Um er að ræða upptöku úr þættinum Stóra Sviðið frá því í fyrra. Bríet og Aron Can voru gestir Audda og Steinda í þættinum undir stjórn Steinunnar Ólínu. Eitt verkefna liðanna var að semja nýja texta við lög gestanna. Eðli þáttarins samkvæmt voru þeir í gamansamari kantinum.
Þeir Steindi og Aron Can sóttu innblástur til Prumpulagsins eftir Dr. Gunna og sömdu nýjan texta við Esjuna, eitt frægasta lag Bríetar.
Eins og sjá má tók Bríet verkefninu alvarlega og flutti lagið af mikilli alúð.