Eins og að hoppa út í djúpu laugina Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2022 10:04 Vigdís Finnbogadóttir situr nú á friðarstóli tuttugu og sex árum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands. Hún er bjartsýn fyrir hönd ungu kynslóðarinnar og þakklát fyrir viðburðaríkt líf. Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem nú situr 92 ára gömul á friðarstóli. Tuttugu og sex ár eru frá því Vigdís lét af embætti og í viðtalinu er farið yfir námsár hennar í Frakklandi, leikhúsferilinn í leikfélaginu Grímu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og aðdraganda þess að hún var fyrst kvenna í heiminum kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. „Ég fékk bréf frá sjómönnum og það er það merkilega við það. Sjómenn á togara úti á rúmsjó. Það átti að fara að kjósa forseta og ég fékk skeyti frá sjómönnum á Guðbjarti, langt skeyti sem þeir undirrituðu allir nöfnin sín. Hérna er stigi upp á dekk hjá mér sem við köllum og ég man alltaf þegar ég samþykkti þetta þá hoppaði ég niður stigann. Eins og ég væri að hoppa út í djúpu laugina,“ rifjar Vigdís upp með augljósri hlýju. Vigdís Finnbogadóttir fer yfir feril sinn allt frá því hún hélt 19 ára til háskólanáms í Frakklandi til dagsins í dag í ítarlegu og skemmtilegu viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm, Kjör Vigdísar vakti heimsathygli og á sextán árum á forsetastóli hitti hún marga helstu leiðtoga heims. Þeirra og meðal voru Mikhail Gorbatsjof síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan þáverandi forseti Bandaríkjanna þegar þeir komu til leiðtogafundar í Reykjavík 1986. Hún hitti Reagan síðar með fulltrúum hinna Norðurlandanna í Hvíta húsinu þar sem Bandaríkjaforseti ávarpaði hana. „Ég veit um ást þína frú forseti á bókmenntum og leikhúsi. Sem maður sem deilir svipuðum bakgrunni; ég ætla ekki að segja þér frá Bedtime for Bonzo, var ég líka kjörinn forseti," sagði Reagan og sló á létta strengi en vitnaði svo til Eddukvæða um orðstír sem sem aldrei deyr. Vigdís segir 26. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar forseta að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki dauðan bókstaf. Forseti hverju sinni ætti hins vegar að virða vilja meirihluta Alþingis. „Frá mínu sjónarhorni á forsetinn ekki að setja sig upp á móti því sem þingið gerir. Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,“ segir Vigdís meðal annars um eðli og takmörk forsetaembættisins. Ekki missa af einstöku viðtali Heimis Más við Vigdísi Finnbogadóttur á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld. Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bilun í netsambandi Vodafone Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem nú situr 92 ára gömul á friðarstóli. Tuttugu og sex ár eru frá því Vigdís lét af embætti og í viðtalinu er farið yfir námsár hennar í Frakklandi, leikhúsferilinn í leikfélaginu Grímu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og aðdraganda þess að hún var fyrst kvenna í heiminum kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. „Ég fékk bréf frá sjómönnum og það er það merkilega við það. Sjómenn á togara úti á rúmsjó. Það átti að fara að kjósa forseta og ég fékk skeyti frá sjómönnum á Guðbjarti, langt skeyti sem þeir undirrituðu allir nöfnin sín. Hérna er stigi upp á dekk hjá mér sem við köllum og ég man alltaf þegar ég samþykkti þetta þá hoppaði ég niður stigann. Eins og ég væri að hoppa út í djúpu laugina,“ rifjar Vigdís upp með augljósri hlýju. Vigdís Finnbogadóttir fer yfir feril sinn allt frá því hún hélt 19 ára til háskólanáms í Frakklandi til dagsins í dag í ítarlegu og skemmtilegu viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm, Kjör Vigdísar vakti heimsathygli og á sextán árum á forsetastóli hitti hún marga helstu leiðtoga heims. Þeirra og meðal voru Mikhail Gorbatsjof síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan þáverandi forseti Bandaríkjanna þegar þeir komu til leiðtogafundar í Reykjavík 1986. Hún hitti Reagan síðar með fulltrúum hinna Norðurlandanna í Hvíta húsinu þar sem Bandaríkjaforseti ávarpaði hana. „Ég veit um ást þína frú forseti á bókmenntum og leikhúsi. Sem maður sem deilir svipuðum bakgrunni; ég ætla ekki að segja þér frá Bedtime for Bonzo, var ég líka kjörinn forseti," sagði Reagan og sló á létta strengi en vitnaði svo til Eddukvæða um orðstír sem sem aldrei deyr. Vigdís segir 26. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar forseta að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki dauðan bókstaf. Forseti hverju sinni ætti hins vegar að virða vilja meirihluta Alþingis. „Frá mínu sjónarhorni á forsetinn ekki að setja sig upp á móti því sem þingið gerir. Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,“ segir Vigdís meðal annars um eðli og takmörk forsetaembættisins. Ekki missa af einstöku viðtali Heimis Más við Vigdísi Finnbogadóttur á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld.
Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bilun í netsambandi Vodafone Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Sjá meira