Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap.
Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch?
„Ég er Álfur.“
Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
„Ég fékk hlaupabólu á jólunum sem krakki, ekki besta gjöfin en mjög eftirminnileg.“
Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið?
„Klárlega hlaupabólan!“
Hver er uppáhalds jólahefðin þín?
„Piparkökuhúsa- og laufabrauðsgerð með fjölskyldunni er í miklu uppáhaldi.“
Hvert er þitt uppáhalds jólalag?
„Það er mjög erfitt að velja eitt, en öll platan hans Sigurðar Guðmundssonar Nú stendur mikið til er í algjöru uppáhaldi.“
Hver er þín uppáhalds jólamynd?
„The Grinch er undantekningarlaust tekin á jólunum.“
Hvað borðar þú á aðfangadag?
„Kalkún.“
Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár?
„Ég fékk utanlandsferð í jólagjöf og er því stödd á Tenerife þar sem ég ætla að eyða jólafríinu með fjölskyldunni og syni mínum. Það hlýtur að vera allra besta jólagjöfin. Svo vorum við Magnús Jóhann að selja upp útgáfutónleikana okkar í febrúar sem er líka frábær jólagjöf. En við erum búin að bæta við aukatónleikum, engar áhyggjur!“
Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?
„Það er nú oftast snjórinn.“
Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin?
„Ég er í fyrsta skiptið í útlöndum á jólunum, svo það verður alvöru jólasól og stemning á Tenerife.“