Haraldur greinir frá þessu á Twitter og virðist framtakið vera viðbragð við færslu Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesi á Facebook þar sem segir að Íslendingar fái forgang á fjölskylduhjálp. Færslan hefur sætt mikilli gagnrýni og hefur verið lýst sem rasískri.
Í færslu fjölskylduhjálpar segir að byrjað yrði á að veita Íslendingum sem óskað höfðu eftir aðstoð og að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir.
Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu á vegum samtakanna sem birtist í gær.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Á mbl.is í dag er haft eftir henni að sjálfboðaliði hafi sett færsluna inn og að sá hafi verið látinn fara.
Tíst Haraldar:
If you are an immigrant in Iceland and need financial help this Christmas send me your account number and kennitala to h@ueno.co
— Halli (@iamharaldur) December 21, 2022
Each person will get 20.000 isl and I’ll only be able to help 50 people so if anyone else wants to pitch in please let me know. https://t.co/SUmurvZK41