt sé til orða tekið. Á Twitter-síðu Antons nokkurs Larssons, er grannt fylgst með gangi mála og keppast Twitternotendur við að setja inn upplýsingar um apana á þráð Larssons um málið. Insane things are happening at Furuvik Zoo. 4 chimpanzees gunned down after a break-out, a 5th shot but only wounded, 3 more on the loose. Drones are used to survey the besieged zoo, after +24 hours the bodies still litter the ground. Zoo says they were "out of tranquilizers".— Anton Larsson (@antonyaolarsson) December 15, 2022 Dýr Dýraheilbrigði Svíþjóð Dýragarðar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Fimmti apinn var skotinn og særður en þrír simpansar ganga enn lausir nú þegar þetta er skrifað. Einn apanna, Santino, er svo þekktur að um hann er með sérstaka síðu á Wikipedia. Ekki er vitað hvort Santino sé meðal þeirra sem eru nú dauðir. Samkvæmt slúðurritinu Svenskdam er Santino í sérstöku dálæti hjá Victoríu krónprinsessu, en bæði hún og Madelaeine prinsessa, eru sagðar eiga málverk eftir apann. Santino er ekki eini þekkti apinn sem hefur verið búsettur í dýragarðinum í Furuvík. Linda er annar api en frásagnir af því að hún hafi mátt horfa upp á fjölskyldu sína drepna í Liberiu, áður en henni var komið í dýragarðinn, hafa vakið mikla athygli. Lögreglan heldur því fram að ekki hafi verið um annað að ræða en skjóta simpansapana því þeir hefðu ekki yfir deyfilyfjum og byssum til að nota til að taka apana úr leik. En þeir yfirtóku byggingu í dýragarðinum í Furuvik þannig að þar hefur enginn getað farið inn. Sænskir fjölmiðlar, sem og reyndar heimspressan, fjalla vitaskuld um málið en meðal þeirra sem rætt hefur verið við er Ing-Marie Petsson, sem starfaði við dýragarðinn í heil 37 ár og annaðist þar meðal annars apana. Hún er afar ósátt með það hvernig úr hefur spilast, svo vægt sé til orða tekið. Á Twitter-síðu Antons nokkurs Larssons, er grannt fylgst með gangi mála og keppast Twitternotendur við að setja inn upplýsingar um apana á þráð Larssons um málið. Insane things are happening at Furuvik Zoo. 4 chimpanzees gunned down after a break-out, a 5th shot but only wounded, 3 more on the loose. Drones are used to survey the besieged zoo, after +24 hours the bodies still litter the ground. Zoo says they were "out of tranquilizers".— Anton Larsson (@antonyaolarsson) December 15, 2022
Dýr Dýraheilbrigði Svíþjóð Dýragarðar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira