Síðasti Bóksölulistinn fyrir jól Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2022 12:06 Þessir fimm höfundar seldu mest af bókum sínum í síðustu viku, sem skiptir miklu máli fyrir bóksöluna þegar árið verður gert upp. Þar er Arnaldur Indriðason á toppnum en þau Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson gera harða atlögu að honum. Yrsa Sigurðardóttir býr að góðum hópi aðdáenda meðal lesenda sem og Ólafur Jóhann Ólafsson. Að ógleymdri barnabókadrottningunni Birgittu Haukdal. Nú æsast heldur betur leikar í bóksölunni. Hér getur að líta síðasta Bóksölulistann sem birtist fyrir þessi jólin en jólabókaflóðið er nú að nálgast hápunkt sinn. Að mati sérfræðings Vísis í bóksölu, Bryndísar Loftsdóttur hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, liggur fyrir að hinn svokallaði Svarti foli þetta árið, sá sem kemur helst á óvart, er sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir. Spennan í bókabransanum er nánast áþreyfanleg nú um stundir. Höfundar og útgefendur eru á nálum. Bóksalan er þegar öllu er á botninn hvolft helsti barómeterinn á það hvað klukkan slær í hugum bókaþjóðarinnar. Hvað höfðar helst til lesenda, eða kannski öllu heldur, hvað halda þeir sem gefa bækur í jólagjöf að höfði til þeirra sem eiga að fá pakkann? Bryndís Loftsdóttir er sérfræðingur Vísis í bóksölunni.vísir/sigurjón Að sögn Bryndísar eykst bóksalan venju samkvæmt verulega eftir því sem nær dregur jólum. Veðurfar helgarinnar hefur þó augljóslega haft mikil áhrif á helgarsöluna, aukningin er ekki nema um 15 prósent milli vikna en til samanburðar var hún yfir 40 prósent á milli þessara síðustu vikna fyrir jól í fyrra. „Góðu fréttirnar eru þó þær að enn eru margir dagar til jóla, færð fer vonandi batnandi um land allt og nóg er til af bókum. Og svo eru bækur svo góðar í laginu og hvorki flókið né tímafrekt að pakka þeim inn. Ég held að við eigum eftir að sjá meiri verslun alveg fram á Þorláksmessu í ár, líkt og alþekkt var fyrir nokkrum áratugum þegar jólainnkaup virtust að stórum hluta fara fram þennan skötulyktandi en þó hátíðlega dag þegar verslunarfólk mætti gjarnan prúðbúnara til vinnu en venja var,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. Glæpasagnahöfundarnir halda sínu Lítil breyting er á listanum þessa vikuna frá birtingu síðasta Bóksölulista. Ef litið er á skáldverkalistann má sjá óbreytta stöðu á efstu sætum þar sem Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson verma hásætið aðra vikuna í röð. „Þó má segja að glæpasagnahöfundar hafi heldur verið að sækja í sig veðrið, Stefán Máni læðir Hungri sínu upp í fimmta sæti listans og Eva Björg Ægisdóttir fer upp um tvö sæti með bók sína, Strákar sem meiða sem situr í áttunda sæti. Þá læðir Lilja Sigurðardóttir Drepsvörtu hrauni sínu einnig upp um tvö sæti og er í tólfta sæti listans.“ Þannig má segja að glæpasagnahöfundarnir haldi vinsældum sínum meðal bókaþjóðarinnar og vel svo. Eini maðurinn sem setur strik í þann reikning er Ólafur Jóhann Ólafsson en hann hefur reyndar unnið það mikla afrek að hrifsað til sín metsölukrúnuna. Ólafur Jóhann á sér afar traustan hóp aðdáenda meðal lesenda. „Á ævisagna- og fræðibókalistanum situr 29. Útkallsbókin í efsta sæti, mér liggur við að segja 29. árið í röð, þó einhverjar undantekningar hafi orðið á því. Þar á bæ eru það Pabbabrandarar Þorkels Guðmundssonar og Keltar Þorvalds Friðrikssonar sem óvæntast hafa skeiðað upp listann og uppskorið góða sölu,“ segir Bryndís og rýnir í bækur sínar. Árið hans Gunna Helga Á barnabókalistanum hefur Gunnar Helgason hreiðrað um sig í efsta sæti eins og svo oft áður en þau Birgitta Haukdal, Bjarni Fritzson og Gunnar Helgason teljast að mati Bryndísar barnabókahöfundar ársins ásamt svo auðvitað Íslandsvininum David Walliams. Gunnar hefur lengi verið einn skeleggasti talsmaður barnabóka og þess að barnabókahöfundum verði gert hærra undir höfði þegar listamannalaunum er úthlutað. Honum hefur heldur betur orðið að ósk sinni, barnabókahöfundar eru áberandi við síðustu úthlutun úr launasjóði rithöfunda og sjálfur fékk Gunnar 12 mánuði fyrsta sinni. Hann verður því á listamannalaunum allt næsta ár og situr því næstu mánuðina við skriftir en samkvæmt reglum Rannís mega þeir sem þiggja starfslaunin ekki fást við aðra launaða vinnu á meðan. Það mun því væntanlega ekki fara eins mikið fyrir leikaranum og skemmtikraftinum Gunnari og oft áður en hann mætir án vafa tvíefldur til leiks í jólabókaflóðið að ári. Þetta er árið hans Gunnars Helgasonar: Hann mokar út bókum sínum og er nú kominn á full starfslaun úr launasjóði Rithöfunda.forlagið En hver er að stela senunni? Hver er þá svarti folinn í ár? „Í mínum huga getur það ekki talist neinn annar en meðhöfundur Ragnars Jónassonar, forsætisráðherra landsins, Katrín Jakobsdóttir. Fulltingi hennar hefur tryggt Ragnari fyrsta sætið og enn er ekki útséð um hvort bók þeirra, Reykjavík, hafi betur en Arnaldur Indriðason þegar kemur að ársuppgjöri bóksölunnar,“ segir Bryndís sem sér fram á fjöruga daga í bóksölunni. Spurt er að leikslokum. Spennan er nú um hvort Arnaldur nái að halda sæti sínu á topplistanum eða hvort nýliðinn Katrín ýti hinum dáða spennusagnahöfundi til hliðar. Mest seldu bækurnar vikuna 12.-18. desember 2022 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 6. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 7. Hungur - Stefán Máni 8. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 9. Orri óstöðvandi : Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 10. Hamingja þessa heims : Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 11. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 12. Salka : Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 13. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 14. Strákar sem meiða - Eva Björg Ægisdóttir 15. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson 16. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 17. Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 18. Tól - Kristín Eiríksdóttir 19. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 20. Bréfin hennar mömmu - Ólafur Ragnar Grímsson Skáldverk 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Hungur - Stefán Máni 6. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 7. Hamingja þessa heims : Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 8. Strákar sem meiða - Eva Björg Ægisdóttir 9. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson 10. Tól - Kristín Eiríksdóttir 11. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 12. Drepsvart hraun - Lilja Sigurðardóttir 13. Útsýni - Guðrún Eva Mínervudóttir 14. Tugthúsið - Haukur Már Helgason 15. Fjällbacka-serían : Gauksunginn - Camilla Läckberg, þýð. Sigríður Eyþórsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson 16. Tættir þættir - Þórarinn Eldjárn 17. Jól í Litlu bókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 18. Gratíana - Benný Sif Ísleifsdóttir 19. Opið haf - Einar Kárason 20. Veðurteppt um jólin - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Ævisögur, fræði- og handbækur 1. Útkall 29 : SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 2. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 3. Bréfin hennar mömmu - Ólafur Ragnar Grímsson 4. Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson 5. Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu - Þorvaldur Friðriksson 6. Tarot-bókin - Handbók og falleg tarot-spil - Claire Goodchild, þýð. Hafsteinn Thorarens 7. Spítalastelpan : Hversdagshetjan Vinsý - Sigmundur Ernir Rúnarsson 8. Uppgjör bankamanns - Lárus Welding 9. Glaðasti hundur í heimi : Biblía hundaeigandans - Heiðrún Villa 10. Viltu finna milljón? Þú átt meiri pening en þú heldur - Hrefna Björk Sverrisdóttir og Grétar Halldórsson 11. Ameríska goðsögnin - Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi - Njáll Gunnlaugsson 12. Þormóður Torfason : Dauðamaður og dáður sagnaritari - Bergsveinn Birgisson þýð. Vésteinn Ólason 13. Bakað meira Með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgesdóttir 14. Vegabréf: Íslenskt Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó - Sigríður Víðis Jónsdóttir 15. Líkið er fundið : Sagnatíningur af Jökuldal - Endursögn: Ragnar Ingi Aðalsteinsson 16. Prjónað á börnin – af enn meiri ást - Lene Holme Samsøe, myndh. Katrine Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir 17. Hrafninn : Þjóðin - Sagan - Þjóðtrúin - Sigurður Ægisson 18. Stiklur um undur Íslands - Ómar Ragnarsson, myndhöf. Friðþjófur Helgason 19. Sjöl og teppi – eins báðum megin - Auður Björt Skúladóttir, myndh. Auður Björt Skúladóttir og Christine Einarsson 20. Lokakeppni HM í Katar 2022 : HM bókin - Kevin Pettman, þýð. Ásmundur Helgason Barna- og unglingabækur 1. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 2. Orri óstöðvandi : Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 3. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 4. Salka : Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 5. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 6. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 7. Jólaföndur, rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 8. 13 þrautir jólasveinanna : Óveður í aðsigi - Huginn Þór Grétarsson 9. Dagbók Kidda klaufa 16 : Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 10. Leikum með sveinka - Höfundar og þýðanda ekki getið 11. Risaeðlugengið : Fjársjóðsleitin - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson 12. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 13. Litlu börnin læra orðin - Rhea Gaughan, þýð. Andri Karel Ásgeirsson 14. Bóbó bangsi og jólin : Jólasaga með flipum til að opna! - Hartmut Bieber, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 15. Sofðu rótt, hugljúfar vögguvísur: Friðrik Dór, Hildur Vala og KK - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 16. Bóbó bangsi í sveitinni - Kolbeinn Þorsteinsson 17. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 18. Spæjarastofa Lalla og Maju : Fótboltaráðgátan - Martin Widmark, myndh. Helena Willis, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir 19. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 20. Víst getur Lotta næstum allt - Astrid Lindgren, myndh. Ilon Wikland, þýð. Ásthildur Egilson Mest seldu bækur ársins: 1. janúar til 18. desember 2022 1. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 6. Útkall 29 : SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 7. Orri óstöðvandi : Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 8. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 9. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 10. Hungur - Stefán Máni 11. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 12. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 13. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 14. Salka : Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 15. Dagbók Kidda klaufa 16 : Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 16. Jólaföndur, rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 17. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 18. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 19. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 20. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Bókaútgáfa Bókmenntir Íslensk fræði Tengdar fréttir Katrín tilnefnd til bókmenntaverðlauna Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar. 1. desember 2022 17:37 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Spennan í bókabransanum er nánast áþreyfanleg nú um stundir. Höfundar og útgefendur eru á nálum. Bóksalan er þegar öllu er á botninn hvolft helsti barómeterinn á það hvað klukkan slær í hugum bókaþjóðarinnar. Hvað höfðar helst til lesenda, eða kannski öllu heldur, hvað halda þeir sem gefa bækur í jólagjöf að höfði til þeirra sem eiga að fá pakkann? Bryndís Loftsdóttir er sérfræðingur Vísis í bóksölunni.vísir/sigurjón Að sögn Bryndísar eykst bóksalan venju samkvæmt verulega eftir því sem nær dregur jólum. Veðurfar helgarinnar hefur þó augljóslega haft mikil áhrif á helgarsöluna, aukningin er ekki nema um 15 prósent milli vikna en til samanburðar var hún yfir 40 prósent á milli þessara síðustu vikna fyrir jól í fyrra. „Góðu fréttirnar eru þó þær að enn eru margir dagar til jóla, færð fer vonandi batnandi um land allt og nóg er til af bókum. Og svo eru bækur svo góðar í laginu og hvorki flókið né tímafrekt að pakka þeim inn. Ég held að við eigum eftir að sjá meiri verslun alveg fram á Þorláksmessu í ár, líkt og alþekkt var fyrir nokkrum áratugum þegar jólainnkaup virtust að stórum hluta fara fram þennan skötulyktandi en þó hátíðlega dag þegar verslunarfólk mætti gjarnan prúðbúnara til vinnu en venja var,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. Glæpasagnahöfundarnir halda sínu Lítil breyting er á listanum þessa vikuna frá birtingu síðasta Bóksölulista. Ef litið er á skáldverkalistann má sjá óbreytta stöðu á efstu sætum þar sem Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson verma hásætið aðra vikuna í röð. „Þó má segja að glæpasagnahöfundar hafi heldur verið að sækja í sig veðrið, Stefán Máni læðir Hungri sínu upp í fimmta sæti listans og Eva Björg Ægisdóttir fer upp um tvö sæti með bók sína, Strákar sem meiða sem situr í áttunda sæti. Þá læðir Lilja Sigurðardóttir Drepsvörtu hrauni sínu einnig upp um tvö sæti og er í tólfta sæti listans.“ Þannig má segja að glæpasagnahöfundarnir haldi vinsældum sínum meðal bókaþjóðarinnar og vel svo. Eini maðurinn sem setur strik í þann reikning er Ólafur Jóhann Ólafsson en hann hefur reyndar unnið það mikla afrek að hrifsað til sín metsölukrúnuna. Ólafur Jóhann á sér afar traustan hóp aðdáenda meðal lesenda. „Á ævisagna- og fræðibókalistanum situr 29. Útkallsbókin í efsta sæti, mér liggur við að segja 29. árið í röð, þó einhverjar undantekningar hafi orðið á því. Þar á bæ eru það Pabbabrandarar Þorkels Guðmundssonar og Keltar Þorvalds Friðrikssonar sem óvæntast hafa skeiðað upp listann og uppskorið góða sölu,“ segir Bryndís og rýnir í bækur sínar. Árið hans Gunna Helga Á barnabókalistanum hefur Gunnar Helgason hreiðrað um sig í efsta sæti eins og svo oft áður en þau Birgitta Haukdal, Bjarni Fritzson og Gunnar Helgason teljast að mati Bryndísar barnabókahöfundar ársins ásamt svo auðvitað Íslandsvininum David Walliams. Gunnar hefur lengi verið einn skeleggasti talsmaður barnabóka og þess að barnabókahöfundum verði gert hærra undir höfði þegar listamannalaunum er úthlutað. Honum hefur heldur betur orðið að ósk sinni, barnabókahöfundar eru áberandi við síðustu úthlutun úr launasjóði rithöfunda og sjálfur fékk Gunnar 12 mánuði fyrsta sinni. Hann verður því á listamannalaunum allt næsta ár og situr því næstu mánuðina við skriftir en samkvæmt reglum Rannís mega þeir sem þiggja starfslaunin ekki fást við aðra launaða vinnu á meðan. Það mun því væntanlega ekki fara eins mikið fyrir leikaranum og skemmtikraftinum Gunnari og oft áður en hann mætir án vafa tvíefldur til leiks í jólabókaflóðið að ári. Þetta er árið hans Gunnars Helgasonar: Hann mokar út bókum sínum og er nú kominn á full starfslaun úr launasjóði Rithöfunda.forlagið En hver er að stela senunni? Hver er þá svarti folinn í ár? „Í mínum huga getur það ekki talist neinn annar en meðhöfundur Ragnars Jónassonar, forsætisráðherra landsins, Katrín Jakobsdóttir. Fulltingi hennar hefur tryggt Ragnari fyrsta sætið og enn er ekki útséð um hvort bók þeirra, Reykjavík, hafi betur en Arnaldur Indriðason þegar kemur að ársuppgjöri bóksölunnar,“ segir Bryndís sem sér fram á fjöruga daga í bóksölunni. Spurt er að leikslokum. Spennan er nú um hvort Arnaldur nái að halda sæti sínu á topplistanum eða hvort nýliðinn Katrín ýti hinum dáða spennusagnahöfundi til hliðar. Mest seldu bækurnar vikuna 12.-18. desember 2022 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Útkall 29 - SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 6. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 7. Hungur - Stefán Máni 8. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 9. Orri óstöðvandi : Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 10. Hamingja þessa heims : Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 11. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 12. Salka : Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 13. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 14. Strákar sem meiða - Eva Björg Ægisdóttir 15. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson 16. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 17. Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 18. Tól - Kristín Eiríksdóttir 19. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 20. Bréfin hennar mömmu - Ólafur Ragnar Grímsson Skáldverk 1. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 2. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Hungur - Stefán Máni 6. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 7. Hamingja þessa heims : Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 8. Strákar sem meiða - Eva Björg Ægisdóttir 9. Guli kafbáturinn - Jón Kalman Stefánsson 10. Tól - Kristín Eiríksdóttir 11. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 12. Drepsvart hraun - Lilja Sigurðardóttir 13. Útsýni - Guðrún Eva Mínervudóttir 14. Tugthúsið - Haukur Már Helgason 15. Fjällbacka-serían : Gauksunginn - Camilla Läckberg, þýð. Sigríður Eyþórsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson 16. Tættir þættir - Þórarinn Eldjárn 17. Jól í Litlu bókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 18. Gratíana - Benný Sif Ísleifsdóttir 19. Opið haf - Einar Kárason 20. Veðurteppt um jólin - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Ævisögur, fræði- og handbækur 1. Útkall 29 : SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 2. Guðni – Flói bernsku minnar - Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson 3. Bréfin hennar mömmu - Ólafur Ragnar Grímsson 4. Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson 5. Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu - Þorvaldur Friðriksson 6. Tarot-bókin - Handbók og falleg tarot-spil - Claire Goodchild, þýð. Hafsteinn Thorarens 7. Spítalastelpan : Hversdagshetjan Vinsý - Sigmundur Ernir Rúnarsson 8. Uppgjör bankamanns - Lárus Welding 9. Glaðasti hundur í heimi : Biblía hundaeigandans - Heiðrún Villa 10. Viltu finna milljón? Þú átt meiri pening en þú heldur - Hrefna Björk Sverrisdóttir og Grétar Halldórsson 11. Ameríska goðsögnin - Saga Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi - Njáll Gunnlaugsson 12. Þormóður Torfason : Dauðamaður og dáður sagnaritari - Bergsveinn Birgisson þýð. Vésteinn Ólason 13. Bakað meira Með Elenoru Rós - Elenora Rós Georgesdóttir 14. Vegabréf: Íslenskt Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó - Sigríður Víðis Jónsdóttir 15. Líkið er fundið : Sagnatíningur af Jökuldal - Endursögn: Ragnar Ingi Aðalsteinsson 16. Prjónað á börnin – af enn meiri ást - Lene Holme Samsøe, myndh. Katrine Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir 17. Hrafninn : Þjóðin - Sagan - Þjóðtrúin - Sigurður Ægisson 18. Stiklur um undur Íslands - Ómar Ragnarsson, myndhöf. Friðþjófur Helgason 19. Sjöl og teppi – eins báðum megin - Auður Björt Skúladóttir, myndh. Auður Björt Skúladóttir og Christine Einarsson 20. Lokakeppni HM í Katar 2022 : HM bókin - Kevin Pettman, þýð. Ásmundur Helgason Barna- og unglingabækur 1. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 2. Orri óstöðvandi : Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 3. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 4. Salka : Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 5. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 6. Drengurinn með ljáinn - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Sigurjón Líndal Benediktsson 7. Jólaföndur, rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 8. 13 þrautir jólasveinanna : Óveður í aðsigi - Huginn Þór Grétarsson 9. Dagbók Kidda klaufa 16 : Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 10. Leikum með sveinka - Höfundar og þýðanda ekki getið 11. Risaeðlugengið : Fjársjóðsleitin - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson 12. Laddi - Snjókorn falla, skemmtilegustu jólalögin - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 13. Litlu börnin læra orðin - Rhea Gaughan, þýð. Andri Karel Ásgeirsson 14. Bóbó bangsi og jólin : Jólasaga með flipum til að opna! - Hartmut Bieber, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson 15. Sofðu rótt, hugljúfar vögguvísur: Friðrik Dór, Hildur Vala og KK - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason 16. Bóbó bangsi í sveitinni - Kolbeinn Þorsteinsson 17. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 18. Spæjarastofa Lalla og Maju : Fótboltaráðgátan - Martin Widmark, myndh. Helena Willis, þýð. Æsa Guðrún Bjarnadóttir 19. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 20. Víst getur Lotta næstum allt - Astrid Lindgren, myndh. Ilon Wikland, þýð. Ásthildur Egilson Mest seldu bækur ársins: 1. janúar til 18. desember 2022 1. Kyrrþey - Arnaldur Indriðason 2. Reykjavík glæpasaga - Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir 3. Játning - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Gættu þinna handa - Yrsa Sigurðardóttir 5. Hrekkjavaka með Láru - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 6. Útkall 29 : SOS, erum á lífi! - Óttar Sveinsson 7. Orri óstöðvandi : Draumur Möggu Messi - Bjarni Fritzson 8. Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian 9. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að ljúga - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring 10. Hungur - Stefán Máni 11. Amma glæpon enn á ferð - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson 12. Eden - Auður Ava Ólafsdóttir 13. Lára fer í útilegu - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan 14. Salka : Tímaflakkið - Bjarni Fritzson 15. Dagbók Kidda klaufa 16 : Meistarinn - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson 16. Jólaföndur, rauð - Höfundar og þýðanda ekki getið 17. Hamingja þessa heims - Riddarasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir 18. Skólaslit - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates 19. Saknaðarilmur - Elísabet Jökulsdóttir 20. Hva - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson
Bókaútgáfa Bókmenntir Íslensk fræði Tengdar fréttir Katrín tilnefnd til bókmenntaverðlauna Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar. 1. desember 2022 17:37 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Katrín tilnefnd til bókmenntaverðlauna Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar. 1. desember 2022 17:37