Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2023 18:09 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur verið gagnrýninn á Donald Trump, forvera sinn, vegna leynilegra skjala sem hann hafði í vörslu sinni eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. AP/Andrew Harnik Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. AP fréttaveitan hefur eftir Richard Sauber, lögmanni Bidens, að fáein skjöl sem merkt hafi verið sem ríkisleyndarmál hafi fundist þegar verið var að tæma skrifstofu Bidens í Penn Biden Center í Háskólanum í Pensylvaníu. Skrifstofuna notaði hann á milli 2017, þegar hann fór úr embætti varaforseta, og 2019, þegar hann bauð sig fram til forseta. Á þessum tíma starfaði hann sem heiðursprófessor við skólann. Sauber segir skjölin hafa fundist í læstum skáp á skrifstofunni og að lögmönnum Hvíta hússins hafi strax verið gert viðvart. Þá hafi þeir átt í sambandið við Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna og skjölunum hafi verið komið til þeirra degi seinna. CNN hefur eftir heimildarmanni sínum að skjölin séu tíu talsins og þau varði meðal annars upplýsingar um Íran, Úkraínu og Bretland. Þau eru sögð vera frá tímabilinu 2013 til 2016 og segir miðillinn að þau hafi verið meðal einkagagna Bidens. Málið verður rannsakað af alríkissaksóknara í Chicago, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, fyrrverandi forseta. Dómsmálaráðuneytið hefur einnig til rannsóknar það að Trump hafi flutt mikið magn leynilegra gagna með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump tók með sér um þrjú hundruð leynileg skjöl og neitaði að afhenda þau þegar falist var eftir því. Í kjölfar þess lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Jack Smith, sérstakur rannsakandi ráðuneytisins, heldur utan um þá rannsókn. Hefðu átt að afhenda skjölin Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Það hefði Biden einnig átt að gera við gögnin sem fundust á skrifstofu hans en Biden hefur verið gagnrýninn á Trump vegna gagnanna sem fundust í Flórída. Biden hefur meðal annars kallað Trump óábyrgan vegna málsins. Þá hefur Trump velt vöngum yfir því á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, yfir því hvenær starfsmenn FBI munu gera húsleit í Hvíta húsinu vegna málsins. Beina spjótum sínum að kerfinu James Comer, Repúblikani og nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sló á svipaða strengi í dag og segir málið lykta af því að komið sé fram við Biden af öðrum hætti en Trump. Repúblikanar tóku nýverið við stjórn fulltrúadeildarinnar og hafa heitið því að hefja fjölmargar rannsóknir gegn Biden. Jim Jordan, nýr formaður dómsmálanefndar Fulltrúadeildarinnar, hefur lýst því yfir að hann og aðrir vilji stofna sérstaka undirnefnd um það hvernig búið sé að „vopnvæða alríkisstjórnina“. Hann gagnrýndi einnig dómsmálaráðuneytið í dag fyrir það að ekki hefði verið uppljóstrað um fund skjalanna fyrir kosningarnar í nóvember. Jamie Raskin, Demókrati sem situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni, sagði í samtali við blaðamenn í dag að svo virtist sem lögmenn Bidens hefðu tekið rétt skref um leið og skjölin fundust. Þá sagðist hann bera fullt traust til dómsmálaráðuneytisins um að þar á bæ yrði tekin hlutlaus ákvörðun um það hvort tilefni sé til frekari aðgerða. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Telja Trump enn vera með opinber gögn Starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja Donald Trump, fyrrverandi forseta, enn hafa opinber gögn í vörslu sinni. Hann hafi ekki enn ekki skilað öllum þeim skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu á sínum tíma. 7. október 2022 10:10 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir Richard Sauber, lögmanni Bidens, að fáein skjöl sem merkt hafi verið sem ríkisleyndarmál hafi fundist þegar verið var að tæma skrifstofu Bidens í Penn Biden Center í Háskólanum í Pensylvaníu. Skrifstofuna notaði hann á milli 2017, þegar hann fór úr embætti varaforseta, og 2019, þegar hann bauð sig fram til forseta. Á þessum tíma starfaði hann sem heiðursprófessor við skólann. Sauber segir skjölin hafa fundist í læstum skáp á skrifstofunni og að lögmönnum Hvíta hússins hafi strax verið gert viðvart. Þá hafi þeir átt í sambandið við Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna og skjölunum hafi verið komið til þeirra degi seinna. CNN hefur eftir heimildarmanni sínum að skjölin séu tíu talsins og þau varði meðal annars upplýsingar um Íran, Úkraínu og Bretland. Þau eru sögð vera frá tímabilinu 2013 til 2016 og segir miðillinn að þau hafi verið meðal einkagagna Bidens. Málið verður rannsakað af alríkissaksóknara í Chicago, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, fyrrverandi forseta. Dómsmálaráðuneytið hefur einnig til rannsóknar það að Trump hafi flutt mikið magn leynilegra gagna með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump tók með sér um þrjú hundruð leynileg skjöl og neitaði að afhenda þau þegar falist var eftir því. Í kjölfar þess lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Jack Smith, sérstakur rannsakandi ráðuneytisins, heldur utan um þá rannsókn. Hefðu átt að afhenda skjölin Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Það hefði Biden einnig átt að gera við gögnin sem fundust á skrifstofu hans en Biden hefur verið gagnrýninn á Trump vegna gagnanna sem fundust í Flórída. Biden hefur meðal annars kallað Trump óábyrgan vegna málsins. Þá hefur Trump velt vöngum yfir því á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, yfir því hvenær starfsmenn FBI munu gera húsleit í Hvíta húsinu vegna málsins. Beina spjótum sínum að kerfinu James Comer, Repúblikani og nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sló á svipaða strengi í dag og segir málið lykta af því að komið sé fram við Biden af öðrum hætti en Trump. Repúblikanar tóku nýverið við stjórn fulltrúadeildarinnar og hafa heitið því að hefja fjölmargar rannsóknir gegn Biden. Jim Jordan, nýr formaður dómsmálanefndar Fulltrúadeildarinnar, hefur lýst því yfir að hann og aðrir vilji stofna sérstaka undirnefnd um það hvernig búið sé að „vopnvæða alríkisstjórnina“. Hann gagnrýndi einnig dómsmálaráðuneytið í dag fyrir það að ekki hefði verið uppljóstrað um fund skjalanna fyrir kosningarnar í nóvember. Jamie Raskin, Demókrati sem situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni, sagði í samtali við blaðamenn í dag að svo virtist sem lögmenn Bidens hefðu tekið rétt skref um leið og skjölin fundust. Þá sagðist hann bera fullt traust til dómsmálaráðuneytisins um að þar á bæ yrði tekin hlutlaus ákvörðun um það hvort tilefni sé til frekari aðgerða.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Telja Trump enn vera með opinber gögn Starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja Donald Trump, fyrrverandi forseta, enn hafa opinber gögn í vörslu sinni. Hann hafi ekki enn ekki skilað öllum þeim skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu á sínum tíma. 7. október 2022 10:10 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59
Telja Trump enn vera með opinber gögn Starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja Donald Trump, fyrrverandi forseta, enn hafa opinber gögn í vörslu sinni. Hann hafi ekki enn ekki skilað öllum þeim skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu á sínum tíma. 7. október 2022 10:10