Flugfarþegar megi eiga von á röskunum áfram Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 15:14 Fólki var ráðlagt að halda kyrru fyrir í Leifsstöð frekar en að halda aftur út í ófærðina. Vísir/Stöð 2 Farþegar sem eiga flugmiða næstu daga mega eiga von á breytingum á ferðum, að sögn samskiptastjóra hjá Icelandair. Fólk sem er innlyksa í Leifsstöð hafi að mestu tekið ástandinu með jafnaðargeði. Nær öllum flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst vegna veðurs á Suðurnesjum í dag. Veðrið var ekki svo slæmt að það kæmi í veg fyrir að flogið væri en ófærð á Reykjanesbraut gerði hins vegar farþegum og starfsfólki erfitt eða ómögulegt að komast til Keflavíkur. Fjöldi vonsvikinna flugfarþega er nú innlyksa í Leifsstöð þar sem lögregla ráðlagði fólki að halda kyrru fyrir þar frekar en að leggja af stað aftur út í veðrið. Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, segir að langflestir hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið var sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Þurfa að vinna upp röskunina en spáin áfram slæm Veðurspáin fyrir morgundaginn er áfram svört. Guðni segir að Icelandair fylgist grannt með og upplýsi farþega þegar örugg veðurspá liggi fyrir. Þegar hægt er að fljúga aftur þurfi ennfremur að vinna upp raskanirnar sem urðu í dag og bæta við ferðum. Icelandair aflýsti á fjórða tug ferða frá landinu og svipuðum fjölda til þess í dag. „Þetta er mjög snúin staða svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðni. Flugfélagið vinni nú að áætlun og sviðsmyndum um hvernig það geti náð að rétta áætlunina af. Farþegar sem eiga bókað far á næstu dögum megi eiga von á breytingum. Mælir Guðni með því að þeir fylgist vel með skilaboðum á vefsíðu Icelandair, í tölvupóstum og smáskilaboðum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Nær öllum flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst vegna veðurs á Suðurnesjum í dag. Veðrið var ekki svo slæmt að það kæmi í veg fyrir að flogið væri en ófærð á Reykjanesbraut gerði hins vegar farþegum og starfsfólki erfitt eða ómögulegt að komast til Keflavíkur. Fjöldi vonsvikinna flugfarþega er nú innlyksa í Leifsstöð þar sem lögregla ráðlagði fólki að halda kyrru fyrir þar frekar en að leggja af stað aftur út í veðrið. Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, segir að langflestir hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið var sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Þurfa að vinna upp röskunina en spáin áfram slæm Veðurspáin fyrir morgundaginn er áfram svört. Guðni segir að Icelandair fylgist grannt með og upplýsi farþega þegar örugg veðurspá liggi fyrir. Þegar hægt er að fljúga aftur þurfi ennfremur að vinna upp raskanirnar sem urðu í dag og bæta við ferðum. Icelandair aflýsti á fjórða tug ferða frá landinu og svipuðum fjölda til þess í dag. „Þetta er mjög snúin staða svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðni. Flugfélagið vinni nú að áætlun og sviðsmyndum um hvernig það geti náð að rétta áætlunina af. Farþegar sem eiga bókað far á næstu dögum megi eiga von á breytingum. Mælir Guðni með því að þeir fylgist vel með skilaboðum á vefsíðu Icelandair, í tölvupóstum og smáskilaboðum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira