Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 23:19 Kennsla í skólastofu stúlkna í Kabúl. getty Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. Menntamálaráðherra Talíbana fyrirskipaði um bannið í bréfi til stjórnvalda og háskóla. „Tilkynnist hér með að ykkur ber að framkvæma umrætt bann þar til annað verður ákveðið,“ segir í bréfinu sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch birta á Twitter. BREAKING: The Taliban have banned women from universities. This is a shameful decision that violates the right to education for women and girls in Afghanistan. The Taliban are making it clear every day that they don't respect the fundamental rights of Afghans, especially women. pic.twitter.com/Ydf13rvsbF— Human Rights Watch (@hrw) December 20, 2022 Eftir að Talíbanar náðu völdum í landinu í ágúst á síðasta ári þurftu háskólar að taka upp nýjar reglur um kynjaskiptar skólastofur og konur fengu aðeins kennslu frá kennurum af sama kyni eða eldri karlmönnum. Í frétt Guardian er haft eftir kvenkyns kennara sem kemur fram undir dulnefninu Meena, af ótta við refsingu Talíbana, sem harmar ákvörðunina. „Kvenkyns nemendur mínir eru í algjöru uppnámi og ég veit ekki hvernig ég á að hugga þær,“ er haft eftir Meenu. „Ein þeirra flutti til Kabul frá afskektu þorpi og þurfti að yfirstíga mikið mótlæti en komst í virtan háskóla hér. Allir hennar draumar urðu að engu í dag.“ Afganskar konur hafa mátt þola mikið misrétti á síðustu mánuðum en margar héldu þó í vonina um að réttur þeirra til æðri menntunar væri áfram tryggður. „Margar hugguðu sig við þá hugsun að einn daginn kæmi að útskrift þeirra. Það er allt saman horfið núna,“ segir Meena. Afganistan Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Menntamálaráðherra Talíbana fyrirskipaði um bannið í bréfi til stjórnvalda og háskóla. „Tilkynnist hér með að ykkur ber að framkvæma umrætt bann þar til annað verður ákveðið,“ segir í bréfinu sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch birta á Twitter. BREAKING: The Taliban have banned women from universities. This is a shameful decision that violates the right to education for women and girls in Afghanistan. The Taliban are making it clear every day that they don't respect the fundamental rights of Afghans, especially women. pic.twitter.com/Ydf13rvsbF— Human Rights Watch (@hrw) December 20, 2022 Eftir að Talíbanar náðu völdum í landinu í ágúst á síðasta ári þurftu háskólar að taka upp nýjar reglur um kynjaskiptar skólastofur og konur fengu aðeins kennslu frá kennurum af sama kyni eða eldri karlmönnum. Í frétt Guardian er haft eftir kvenkyns kennara sem kemur fram undir dulnefninu Meena, af ótta við refsingu Talíbana, sem harmar ákvörðunina. „Kvenkyns nemendur mínir eru í algjöru uppnámi og ég veit ekki hvernig ég á að hugga þær,“ er haft eftir Meenu. „Ein þeirra flutti til Kabul frá afskektu þorpi og þurfti að yfirstíga mikið mótlæti en komst í virtan háskóla hér. Allir hennar draumar urðu að engu í dag.“ Afganskar konur hafa mátt þola mikið misrétti á síðustu mánuðum en margar héldu þó í vonina um að réttur þeirra til æðri menntunar væri áfram tryggður. „Margar hugguðu sig við þá hugsun að einn daginn kæmi að útskrift þeirra. Það er allt saman horfið núna,“ segir Meena.
Afganistan Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira