Áramótin gætu „horfið í dimmt él“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2022 12:09 Frá ófærðinni sem skapaðist í óveðrinu fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm Áramótin á höfuðborgarsvæðinu gætu horfið í dimmt él, að sögn veðurfræðings, en gular hríðarviðvaranir taka gildi á suður- og vesturhluta landsins á morgun - og Vegagerðin varar við vegalokunum. Þá ríkir enn óvissa um hvort gamlársbrennur, þær fyrstu frá upphafi faraldurs, verði tendraðar á höfuðborgarsvæðinu. Varað var við því í gær að færð gæti spillst verulega á suðvesturhorninu og víðar að morgni gamlársdags. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þó að spáin líti heldur skár út fyrir höfuðborgarsvæðið en hún gerði í gær. Það versta ætti að vera yfirstaðið um klukkan átta í fyrramálið - í bili. „Það er svona umferðin eftir Reykjanesbrautinni og í tengslum við flugið sem gæti orðið vandamál með og eins yfir Hellisheiði og Þrengsli, þar sem hvessir og snjóar. Það kemur til með að snjóa mikið á Suðurstrandarvegi, Grindavík og austur við Eyrarbakka og áfram austar, eins og verið hefur.“ Raunar sé ágætisveður í kortunum yfir daginn á morgun. „Horfurnar eru núna verri fyrir síðari hluta gamlárskvölds og nýársnótt, í kjölsogi lægðarinnar kemur vestan- og norðvestanstrengur, með vindi allt að stormi og þá verður nú heldur betur skafrenningur. Og þá fylgja líka með él.“ Þannig að - áramótin sjálf eru undir. „Þau gætu horfið í dimmt él,“ segir Einar. Óvissa með brennurnar Þá eru fyrirhugaðar áramótabrennur annað kvöld, í fyrsta sinn frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á. En brennur verða ekki tendraðar ef vindhraði fer yfir 10 m/s. Ákvörðun verður tekin á fundi lögreglu, slökkviliðs, veðurfræðinga og fleiri í fyrramálið, að morgni gamlársdags. Einar bendir á í þessu samhengi að versta veðrið skelli ekki á fyrr en seint annað kvöldið. Og áfram af veðri en 25,1 stigs frost mældist í Víðidal klukkan ellefu í morgun. Ekki hefur mælst meira frost í Reykjavík síðan 1971, þegar 25,7 stiga frost mældist ofan við Elliðavatn. Kuldapollar eru algengir í Víðidal, sem oft sker sig úr í hitamælingum á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega ellefu stiga frost mældist annars í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. Veður Samgöngur Áramót Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Varað var við því í gær að færð gæti spillst verulega á suðvesturhorninu og víðar að morgni gamlársdags. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þó að spáin líti heldur skár út fyrir höfuðborgarsvæðið en hún gerði í gær. Það versta ætti að vera yfirstaðið um klukkan átta í fyrramálið - í bili. „Það er svona umferðin eftir Reykjanesbrautinni og í tengslum við flugið sem gæti orðið vandamál með og eins yfir Hellisheiði og Þrengsli, þar sem hvessir og snjóar. Það kemur til með að snjóa mikið á Suðurstrandarvegi, Grindavík og austur við Eyrarbakka og áfram austar, eins og verið hefur.“ Raunar sé ágætisveður í kortunum yfir daginn á morgun. „Horfurnar eru núna verri fyrir síðari hluta gamlárskvölds og nýársnótt, í kjölsogi lægðarinnar kemur vestan- og norðvestanstrengur, með vindi allt að stormi og þá verður nú heldur betur skafrenningur. Og þá fylgja líka með él.“ Þannig að - áramótin sjálf eru undir. „Þau gætu horfið í dimmt él,“ segir Einar. Óvissa með brennurnar Þá eru fyrirhugaðar áramótabrennur annað kvöld, í fyrsta sinn frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á. En brennur verða ekki tendraðar ef vindhraði fer yfir 10 m/s. Ákvörðun verður tekin á fundi lögreglu, slökkviliðs, veðurfræðinga og fleiri í fyrramálið, að morgni gamlársdags. Einar bendir á í þessu samhengi að versta veðrið skelli ekki á fyrr en seint annað kvöldið. Og áfram af veðri en 25,1 stigs frost mældist í Víðidal klukkan ellefu í morgun. Ekki hefur mælst meira frost í Reykjavík síðan 1971, þegar 25,7 stiga frost mældist ofan við Elliðavatn. Kuldapollar eru algengir í Víðidal, sem oft sker sig úr í hitamælingum á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega ellefu stiga frost mældist annars í Reykjavík klukkan ellefu í morgun.
Veður Samgöngur Áramót Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira