Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2023 07:28 Sendiráð Kína í Tókýó. AP/Kyodo News/Kazushi Kurihara Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. Kínverjar tóku ákvörðunina í gær og hættu á sama tíma að gefa út skammtíma vegabréfsáritanir til ríkisborgara Suður-Kóreu. Japan og Suður-Kórea eru meðal þeirra ríkja sem brugðu á það ráð að krefja kínverska ferðamenn um neikvæða niðurstöðu úr Covid-19 prófi áður en þeim yrði hleypt inn í landið, í kjölfar þess að stjórnvöld í Kína drógu mjög úr sóttvarnaaðgerðum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um stöðu kórónuveirufaraldursins í Kína en hún er talin vera mun verri en Kínverjar hafa viljað gefa upp. Þess ber að geta að Kínverjar sjálfir gera enn kröfu um að erlendir ferðamenn framvísi neikvæðri niðurstöðu áður en þeir fá að koma inn í Kína. Yoshimasa Hayashi, utanríkisráðherra Japan, segist harma að Kínverjar hafi ákveðið að grípa til takmarkana á útgáfu vegabréfsáritana af öðrum ástæðum en vegna Covid. Um takmarkanir Japana gegn Kínverjum sagði hann þær eins vægar og mögulegt væri. Fylgst væri með stöður faraldursins í Kína og ákvarðanir teknar útfrá þróun mála þar. Wen-ti Sung, stjórnmálafræðingur við Australian Centre on China in the World, segir aðgerðir Kínverja gegn Suður-Kóreu snúast um að gjalda líku líkt en gagnvart Japan snúist þær einnig um að mótmæla auknu samstarfi Japana við Bandaríkjamenn í málefnum Taívan. Kína Japan Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Kínverjar tóku ákvörðunina í gær og hættu á sama tíma að gefa út skammtíma vegabréfsáritanir til ríkisborgara Suður-Kóreu. Japan og Suður-Kórea eru meðal þeirra ríkja sem brugðu á það ráð að krefja kínverska ferðamenn um neikvæða niðurstöðu úr Covid-19 prófi áður en þeim yrði hleypt inn í landið, í kjölfar þess að stjórnvöld í Kína drógu mjög úr sóttvarnaaðgerðum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um stöðu kórónuveirufaraldursins í Kína en hún er talin vera mun verri en Kínverjar hafa viljað gefa upp. Þess ber að geta að Kínverjar sjálfir gera enn kröfu um að erlendir ferðamenn framvísi neikvæðri niðurstöðu áður en þeir fá að koma inn í Kína. Yoshimasa Hayashi, utanríkisráðherra Japan, segist harma að Kínverjar hafi ákveðið að grípa til takmarkana á útgáfu vegabréfsáritana af öðrum ástæðum en vegna Covid. Um takmarkanir Japana gegn Kínverjum sagði hann þær eins vægar og mögulegt væri. Fylgst væri með stöður faraldursins í Kína og ákvarðanir teknar útfrá þróun mála þar. Wen-ti Sung, stjórnmálafræðingur við Australian Centre on China in the World, segir aðgerðir Kínverja gegn Suður-Kóreu snúast um að gjalda líku líkt en gagnvart Japan snúist þær einnig um að mótmæla auknu samstarfi Japana við Bandaríkjamenn í málefnum Taívan.
Kína Japan Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Taívan Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira