„Það eru engin jól án tónlistar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2022 13:09 Það er aldrei leiðinleg stemning þegar Heimilistónar koma saman. „Það er mjög skemmtilegt að undirbúa tónleikana. Finna til jólaskraut, fara í sitt fínasta púss og pakka inn happdrættisvinningunum. Þetta kemur manni í jólaskap,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ein af meðlimum Heimilistóna en sveitin heldur sína seinni jólatónleika í Húsi máls og menningar nú í kvöld. Leikkonurnar góðkunnu Elva Ósk, Katla Margrét, Ólafía Hrönn og Vigdís flytja frumsamin jólalög af plötunni „Rugl góð jólalög“ ásamt fleiri góðum lögum sveitarinnar. Þetta er fyrsta jólaplata Heimilistóna, en á henni er meðal annars að finna Jólalag ársins á Rás 2 á síðasta ári „Anda inn“. Það var hlýleg jólastemning og fullt út úr húsi síðastliðið laugardagskvöld þegar Heimilistónar héldu jólatónleika í Húsi máls og menningar og hefur sveitin nú bætt við aukatónleikum á sama stað klukkan átta í kvöld. Fullt var út úr húsi á tónleikum Heimilistóna á laugardagskvöldið og í kvöld munu þær stöllur endurtaka leikinn. Gaman og gleði á aðventunni „Ég verð að segja að nafnið á plötunni er réttnefni. En þetta hrökk upp úr einni okkar í stúdíóinu þegar við vorum að taka lögin upp. Þetta hljómar kannski belgingslegt en þetta var sagt með hjartanu og ef ég á að dæma af viðbrögðum hlustenda bæði af tónleikunum siðastliðin laugardag og þeirra sem hafa hlustað á plötuna þá eru þeir sammála. Það má geta þess að öðlingurinn hann Vignir Snær tók upp plötuna og við hefðum ekki getað fengið betri mann,“ segir Ólafa Hrönn, eða Lolla eins og hún er oftast kölluð. Þá segir Elva Ósk að það hafi verið gaman að sjá gleðina sem sveif yfir salinn á tónleikunum á laugardagskvöldið. „Það er gott að sjá fólk ná að njóta á þessum annatíma sem aðventan er. Við vorum eitthvað að spá og spökulera hvort fólk kæmi því það er svo mikið í boði, en jú, það var stappað og okkur þótti það gleðilegt. Við erum stoltar af þessum nýju lögum okkar og glaðar að þau líði vel í landann,“ segir hún og Katla tekur í sama streng. „Tónleikarnir á laugardaginn glöddu okkur mikið. Gaman að flytja þessi lög og ekki síður að fá gestina með í samsöng á þekktum jólalögum. Þá fékk ég gæsahúð.“ Þá segir Vigdís að gömlu lög sveitarinnar hitti ávallt í mark hjá gestum. „Það er óskaplega gaman að fá tækifæri til að að spila jólalögin okkar fyrir tónleikagesti og skapa jólastemningu. Tónlist er svo stór hluti af jólahaldinu, það eru engin jól án tónlistar.“ Tónleikar Heimilistóna hefjast klukkan átta í kvöld. Miðasala er í Húsi máls og menningar og miðaverð er 2.900 krónur. Vínylútgáfa plötunnar er nýkomin úr prentun og verður seld á staðnum á 5.000 krónur. Á plötunni má finna QR kóða sem vísa á Spotify fyrir þá sem vilja kaupa plötuna en eiga ekki plötuspilara. Menning Jól Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
Leikkonurnar góðkunnu Elva Ósk, Katla Margrét, Ólafía Hrönn og Vigdís flytja frumsamin jólalög af plötunni „Rugl góð jólalög“ ásamt fleiri góðum lögum sveitarinnar. Þetta er fyrsta jólaplata Heimilistóna, en á henni er meðal annars að finna Jólalag ársins á Rás 2 á síðasta ári „Anda inn“. Það var hlýleg jólastemning og fullt út úr húsi síðastliðið laugardagskvöld þegar Heimilistónar héldu jólatónleika í Húsi máls og menningar og hefur sveitin nú bætt við aukatónleikum á sama stað klukkan átta í kvöld. Fullt var út úr húsi á tónleikum Heimilistóna á laugardagskvöldið og í kvöld munu þær stöllur endurtaka leikinn. Gaman og gleði á aðventunni „Ég verð að segja að nafnið á plötunni er réttnefni. En þetta hrökk upp úr einni okkar í stúdíóinu þegar við vorum að taka lögin upp. Þetta hljómar kannski belgingslegt en þetta var sagt með hjartanu og ef ég á að dæma af viðbrögðum hlustenda bæði af tónleikunum siðastliðin laugardag og þeirra sem hafa hlustað á plötuna þá eru þeir sammála. Það má geta þess að öðlingurinn hann Vignir Snær tók upp plötuna og við hefðum ekki getað fengið betri mann,“ segir Ólafa Hrönn, eða Lolla eins og hún er oftast kölluð. Þá segir Elva Ósk að það hafi verið gaman að sjá gleðina sem sveif yfir salinn á tónleikunum á laugardagskvöldið. „Það er gott að sjá fólk ná að njóta á þessum annatíma sem aðventan er. Við vorum eitthvað að spá og spökulera hvort fólk kæmi því það er svo mikið í boði, en jú, það var stappað og okkur þótti það gleðilegt. Við erum stoltar af þessum nýju lögum okkar og glaðar að þau líði vel í landann,“ segir hún og Katla tekur í sama streng. „Tónleikarnir á laugardaginn glöddu okkur mikið. Gaman að flytja þessi lög og ekki síður að fá gestina með í samsöng á þekktum jólalögum. Þá fékk ég gæsahúð.“ Þá segir Vigdís að gömlu lög sveitarinnar hitti ávallt í mark hjá gestum. „Það er óskaplega gaman að fá tækifæri til að að spila jólalögin okkar fyrir tónleikagesti og skapa jólastemningu. Tónlist er svo stór hluti af jólahaldinu, það eru engin jól án tónlistar.“ Tónleikar Heimilistóna hefjast klukkan átta í kvöld. Miðasala er í Húsi máls og menningar og miðaverð er 2.900 krónur. Vínylútgáfa plötunnar er nýkomin úr prentun og verður seld á staðnum á 5.000 krónur. Á plötunni má finna QR kóða sem vísa á Spotify fyrir þá sem vilja kaupa plötuna en eiga ekki plötuspilara.
Menning Jól Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira