Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að þyrla, fjölmargir drónar og fjórtán leitarhundar hafi verið notaðir við leitina ásamt kafara frá sérsveitinni.
Síðast sást til Modestas á laugardaginn fyrir viku og biðlar Ásmundur til fólks í Borgarfirði að kanna bílskúra og sumarbústaði en leitarsvæðið spannar tugi kílómetra. Farið er um bæði á landi og sjó.
Lögregla hefur ekki fengið neinar vísbendingar um ferðir Modestas. Það sem er vitað er að maðurinn hélt fótgangandi af stað hinn 7. janúar síðastliðinn og tók ekki með sér síma. Leit verður haldið áfram á morgun.
