Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. janúar 2023 15:48 Sigurður Ámundason fyrir miðju ásamt valnefnd á Auglýsingahléi Billboard í ár, þeim Elísabetu Stefánsdóttur, Jóni Felixi Sigurðssyni, Sigurði Atla Sigurðssyni og Björk Hrafnsdóttur. Aðsend Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa. Yfir 450 stafrænir fletir Frá 1. janúar hefur verið svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 stafrænum flötum Billboard víða um höfuðborgarsvæðið en sýningunni lýkur í kvöld og hefur eflaust vakið forvitni margra. Í haust efndi Billboard í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými. Sigurður Ámundason var valinn úr hópi yfir 40 umsækjenda og var þessi tími því helgaður sýningu á nýju verki eftir hann. Er þetta í annað sinn sem Auglýsingahlé fer fram á stafrænum flötum Billboard, en í fyrra var það Hrafnkell Sigurðsson sem bar sigur úr býtum. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Lýsa upp skammdegið og auka aðgengi á list „Reikna má með að yfir 80% höfuðborgarbúa muni sjá verk Sigurðar dag hvern og er verkefnið frábær vettvangur fyrir myndlist í almenningsrými. Því er ætlað að lýsa upp skammdegið og gefa borgarbúum tækifæri á að njóta listar um alla borgina,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Stefnt er að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu Auglýsingahléi Billboard. Óræðni og efi Á Facebook viðburðinum Auglýsingahlé 2023: Sigurður Ámundason segir að Sigurður lýsi verkinu Rétthermi á þennan hátt: „Póst-strúktúralismi, óræðni og efi eru undirstöður verkanna. Merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert en líta stórt á sig, bera númer og íslenska stafi í handahófskenndri röð. Tákn sem tákna tákn, sem snúast um sjálf sig, leiðarvísar sem í raun leiða ekki neitt.“ Myndlist Menning Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Yfir 450 stafrænir fletir Frá 1. janúar hefur verið svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 stafrænum flötum Billboard víða um höfuðborgarsvæðið en sýningunni lýkur í kvöld og hefur eflaust vakið forvitni margra. Í haust efndi Billboard í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými. Sigurður Ámundason var valinn úr hópi yfir 40 umsækjenda og var þessi tími því helgaður sýningu á nýju verki eftir hann. Er þetta í annað sinn sem Auglýsingahlé fer fram á stafrænum flötum Billboard, en í fyrra var það Hrafnkell Sigurðsson sem bar sigur úr býtum. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Lýsa upp skammdegið og auka aðgengi á list „Reikna má með að yfir 80% höfuðborgarbúa muni sjá verk Sigurðar dag hvern og er verkefnið frábær vettvangur fyrir myndlist í almenningsrými. Því er ætlað að lýsa upp skammdegið og gefa borgarbúum tækifæri á að njóta listar um alla borgina,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Stefnt er að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu Auglýsingahléi Billboard. Óræðni og efi Á Facebook viðburðinum Auglýsingahlé 2023: Sigurður Ámundason segir að Sigurður lýsi verkinu Rétthermi á þennan hátt: „Póst-strúktúralismi, óræðni og efi eru undirstöður verkanna. Merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert en líta stórt á sig, bera númer og íslenska stafi í handahófskenndri röð. Tákn sem tákna tákn, sem snúast um sjálf sig, leiðarvísar sem í raun leiða ekki neitt.“
Myndlist Menning Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00