Jeremy Renner á gjörgæslu eftir aðgerð Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2023 07:38 Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. EPA Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada. Renner hlaut alvarlega áverka á bringu og fótlegg og missti mikið magn af blóði í slysinu. Gríðarlegt fannfergi hefur verið víða í Bandaríkjunum síðustu daga og er Renner sagður hafa notast við eigin snjóbíl til að gera fjölskyldunni kleift að komast út af heimilinu í kjölfar mikils hríðarbyls. „Fjölskylda Jeremy myndi vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra mögnuðu lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast hann,“ segir Samantha Mast, talsmaður Renner, í yfirlýsingu. Renner-fjölskyldan þakkar sömuleiðis lögreglu og slökkviliði á staðnum og fyrir þá hlýju og ást sem fjölskyldan hafi orðið áskynja í skilaboðum frá aðdáendum leikarans. Hinn 51 árs leikari kom einn við sögu í slysinu að sögn talsmanns lögreglunnar í Washoe-sýslu í Navada. Málið sé til rannsóknar. Umræddur snjóbíll er sagður vera búinn sérstökum öryggisbúnaði sem á að gera slys nær ómöguleg. Nágrannar Renner voru fljótir á vettvang og komu leikaranum til aðstoðar. Einn þeirra er læknir og á að hafa komið í veg fyrir að ekki hafi farið verr, en Renner var svo fluttur á brott með þyrlu á sjúkrahús í Reno. Heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Um miðjan desember tísti leikarinn um fannfergið við heimilið við Tahoe-vatnog sagði það algeran „brandara“. Lake Tahoe snowfall is no joke #WinterWonderland pic.twitter.com/6LBG9DsLAU— Jeremy Renner (@JeremyRenner) December 12, 2022 Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Renner hlaut alvarlega áverka á bringu og fótlegg og missti mikið magn af blóði í slysinu. Gríðarlegt fannfergi hefur verið víða í Bandaríkjunum síðustu daga og er Renner sagður hafa notast við eigin snjóbíl til að gera fjölskyldunni kleift að komast út af heimilinu í kjölfar mikils hríðarbyls. „Fjölskylda Jeremy myndi vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra mögnuðu lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast hann,“ segir Samantha Mast, talsmaður Renner, í yfirlýsingu. Renner-fjölskyldan þakkar sömuleiðis lögreglu og slökkviliði á staðnum og fyrir þá hlýju og ást sem fjölskyldan hafi orðið áskynja í skilaboðum frá aðdáendum leikarans. Hinn 51 árs leikari kom einn við sögu í slysinu að sögn talsmanns lögreglunnar í Washoe-sýslu í Navada. Málið sé til rannsóknar. Umræddur snjóbíll er sagður vera búinn sérstökum öryggisbúnaði sem á að gera slys nær ómöguleg. Nágrannar Renner voru fljótir á vettvang og komu leikaranum til aðstoðar. Einn þeirra er læknir og á að hafa komið í veg fyrir að ekki hafi farið verr, en Renner var svo fluttur á brott með þyrlu á sjúkrahús í Reno. Heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Um miðjan desember tísti leikarinn um fannfergið við heimilið við Tahoe-vatnog sagði það algeran „brandara“. Lake Tahoe snowfall is no joke #WinterWonderland pic.twitter.com/6LBG9DsLAU— Jeremy Renner (@JeremyRenner) December 12, 2022
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51
Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp