Rússneskur pylsumógúll látinn eftir fall út um glugga Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2022 08:22 Pavel Antov stofnaði kjötvinnsluna Vladimír Standard snemma á tuttugustu öldinni. Pavel Antov Rússneski pylsumógúllinn og stjórnmálamaðurinn Pavel Anton fannst látinn eftir að hafa fallið af glugga á þriðju hæð hótels á Indlandi á jóladag. Tveimur dögum fyrr hafði vinur hans látist í sömu ferð. Andlátið er það síðasta í röð dularfullra dauðsfalla rússneskra auðmanna á síðustu mánuðum, en margir þeirra höfðu þá gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu. Antov var í hópi fjögurra sem voru á ferðalagi í héraðinu Odisha í austurhluta Indlands. Milljarðamæringurinn, sem einnig var virkur í sveitarstjórnarmálum í bænum Vladimír, austur af Moskvu, hafði haldið upp á afmæli sitt á hótelinu. Antov rataði í fréttirnar í Rússlandi síðasta sumar þar sem hann hafnaði að hafa gagnrýnt stríðsrekstur Rússa eftir að meint WhatsApp-skilaboð hans höfðu verið birt opinberlega. Þar var hann sagður hafa sagt að erfitt væri að kalla árás Rússa á íbúðablokk í Sjevtsjenkivskí-hverfinu í Kænugarði í júní síðastliðinn sem nokkuð annað en hryðjuverk. Rússneskir fjölmiðlar segja að hinn 65 ára Antov hafi látist eftir að hafa fallið út um glugga á hóteli í bænum Rayagada. Vinur hans, Vladimir Budanov, lést á hótelinu síðastliðinn föstudag. Talsmaður lögreglu í Odisha segir að Budanov hafi látist af völdum heilablóðfalls og að vinur hans [Antov] hafi verið miður sín vegna andláts vinar síns að hann hafi sömuleiðis látist. Ræðismaður Rússlands í Kolkata segir í samtali við fréttaveituna Tass að lögregla á Indlandi telji að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Pavel Antov stofnaði á sínum tíma kjötvinnsluna Vladimir Standard og mat Forbes auðævi hans á um 140 milljónir Bandaríkjadala. Rússland Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Andlátið er það síðasta í röð dularfullra dauðsfalla rússneskra auðmanna á síðustu mánuðum, en margir þeirra höfðu þá gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu. Antov var í hópi fjögurra sem voru á ferðalagi í héraðinu Odisha í austurhluta Indlands. Milljarðamæringurinn, sem einnig var virkur í sveitarstjórnarmálum í bænum Vladimír, austur af Moskvu, hafði haldið upp á afmæli sitt á hótelinu. Antov rataði í fréttirnar í Rússlandi síðasta sumar þar sem hann hafnaði að hafa gagnrýnt stríðsrekstur Rússa eftir að meint WhatsApp-skilaboð hans höfðu verið birt opinberlega. Þar var hann sagður hafa sagt að erfitt væri að kalla árás Rússa á íbúðablokk í Sjevtsjenkivskí-hverfinu í Kænugarði í júní síðastliðinn sem nokkuð annað en hryðjuverk. Rússneskir fjölmiðlar segja að hinn 65 ára Antov hafi látist eftir að hafa fallið út um glugga á hóteli í bænum Rayagada. Vinur hans, Vladimir Budanov, lést á hótelinu síðastliðinn föstudag. Talsmaður lögreglu í Odisha segir að Budanov hafi látist af völdum heilablóðfalls og að vinur hans [Antov] hafi verið miður sín vegna andláts vinar síns að hann hafi sömuleiðis látist. Ræðismaður Rússlands í Kolkata segir í samtali við fréttaveituna Tass að lögregla á Indlandi telji að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Pavel Antov stofnaði á sínum tíma kjötvinnsluna Vladimir Standard og mat Forbes auðævi hans á um 140 milljónir Bandaríkjadala.
Rússland Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17