34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2022 07:06 Snjó hefur kyngt niður og frostið farið í 45 stig. AP/The Buffalo News/Joseph Cooke Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum. Fjöldi líka hafa verið flutt á sjúkrahús, þar sem unnið er að því að rannsaka hvort viðkomandi hafi látist af völdum veðurofsans. Lögregla á enn eftir að svara um það bil þúsund útköllum í gegnum neyðarlínuna 911, sem hún hefur ekki komist í vegna álags. Aðstæður eru enn víða slæmar, þar sem akstursbönn eru enn í gildi og verslanir lokaðar. Þá snjóar enn á sumum svæðum. Veðurfræðingar segja um að ræða versta snjóstorm á líftíma núlifandi kynslóða. Meðal látnu voru að minnsta kosti þrír sem fundust í bifreiðum sínum, fjórir sem voru á heimilum án hita, þrír sem létust af völdum hjartabilunar við snjómokstur og þrír sem féllu frá vegna þess að viðbragðsaðilar komust ekki til að sinna þeim í tæka tíð. Þá hafa lík fundist úti á götu. Eitt fórnarlamba veðursins, hin 22 ára Anndel Taylor, lést eftir að hafa setið föst í bifreið sinni í 18 klukkustundir. Hún stytti sér stundir við að skiptast á myndskeiðum við systur sína en í síðasta myndskeiðinu sem hún sendi frá sér sést hún skrúfa niður rúðuna til að sýna aðra fasta bifreið. Fregnir hafa borist af neyðarástandi á spítala þegar rafmagn fór af byggingunni og konu sem þurfti að fæða heima þar sem hún komst hvorki lönd né strönd. Konan var að lokum flutt á sjúkrahús í 45 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, þar sem ófært var að nærliggjandi sjúkrastofnunum. Hærra hitastig er í kortunum og viðbúið að bráðnandi snjór muni valda einhverjum flóðum. Bandaríkin Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fjöldi líka hafa verið flutt á sjúkrahús, þar sem unnið er að því að rannsaka hvort viðkomandi hafi látist af völdum veðurofsans. Lögregla á enn eftir að svara um það bil þúsund útköllum í gegnum neyðarlínuna 911, sem hún hefur ekki komist í vegna álags. Aðstæður eru enn víða slæmar, þar sem akstursbönn eru enn í gildi og verslanir lokaðar. Þá snjóar enn á sumum svæðum. Veðurfræðingar segja um að ræða versta snjóstorm á líftíma núlifandi kynslóða. Meðal látnu voru að minnsta kosti þrír sem fundust í bifreiðum sínum, fjórir sem voru á heimilum án hita, þrír sem létust af völdum hjartabilunar við snjómokstur og þrír sem féllu frá vegna þess að viðbragðsaðilar komust ekki til að sinna þeim í tæka tíð. Þá hafa lík fundist úti á götu. Eitt fórnarlamba veðursins, hin 22 ára Anndel Taylor, lést eftir að hafa setið föst í bifreið sinni í 18 klukkustundir. Hún stytti sér stundir við að skiptast á myndskeiðum við systur sína en í síðasta myndskeiðinu sem hún sendi frá sér sést hún skrúfa niður rúðuna til að sýna aðra fasta bifreið. Fregnir hafa borist af neyðarástandi á spítala þegar rafmagn fór af byggingunni og konu sem þurfti að fæða heima þar sem hún komst hvorki lönd né strönd. Konan var að lokum flutt á sjúkrahús í 45 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, þar sem ófært var að nærliggjandi sjúkrastofnunum. Hærra hitastig er í kortunum og viðbúið að bráðnandi snjór muni valda einhverjum flóðum.
Bandaríkin Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira