Greint er frá tíðindunum á vef Stjórnarráðsins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra og innviðaráðherra hefur skrifað undir samning við Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, vegna samstarfsverkefnis félagsins og Strætó um innleiðingu á kóðunum.
Kóðarnir eru nýttirtil að lesa upp fyrirfram ákveðnar upplýsingar og munu í tilviki Strætó gagnast til að gefa upp rauntímaupplýsingar um komu næstu vagna. Koma á NaviLens kóðum fyrir á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á öllu landinu.