Krefjast afsagnar lygarans á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2023 22:32 George Santos á göngum bandaríska þinghússins í dag. AP/Patrick Semansky Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. Formaður Repúblikanaflokksins í Nassau-sýslu í New York og aðrir háttsettir meðlimir flokksins lýstu því yfir í dag að Santos ætti að stíga til hliðar. Einn úr hópum vísaði sérstaklega til þess að Santos, sem á rætur að rekja til Brasilíu, hefði sagt ósatt um að fjölskyldumeðlimir hans hefðu flúið frá Evrópu vegna Helfararinnar, en Santos hefur einnig ranglega sagst vera gyðingur. Bruce Blakeman, úr framkvæmdastjórn flokksins í Nassaus-sýslu, sagði þessi ummæli vera ógeðfeld og sagði Santos vera blett á fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Reuters. Hér að neðan má sjá myndband þar sem Santos sagði blaðamönnum í dag að hann ætlaði ekki að segja af sér. Rep. George Santos tells @rachelvscott and me he will NOT resign pic.twitter.com/vBMvotq3Y0— Lalee Ibssa (@LaleeIbssa) January 11, 2023 Hlutlaus eftirlitssamtök lögðu fyrr í vikunni fram kvörtun gegn Santos til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) og sökuðu þingmanninn um að hafa brotið kosningalög. Kvörtunin gæti leitt til rannsóknar en fyrir hafa bæði alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum eru þegar að rannsaka fjármál þingmannsins. Yfirvöld í Brasilíu hafa hann einnig til rannsóknar vegna fjársvikamáls. Þá hafa tveir Demókratar vísað máli þingmannsins til siðferðisnefndar Fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Aðeins einn þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur kallað eftir því að Santos segi af sér. Það er Anthony D‘Espositio, sem einnig er frá New York-ríki. Hann segir Santos ekki hæfan til þingsetu vegna lyga hans og hann hafi brotið gegn trausti almennings. FIRST sitting House GOP member to call on Santos to resign Rep. D Esposito s stmt https://t.co/MxMNODo5FN pic.twitter.com/lJnhibCh9B— Olivia Beavers (@Olivia_Beavers) January 11, 2023 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru með 222 manna meirihluta, gegn 212 þingmönnum Demókrataflokksins, sagði í dag að Santos myndi ekki fá sæti í mikilvægum þingnefndum. Steve Scalise, næstráðandi í þingflokknum, sagði blaðamönnum í gær að verið væri að skoða málið innan flokksins. Skoðuðu ekki ferilskránna Santos bauð sig fyrst fram til þings fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2020. Hann var beðinn um ferilskrá sem innihélt margar lygar, samkvæmt frétt New York Times en blaðamenn miðilsins hafa komið höndum yfir ferilskránna. Enginn annar hafði þó áhuga á að bjóða sig fram fyrir flokkinn í kjörtímabilinu og ferilskráin var ekki skoðuð nánar. Santos laug meðal annars um að hafa útskrifast með hæstu einkunn úr Baruch háskólanum og vera með mastersgráðu fyrir New York háskólann. Hann laug því einnig að hafa unnið hjá stórum fjármálafyrirtækjum, að hafa rekið góðgerðasamtök og ýmsu öðru. Joseph G. Cairo Jr. formaður framkvæmdastjórnarinnar í Nassau, hefur heitið því að í framtíðinni verði grafið dýpra í ferilskrár frambjóðenda. Nassau County Republican Chair Joseph Cairo calls for Rep. George Santos (R-NY) immediate resignation: He s not welcome here at Republican headquarters He s disgraced the House of Representatives, and we do not consider him one of our Congress people. pic.twitter.com/fgK4t1lzC0— The Recount (@therecount) January 11, 2023 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Formaður Repúblikanaflokksins í Nassau-sýslu í New York og aðrir háttsettir meðlimir flokksins lýstu því yfir í dag að Santos ætti að stíga til hliðar. Einn úr hópum vísaði sérstaklega til þess að Santos, sem á rætur að rekja til Brasilíu, hefði sagt ósatt um að fjölskyldumeðlimir hans hefðu flúið frá Evrópu vegna Helfararinnar, en Santos hefur einnig ranglega sagst vera gyðingur. Bruce Blakeman, úr framkvæmdastjórn flokksins í Nassaus-sýslu, sagði þessi ummæli vera ógeðfeld og sagði Santos vera blett á fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Reuters. Hér að neðan má sjá myndband þar sem Santos sagði blaðamönnum í dag að hann ætlaði ekki að segja af sér. Rep. George Santos tells @rachelvscott and me he will NOT resign pic.twitter.com/vBMvotq3Y0— Lalee Ibssa (@LaleeIbssa) January 11, 2023 Hlutlaus eftirlitssamtök lögðu fyrr í vikunni fram kvörtun gegn Santos til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) og sökuðu þingmanninn um að hafa brotið kosningalög. Kvörtunin gæti leitt til rannsóknar en fyrir hafa bæði alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum eru þegar að rannsaka fjármál þingmannsins. Yfirvöld í Brasilíu hafa hann einnig til rannsóknar vegna fjársvikamáls. Þá hafa tveir Demókratar vísað máli þingmannsins til siðferðisnefndar Fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Aðeins einn þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur kallað eftir því að Santos segi af sér. Það er Anthony D‘Espositio, sem einnig er frá New York-ríki. Hann segir Santos ekki hæfan til þingsetu vegna lyga hans og hann hafi brotið gegn trausti almennings. FIRST sitting House GOP member to call on Santos to resign Rep. D Esposito s stmt https://t.co/MxMNODo5FN pic.twitter.com/lJnhibCh9B— Olivia Beavers (@Olivia_Beavers) January 11, 2023 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru með 222 manna meirihluta, gegn 212 þingmönnum Demókrataflokksins, sagði í dag að Santos myndi ekki fá sæti í mikilvægum þingnefndum. Steve Scalise, næstráðandi í þingflokknum, sagði blaðamönnum í gær að verið væri að skoða málið innan flokksins. Skoðuðu ekki ferilskránna Santos bauð sig fyrst fram til þings fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2020. Hann var beðinn um ferilskrá sem innihélt margar lygar, samkvæmt frétt New York Times en blaðamenn miðilsins hafa komið höndum yfir ferilskránna. Enginn annar hafði þó áhuga á að bjóða sig fram fyrir flokkinn í kjörtímabilinu og ferilskráin var ekki skoðuð nánar. Santos laug meðal annars um að hafa útskrifast með hæstu einkunn úr Baruch háskólanum og vera með mastersgráðu fyrir New York háskólann. Hann laug því einnig að hafa unnið hjá stórum fjármálafyrirtækjum, að hafa rekið góðgerðasamtök og ýmsu öðru. Joseph G. Cairo Jr. formaður framkvæmdastjórnarinnar í Nassau, hefur heitið því að í framtíðinni verði grafið dýpra í ferilskrár frambjóðenda. Nassau County Republican Chair Joseph Cairo calls for Rep. George Santos (R-NY) immediate resignation: He s not welcome here at Republican headquarters He s disgraced the House of Representatives, and we do not consider him one of our Congress people. pic.twitter.com/fgK4t1lzC0— The Recount (@therecount) January 11, 2023
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46
Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19