Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa í byrjun nóvember staðið að innflutningi á rétt rúmu kílói af kókaíni sem hann var með innvortis þegar hann kom með flugi frá Frankfurt í Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar.
Maðurinn játaði brot sín, en hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi.
Við rannsókn málsins kom í ljós að ekki yrði séð að maðurinn hafi verið eigandi fíkniefnanna en að hann hafi samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.
Í dómi segir að ekki verði fram hjá því litið að maðurinn hafi flutt talsvert magn af sterku kókaíni til landsins sem hafi verið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Þótti hæfileg refsins í málinu vera sautján mánaða fangelsi.
Til frádráttar fangelsisvistinni kemur gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá komunni til landsins. Manninum var jafnframt gert að greiða 1,8 milljónir króna í sakarkostnað, þar með talið þóknun til skipaðs verjanda.