Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2022 23:47 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Sigurjón Ólason Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson sem með bandorminum lagði til 7,7 prósenta hækkun yfir línuna á svokölluðum krónutölusköttum og réttlætti það með því að verið væri að fylgja verðlagsþróun. En eins og svo oft áður þá eru það bíleigendur sem verða harðast fyrir barðinu á skattheimtugleði ráðherra, það verður dýrara eftir áramót að kaupa og eiga bíl og svo auðvitað að dæla á hann bensíni. „Þetta eru bara álögur á álögur ofan. Skattahækkun á nánast alla þætti í bifreiðaeign landsmanna,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sem segir þessar hækkanir langt umfram verðlagshækkanir. Bensín- og olíugjald hækkar um 7,7%. Af öðrum hækkunum má nefna að gjald á áfengi og tóbaki hækkar um 7,7% og útvarpsgjald til RÚV fer úr 18.800 krónum upp í 20.200 krónur, sem skilar ríkisfjölmiðlinum 388 milljóna króna viðbótartekjum. Með hækkun krónutölugjalda hyggst ríkið ná 5,3 milljörðum króna, en bara það þýðir 0,2 prósenta vísitöluhækkun og þar með hækkun vísitölutengdra húsnæðislána. Með auknum nefsköttum á að ná inn 600 milljónum, aukatekjur eiga að skila 500 milljónum. Með hærri vörugjöldum á bíla á að ná 2,7 milljörðum, sem hækkar verðtryggð húsnæðislán um 0,2 prósent. Hærri bifreiðagjöld eiga að skila 2,2 milljörðum og hækkun áfengis og tóbaks í Fríhöfninni á að skila 700 milljónum. Þannig á að ná samtals tólf milljörðum, sem mun þýða 0,4 prósenta vísitöluhækkun. Talsmaður FÍB segir hækkun eldsneytisskatta þýða að bensínlítrinn hækki um 8 krónur og 60 aura og olían eitthvað minna. Hærri vörugjöld þýði að nýir bílar hækki að lágmarki um fimm prósent um áramótin. Þá muni bíleigendur finna verulega fyrir 2,2 milljarða hækkun bifreiðagjalds, sem innheimt er tvisvar á ári. Nánar í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér: Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Fjármál heimilisins Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 „Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“ Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. 15. desember 2022 14:42 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson sem með bandorminum lagði til 7,7 prósenta hækkun yfir línuna á svokölluðum krónutölusköttum og réttlætti það með því að verið væri að fylgja verðlagsþróun. En eins og svo oft áður þá eru það bíleigendur sem verða harðast fyrir barðinu á skattheimtugleði ráðherra, það verður dýrara eftir áramót að kaupa og eiga bíl og svo auðvitað að dæla á hann bensíni. „Þetta eru bara álögur á álögur ofan. Skattahækkun á nánast alla þætti í bifreiðaeign landsmanna,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sem segir þessar hækkanir langt umfram verðlagshækkanir. Bensín- og olíugjald hækkar um 7,7%. Af öðrum hækkunum má nefna að gjald á áfengi og tóbaki hækkar um 7,7% og útvarpsgjald til RÚV fer úr 18.800 krónum upp í 20.200 krónur, sem skilar ríkisfjölmiðlinum 388 milljóna króna viðbótartekjum. Með hækkun krónutölugjalda hyggst ríkið ná 5,3 milljörðum króna, en bara það þýðir 0,2 prósenta vísitöluhækkun og þar með hækkun vísitölutengdra húsnæðislána. Með auknum nefsköttum á að ná inn 600 milljónum, aukatekjur eiga að skila 500 milljónum. Með hærri vörugjöldum á bíla á að ná 2,7 milljörðum, sem hækkar verðtryggð húsnæðislán um 0,2 prósent. Hærri bifreiðagjöld eiga að skila 2,2 milljörðum og hækkun áfengis og tóbaks í Fríhöfninni á að skila 700 milljónum. Þannig á að ná samtals tólf milljörðum, sem mun þýða 0,4 prósenta vísitöluhækkun. Talsmaður FÍB segir hækkun eldsneytisskatta þýða að bensínlítrinn hækki um 8 krónur og 60 aura og olían eitthvað minna. Hærri vörugjöld þýði að nýir bílar hækki að lágmarki um fimm prósent um áramótin. Þá muni bíleigendur finna verulega fyrir 2,2 milljarða hækkun bifreiðagjalds, sem innheimt er tvisvar á ári. Nánar í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér:
Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Fjármál heimilisins Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 „Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“ Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. 15. desember 2022 14:42 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20
„Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“ Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. 15. desember 2022 14:42