„Eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. janúar 2023 08:01 Vonast er til að Covid hafi ekki eins mikil áhrif á íslenska hópinn líkt og á EM í fyrra. Vísir/Vilhelm Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir ósætti ríkja við íþyngjandi reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins sem snerta á Covid-19 fyrir komandi heimsmeistaramót karla. Það hefur vakið athygli að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi ákveðið að skylda þá sem að mótinu koma til þess að taka Covid-próf. Greinist leikmaður jákvæður mun hann þurfa að einangra sig í fimm daga. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Stöð 2 Í því samhengi þykja reglurnar því íþyngjandi. „Svo sannarlega. Í fyrsta lagi eru þessar bólusetningarkröfur, sem við komumst svo sem ágætlega í gegnum þar sem flestir leikmenn og starfsmenn eru tiltölulega vel bólusettir,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bætir við: „En það er þessi krafa um PCR-próf og hraðpróf sem er mjög íþyngjandi. Þá sér í lagi þegar kemur inn í mótið. Það er eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af,“ Verða prófaðir í Þýskalandi Íslenska liðið er við æfingar hér heima sem stendur en spilar æfingaleiki við Þýskaland um helgina. Flogið verður í kjölfarið til Svíþjóðar og þar verður fyrsti leikur við Portúgal næsta fimmtudag. En þarf að prófa liðið áður en haldið verður af stað í mótið? „Við prófum liðið í Þýskalandi áður en við förum á mótsstað. Það má svo sem færa rök fyrir því að það sé eðlilegt, að allir séu hreinir þegar þeir koma á leiðarenda,“ „En þegar kemur að þessu, hraðprófum eftir riðilinn og eftir milliriðilinn, þá er það eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum, það verður bara að viðurkennast,“ segir Róbert Geir. Klippa: Róbert Geir um Covid og HM Danir prófuðu sína leikmenn þegar hópur þeirra kom saman á mánudag. Þar greindist einn leikmaður með smit og verður nú einangraður þar til hann skilar af sér neikvæðri niðurstöðu. „Covid er víða, við vitum það. En við vorum að vonast eftir því að þetta yrði með sama hætti og flestar aðrar íþróttagreinar eru að gera þetta. Þar sem er prófað fyrir keppni og gerð mögulega krafa um bólusetningar en þessi próf innan mótsins eru það ekki,“ segir Róbert Geir. Dýrt spaug Kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á síðasta Evrópumóti í janúar síðastliðnum. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ „Það að þurfa að auka við gistingar og flugkostnað og allt sem því fylgir er kostnaðarsamt. Við vonum svo sannarlega að við sleppum betur í ár, og að við sleppum alveg. En þetta er áhætta að hafa þessi próf yfir sér,“ segir Róbert Geir. Ummæli Róberts má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HM 2023 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira
Það hefur vakið athygli að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi ákveðið að skylda þá sem að mótinu koma til þess að taka Covid-próf. Greinist leikmaður jákvæður mun hann þurfa að einangra sig í fimm daga. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Stöð 2 Í því samhengi þykja reglurnar því íþyngjandi. „Svo sannarlega. Í fyrsta lagi eru þessar bólusetningarkröfur, sem við komumst svo sem ágætlega í gegnum þar sem flestir leikmenn og starfsmenn eru tiltölulega vel bólusettir,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bætir við: „En það er þessi krafa um PCR-próf og hraðpróf sem er mjög íþyngjandi. Þá sér í lagi þegar kemur inn í mótið. Það er eitthvað sem við höfum miklar áhyggjur af,“ Verða prófaðir í Þýskalandi Íslenska liðið er við æfingar hér heima sem stendur en spilar æfingaleiki við Þýskaland um helgina. Flogið verður í kjölfarið til Svíþjóðar og þar verður fyrsti leikur við Portúgal næsta fimmtudag. En þarf að prófa liðið áður en haldið verður af stað í mótið? „Við prófum liðið í Þýskalandi áður en við förum á mótsstað. Það má svo sem færa rök fyrir því að það sé eðlilegt, að allir séu hreinir þegar þeir koma á leiðarenda,“ „En þegar kemur að þessu, hraðprófum eftir riðilinn og eftir milliriðilinn, þá er það eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum, það verður bara að viðurkennast,“ segir Róbert Geir. Klippa: Róbert Geir um Covid og HM Danir prófuðu sína leikmenn þegar hópur þeirra kom saman á mánudag. Þar greindist einn leikmaður með smit og verður nú einangraður þar til hann skilar af sér neikvæðri niðurstöðu. „Covid er víða, við vitum það. En við vorum að vonast eftir því að þetta yrði með sama hætti og flestar aðrar íþróttagreinar eru að gera þetta. Þar sem er prófað fyrir keppni og gerð mögulega krafa um bólusetningar en þessi próf innan mótsins eru það ekki,“ segir Róbert Geir. Dýrt spaug Kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á síðasta Evrópumóti í janúar síðastliðnum. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ „Það að þurfa að auka við gistingar og flugkostnað og allt sem því fylgir er kostnaðarsamt. Við vonum svo sannarlega að við sleppum betur í ár, og að við sleppum alveg. En þetta er áhætta að hafa þessi próf yfir sér,“ segir Róbert Geir. Ummæli Róberts má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) HM 2023 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira