Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis fækkaði lítillega 2022 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 08:30 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Vilhelm Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis fækkaði lítillega á milli ára í fyrra og voru 528 í stað 570. Alls voru 556 mál afgreidd en í 61 þeirra gaf umboðsmaður út álit, í 20 tilvika án tilmæla til stjórnvalda. Frá þessu er greint á vef umboðsmanns. Honum bárust í fyrra 44 kvartanir að meðaltali en kvartanirnar voru langflestar á fyrsta fjórðungi ársins, um og yfir 60 á mánuði. Fæstar voru kvartanirnar á þriðja ársfjórðungi, eða 105 í allt. „Athygli vekur hve skarpt kvörtunum fjölgaði svo í desember frá næstu fimm mánuðum á undan. Þá bárust 49 en voru fæstar í júlí eða 31 sem er nákvæmlega sami fjöldi í þeim mánuði og árið á undan. Meðalfjöldi kvartana undanfarin þrjú ár er 546 en næstu fimm ár þar á undan voru þær 408 að meðaltali,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður skilaði 59 álitum í 61 máli en í einu tilviki voru þrjú mál sameinuð í eitt álit. Þetta er sambærilegur fjöldi og árið á undan. „Þriðjungur álitanna var án tilmæla til stjórnvalda en þau fela, líkt og álit með tilmælum, einnig í sér niðurstöðu sem af einhverjum ástæðum hefur almenna þýðingu eða leiðbeiningargildi.“ Á árinu tókst að ljúka tæplega 60 prósent kvartana innan mánaðar frá því þær bárust, tæplega 80 prósent innan tveggja mánaða og nálægt 90 prósent á þremur mánuðum. Meðal frumkvæðismála sem umboðsmaður sem lokið var eru nefnd athugun á samkomutakmörkunum vegna Covid-19, athugun á framkvæmd og grundvelli vistunar sjúklinga á öryggisgangi réttargeðdeildarinnar á Kleppi á Landspítala, athuganir vegna setningar ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og athugun vegna skipunar ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytis. „Á grundvelli frumkvæðisheimilda fylgdist embættið einnig áfram með ýmsum atriðum við framkvæmd rafrænnar stjórnsýslu á vegum stjórnvalda, ekki síst m.t.t. þeirra sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti gagnvart rafrænum miðlum. Það eftirlit hefur snúið að reglusetningu og stefnumótun ráðuneyta en einnig hafa afmörkuð álitaefni við framkvæmd einstakra stjórnvalda verið tekin upp sem sérstök mál,“ segir enn fremur á vef umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Frá þessu er greint á vef umboðsmanns. Honum bárust í fyrra 44 kvartanir að meðaltali en kvartanirnar voru langflestar á fyrsta fjórðungi ársins, um og yfir 60 á mánuði. Fæstar voru kvartanirnar á þriðja ársfjórðungi, eða 105 í allt. „Athygli vekur hve skarpt kvörtunum fjölgaði svo í desember frá næstu fimm mánuðum á undan. Þá bárust 49 en voru fæstar í júlí eða 31 sem er nákvæmlega sami fjöldi í þeim mánuði og árið á undan. Meðalfjöldi kvartana undanfarin þrjú ár er 546 en næstu fimm ár þar á undan voru þær 408 að meðaltali,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður skilaði 59 álitum í 61 máli en í einu tilviki voru þrjú mál sameinuð í eitt álit. Þetta er sambærilegur fjöldi og árið á undan. „Þriðjungur álitanna var án tilmæla til stjórnvalda en þau fela, líkt og álit með tilmælum, einnig í sér niðurstöðu sem af einhverjum ástæðum hefur almenna þýðingu eða leiðbeiningargildi.“ Á árinu tókst að ljúka tæplega 60 prósent kvartana innan mánaðar frá því þær bárust, tæplega 80 prósent innan tveggja mánaða og nálægt 90 prósent á þremur mánuðum. Meðal frumkvæðismála sem umboðsmaður sem lokið var eru nefnd athugun á samkomutakmörkunum vegna Covid-19, athugun á framkvæmd og grundvelli vistunar sjúklinga á öryggisgangi réttargeðdeildarinnar á Kleppi á Landspítala, athuganir vegna setningar ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og athugun vegna skipunar ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytis. „Á grundvelli frumkvæðisheimilda fylgdist embættið einnig áfram með ýmsum atriðum við framkvæmd rafrænnar stjórnsýslu á vegum stjórnvalda, ekki síst m.t.t. þeirra sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti gagnvart rafrænum miðlum. Það eftirlit hefur snúið að reglusetningu og stefnumótun ráðuneyta en einnig hafa afmörkuð álitaefni við framkvæmd einstakra stjórnvalda verið tekin upp sem sérstök mál,“ segir enn fremur á vef umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira