Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2023 07:00 Starfsmenn borgarinnar hafa sumir fengið spurningar um hvort heitir pottar verði á svæðinu. Það stendur ekki til. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. Á síðustu vikum hafa vegfarendur margir tekið eftir vinnuvélum á Laugavegi, milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar, en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdum ljúki í sumar. Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður segir að framkvæmdirnar á svæðinu hafi í raun gengið mun betur en fyrirfram var búist við. „Það er reyndar allt stopp núna vegna snjóþyngsla og frosts en þegar þiðnar þá fara framkvæmdir þarna aftur á fullt. Þetta ætti að klárast í sumar.“ Áætlað er að framkvæmdum á Laugavegi, milli Hlemms og Rauðarárstígs ljúki í sumar.Reykjavíkurborg Stálstrúktúr flækist um svæðið Edda segir að á kaflanum verði sérstakur stálstrúktúr einkennandi og mun hann flækjast þar um, fara upp og niður. „Við höfum fengið ýmsar spurningar frá fólki á síðustu dögum vegna þess sem við blasir núna. Fólk spyr til dæmis hvort það eigi að vera heitir pottar þarna og ýmislegt fleira. En þarna er verið að leggja grunninn að svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum sem ætlað er að létta á veitukerfi borgarinnar. Regnvatnið mun nýtast í gróðurbeðunum og þannig minnka álag á veitukerfið á svæðinu. Þannig nýtist regnvatnið og er á allan hátt umhverfisvænna.“ Framkvæmdir við Hlemm.Vísir/Vilhelm Edda segir að þegar framkvæmdir á umræddum kafla klárist muni framkvæmdir við Hlemm halda áfram á næstu misserum. „Vonandi verður hægt að ráðast í framkvæmdir á sjálfu Hlemmtorgi árið 2024 en framkvæmdum mun fyrst endanlega ljúka þegar Borgarlínan rennur í gegnum svæðið. Við hlökkum til þess.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Reykjavíkurborg Hlemmur er unglingurinn, Lækjartorg amman Edda segir að það verði mjög spennandi að sjá svæðið þegar allt verður klárt. „Við sjáum svolítið fyrir okkur að torgið sé að tala við Lækjartorg. Hlemmur er unglingurinn og Lækjartorg er amman. Það stendur svo meðal annars til að koma upp sviði á Hlemmtorgi og gerum við ráð fyrir að Hlemmur geti til að mynda orðið upphafsstaður skrúðganga í miðbænum sem myndu svo enda á Lækjartorgi, Austurvelli, Ingólfstorgi eða hvað það nú er,“ segir Edda. Hlemmtorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Reykjavíkurborg Síðasta sumar kynnti Reykjavíkurborg þær miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru við Hlemm en svæðið allt mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Liður í breytingunum er að ýmist takmarka eða loka fyrir bílaumferð á svæðinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá síðasta sumri um framkvæmdirnar á Hlemmtorgi. Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Á síðustu vikum hafa vegfarendur margir tekið eftir vinnuvélum á Laugavegi, milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar, en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdum ljúki í sumar. Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður segir að framkvæmdirnar á svæðinu hafi í raun gengið mun betur en fyrirfram var búist við. „Það er reyndar allt stopp núna vegna snjóþyngsla og frosts en þegar þiðnar þá fara framkvæmdir þarna aftur á fullt. Þetta ætti að klárast í sumar.“ Áætlað er að framkvæmdum á Laugavegi, milli Hlemms og Rauðarárstígs ljúki í sumar.Reykjavíkurborg Stálstrúktúr flækist um svæðið Edda segir að á kaflanum verði sérstakur stálstrúktúr einkennandi og mun hann flækjast þar um, fara upp og niður. „Við höfum fengið ýmsar spurningar frá fólki á síðustu dögum vegna þess sem við blasir núna. Fólk spyr til dæmis hvort það eigi að vera heitir pottar þarna og ýmislegt fleira. En þarna er verið að leggja grunninn að svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum sem ætlað er að létta á veitukerfi borgarinnar. Regnvatnið mun nýtast í gróðurbeðunum og þannig minnka álag á veitukerfið á svæðinu. Þannig nýtist regnvatnið og er á allan hátt umhverfisvænna.“ Framkvæmdir við Hlemm.Vísir/Vilhelm Edda segir að þegar framkvæmdir á umræddum kafla klárist muni framkvæmdir við Hlemm halda áfram á næstu misserum. „Vonandi verður hægt að ráðast í framkvæmdir á sjálfu Hlemmtorgi árið 2024 en framkvæmdum mun fyrst endanlega ljúka þegar Borgarlínan rennur í gegnum svæðið. Við hlökkum til þess.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Reykjavíkurborg Hlemmur er unglingurinn, Lækjartorg amman Edda segir að það verði mjög spennandi að sjá svæðið þegar allt verður klárt. „Við sjáum svolítið fyrir okkur að torgið sé að tala við Lækjartorg. Hlemmur er unglingurinn og Lækjartorg er amman. Það stendur svo meðal annars til að koma upp sviði á Hlemmtorgi og gerum við ráð fyrir að Hlemmur geti til að mynda orðið upphafsstaður skrúðganga í miðbænum sem myndu svo enda á Lækjartorgi, Austurvelli, Ingólfstorgi eða hvað það nú er,“ segir Edda. Hlemmtorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Reykjavíkurborg Síðasta sumar kynnti Reykjavíkurborg þær miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru við Hlemm en svæðið allt mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Liður í breytingunum er að ýmist takmarka eða loka fyrir bílaumferð á svæðinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá síðasta sumri um framkvæmdirnar á Hlemmtorgi.
Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08