Fundurinn hófst klukkan 14:00. Útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar má einnig finna beina textalýsingu frá fundinum. Tilefnið er heimsmeistaramótið í handbolta í Svíþjóð og Póllandi sem er fram undan.
Íslenska liðið heldur til Þýskalands á morgun. Það mætir heimamönnum í tveimur vináttulandsleikjum um helgina.
Eftir þá fara Íslendingar svo til Kristianstad í Svíþjóð þar sem riðill liðsins á HM verður leikinn. Auk Íslands eru Portúgal, Ungverjaland og Suður-Kórea í riðlinum.