„Þetta slær mig náttúrulega ekki vel“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. janúar 2023 21:17 Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir að skipun forstjóra Sjúkratrygginga sé ekki til þess fallin að viðhalda trausti almennings á ráðstöfunum í opinberar stöður. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar. Ráðning nýs forstjóra Sjúkratrygginga vakti athygli í vikunni en eins og fyrr segir var ekki auglýst í starfið. Undantekningarheimild er í lögum sem gerir stjórnvöldum kleift að „færa“ starfsmann úr einu embætti í annað, án auglýsingar. Heimildina nýtti Lilja Dögg Alfreðsdóttir til að mynda við umdeilda skipun Þjóðminjavarðar fyrr á árinu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að undantekningarheimildin væri ekki orðin að almennri reglu. Í tilviki nýráðins forstjóra Sjúkratrygginga hafi þó verið tilvalið að nýta heimildina, enda taldi heilbrigðisráðherra Sigurð Helga svo öflugan að ekki væri ástæða til að auglýsa. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt“ Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir athæfið ekki til eftirbreytni. „Þetta slær mig náttúrulega ekki vel. Við vitum það að auglýsingar og það að hafa opið og gegnsætt, bæði umsóknarferli og ráðningarferli, miðar að því að ráða hæfustu manneskjuna til starfa. Og það sem er ekki síður mikilvægt er að skapa traust um það nákvæmlega hvernig fólk velst í þessar opinberu stöður, þessar háu stöður.“ Hún segir gagnrýnina ekki snúast um þann sem var valinn var í starfið persónulega, frekar en í fyrri tilfellum. Málið snúist um það verkefni stjórnvalda að viðhalda trausti almennings. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt, vegna þess að hæf manneskja hefði þá bara farið fljúgandi í gegnum umsóknarferlið og allir vita það að þarna var verið að ráða hæfustu manneskjuna. Og allir verið sáttir þannig séð. Þannig að aftur, algjörlega burtséð frá þeirri manneskju sem um er að ræða, og ég dreg það ekkert í efa að hún sé hæf, [þá geta] hvorki ég né ráðherra – né aðrir – vitað hvort hún var best í starfið.“ Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04 Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Ráðning nýs forstjóra Sjúkratrygginga vakti athygli í vikunni en eins og fyrr segir var ekki auglýst í starfið. Undantekningarheimild er í lögum sem gerir stjórnvöldum kleift að „færa“ starfsmann úr einu embætti í annað, án auglýsingar. Heimildina nýtti Lilja Dögg Alfreðsdóttir til að mynda við umdeilda skipun Þjóðminjavarðar fyrr á árinu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að undantekningarheimildin væri ekki orðin að almennri reglu. Í tilviki nýráðins forstjóra Sjúkratrygginga hafi þó verið tilvalið að nýta heimildina, enda taldi heilbrigðisráðherra Sigurð Helga svo öflugan að ekki væri ástæða til að auglýsa. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt“ Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir athæfið ekki til eftirbreytni. „Þetta slær mig náttúrulega ekki vel. Við vitum það að auglýsingar og það að hafa opið og gegnsætt, bæði umsóknarferli og ráðningarferli, miðar að því að ráða hæfustu manneskjuna til starfa. Og það sem er ekki síður mikilvægt er að skapa traust um það nákvæmlega hvernig fólk velst í þessar opinberu stöður, þessar háu stöður.“ Hún segir gagnrýnina ekki snúast um þann sem var valinn var í starfið persónulega, frekar en í fyrri tilfellum. Málið snúist um það verkefni stjórnvalda að viðhalda trausti almennings. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt, vegna þess að hæf manneskja hefði þá bara farið fljúgandi í gegnum umsóknarferlið og allir vita það að þarna var verið að ráða hæfustu manneskjuna. Og allir verið sáttir þannig séð. Þannig að aftur, algjörlega burtséð frá þeirri manneskju sem um er að ræða, og ég dreg það ekkert í efa að hún sé hæf, [þá geta] hvorki ég né ráðherra – né aðrir – vitað hvort hún var best í starfið.“
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04 Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04
Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16