
Kia var næst mest selda tegundin á árinu sem nú er að renna sitt skeið með 2.008 eintök seld. Hyundai var í þriðja sækti með 1.609 eintök skráð.
Undirtegundir
Model Y var sem áður segir mest selda undirtegundin. Í öðru sæti er svo Dacia Duster, sem að einhverju leyti kann að skýrast með endurreisn ferðamennsku og þar með bílaleiga eftir kórónaveirufaraldurinn. Duster er mikið tekinn af bílaleigum og seldist í 993 eintökum á árinu. Þriðji mest seldi bíll landsins var Mitsubishi Eclipse Cross sem seldist í 834 eintökum. Toyota Rav4 var í fjórða sæti með 820 eintök og Land Cruiser 150 var í fimmta sæti með 772 eintök seld.

Orkugjafar
Algengasti orkugjafinn á árinu var rafmagn, með 6.902 rafbíla nýskráða á árinu. Það samsvarar 29,6% af nýskráðum bílum á árinu. Næst algengasti orkugjafinn er dísel með 5.303 eintök nýskráð, þar á eftir eru tengiltvinnbílar með 5.050 eintök.
Á síðasta ári var rafmagn næst vinsælasti kosturinn á eftir tengiltvinnbílum rafmagnið samsvaraði þá 23,7% af nýskráðum bílum.