Vísindamenn vilja að framleiðendur greiði fyrir kolefnisbindingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2023 10:49 Carbfix á Íslandi er meðal þeirra 35 fyrirtækja sem stunda rannsóknir á kolefnisbindingu. Carbfix/Gunnar Freyr Hópur vísindamanna hefur lagt til að framleiðendur jarðefnaeldsneyta verði skikkaðir til að „taka til baka“ það koldíoxíð sem losnar við notkun framleiðsluvara þeirra og gera þá þannig ábyrga fyrir þeirri mengun sem þeir valda. Þetta telja vísindamennirnir mögulega gætu orðið til þess að heimsbyggðin næði 100 prósent kolefnisjöfnun árið 2050. Myles Allen, prófessor við University of Oxford, er einn höfunda skýrslu sem birtist í dag í tímaritinu Environmental Research Letters. Hann segir að tæknin til að fanga og geyma koldíoxíð neðanjarðar sé í stöðugri framþróun en það sem hafi skort sé stefnumótun um nýtingu tækninnar. Umrædd tækni er sú sama og fyrirtæki á borð við Carbfix hafa verið að rannsaka og nýta og felst meðal annars í því að dæla koldíoxíðinu niður í jörðina þar sem það binst við berglög. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni eru 35 slík verkefni í gangi í heiminum. Tillaga vísindamannanna gengur út á að fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti yrði gert að greiða fyrir kolefnisbindingu eða -förgun þeirrar mengunar sem verður til vegna framleiðsluvara þeirra. Olíufyrirtæki myndi þannig greiða kostnaðinn við að binda það koldíoxíð sem fellur til við brennslu olíunnar sem það selur, svo dæmi sé tekið. Ólíkt koldíóxíð skatti yrði þetta til þess að tryggja kolefnisjöfnun. Vísindamennirnir segja tæknina nokkuð dýra í dag en að hún muni líklega verða mun ódýrari á næstu áratugum. Þá benda þeir á að ef menn hyggjast ætla að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu þá sé nauðsynlegt að horfa til þess að fanga koldíoxíð úr andrúmsloftinu, til viðbótar við að draga úr losun og hraða þróun endurnýtanlegra orkugjafa. Hugh Helferty, einn höfunda skýrslunnar sem áður starfaði hjá ExxonMobil, segir að einhver þurfi að bera kostnaðinn af því að ná 1,5 gráðu markinu. „Hver á að borga? Á það að vera skattgreiðandinn eða framleiðandinn, eða framleiðandinn og neytandinn?“ spyr hann. „Það er vit í því að framleiðandinn og notandinn borgi, frekar en skattgreiðandinn. Þá er hvatinn til að draga úr losun á réttum stað.“ Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Þetta telja vísindamennirnir mögulega gætu orðið til þess að heimsbyggðin næði 100 prósent kolefnisjöfnun árið 2050. Myles Allen, prófessor við University of Oxford, er einn höfunda skýrslu sem birtist í dag í tímaritinu Environmental Research Letters. Hann segir að tæknin til að fanga og geyma koldíoxíð neðanjarðar sé í stöðugri framþróun en það sem hafi skort sé stefnumótun um nýtingu tækninnar. Umrædd tækni er sú sama og fyrirtæki á borð við Carbfix hafa verið að rannsaka og nýta og felst meðal annars í því að dæla koldíoxíðinu niður í jörðina þar sem það binst við berglög. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni eru 35 slík verkefni í gangi í heiminum. Tillaga vísindamannanna gengur út á að fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti yrði gert að greiða fyrir kolefnisbindingu eða -förgun þeirrar mengunar sem verður til vegna framleiðsluvara þeirra. Olíufyrirtæki myndi þannig greiða kostnaðinn við að binda það koldíoxíð sem fellur til við brennslu olíunnar sem það selur, svo dæmi sé tekið. Ólíkt koldíóxíð skatti yrði þetta til þess að tryggja kolefnisjöfnun. Vísindamennirnir segja tæknina nokkuð dýra í dag en að hún muni líklega verða mun ódýrari á næstu áratugum. Þá benda þeir á að ef menn hyggjast ætla að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu þá sé nauðsynlegt að horfa til þess að fanga koldíoxíð úr andrúmsloftinu, til viðbótar við að draga úr losun og hraða þróun endurnýtanlegra orkugjafa. Hugh Helferty, einn höfunda skýrslunnar sem áður starfaði hjá ExxonMobil, segir að einhver þurfi að bera kostnaðinn af því að ná 1,5 gráðu markinu. „Hver á að borga? Á það að vera skattgreiðandinn eða framleiðandinn, eða framleiðandinn og neytandinn?“ spyr hann. „Það er vit í því að framleiðandinn og notandinn borgi, frekar en skattgreiðandinn. Þá er hvatinn til að draga úr losun á réttum stað.“
Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira