The Menu: 1 prósentið hakkað í spað Heiðar Sumarliðason skrifar 19. janúar 2023 08:57 The Menu er nú komin á Disney+. Kvikmyndin The Menu var frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum sl. nóvember. Disney+ eru hins vegar ekkert að tvínóna við hlutina og er nú hægt að streyma henni þar. The Menu fjallar um par, leikið af Nicholas Hoult og Anya Taylor-Joy, sem fer um borð í bát sem flytur þau á eyju þar sem einn dýrasti og fínasti veitingastaður jarðar er staðsettur. Á eyjunni kynnumst við stjörnukokknum sérlundaða Kowik og hans teymi hlýðinna aðstoðarmanna. Aðrir gestir eru úr efri lögum þjóðfélagsins, fólk sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eiga fyrir salti grautinn. Í kjölfarið fáum við hið gamla góða: Ekki er allt eins og það sýnist. 1% hakkað í spað Þessa dagana virðist vera í tísku hjá kvikmyndalistafólki að ráðast harkalega gegn 1% ríkasta fólki mannkyns, og það á mjög svo augljósan máta. Fyrir ekki svo löngu gerði Svíinn Ruben Östlund hið sama í verðlaunamynd sinni Triangle of Sadness, en þetta er einnig uppi á teningnum í The Menu. The Triangle of Sadness fjallar um svipaða hluti og The Menu. Þar sem lítill tími leið á milli útgáfu þessarra tveggja mynda verður ekki komist hjá því að bera þær saman. The Menu verður því miður (fyrir hana) undir í þeim samanburði. Þær eru þó báðar með allt upp á tíu þegar kemur að leik og stíl. Munurinn liggur í framvindunni. Þegar horft er á Triangle of Sadness ertu sendur í ferðalag þar sem þú veist aldrei hvað mun gerast næst; og þó svo predikun hennar sé heldur augljós þá skiptir það bara ekki neinu máli, ferðalagið er svo skemmtilegt að það er eins og rússíbani. The Menu er ekki rússíbani, en engin barnahringekja heldur, hún er meira í ætt við Kolkrabbann úr hinu sáluga Tívolí í Hveragerði. Kolkrabbinn var kannski ekki mest spennandi tívolítæki í heimi en ágætt til síns brúks. Það var í raun ekkert að Kolkrabbanum í samhengi við restina af Tívolíinu í Hveragerði, en í stærri garði væri hann aðeins neðanmálsgrein. Líkt og hjá Kolkrabbanum er vandi The Menu að hún inniheldur eilítið mikið af því sama aftur og aftur. Ekki bætir úr skák að kjaftað hefur verið frá stóru vendingunni í sýnishorninu, sem dregur enn fremur úr upplifuninni. Miðað við hversu góða dóma The Menu hefur hlotið kom það mér á óvart hversu hugmyndasnauð hún er þegar á hólminn var komið. Aftur, þá er hún eins og Kolkrabbinn, þú svífur upp af jörðinni og ferð hratt, sem er alveg gaman, en heldur mikið af því sama aftur og aftur. Kemur illa út úr samanburðinum Ég veit að orð mín hingað til hljóma líkt og ég sé að skrifa dóm um mynd sem ég gef tvær og hálfa stjörnu en eins og ég sagði þá verður The Menu undir í samanburði við fjögurra og hálfrar stjörnu Triangle of Sadness. Það er reyndar fyndið að bera saman dóma gagnrýnenda af stærstu erlendu miðlunum á Metacritic.com, þar er samanlögð meðaleinkunn The Menu er 71 á, meðan einkunn The Triangle of Sadness er 63. Persónulega finnst mér asnalegt að láta eins og dómar og viðbrögð erlendis frá séu eitthvað sem íslenskur gagnrýnandi eigi að láta sem vind um eyru þjóta. Það er staðreynd að þessir dómar og einkunnir eru skoðanamyndandi þegar kemur að viðbrögðum áhorfenda og því að þeir yfirhöfuð nenni af sófanum í kvikmyndahúsið. Sem betur fer virðist Triangle of Sadness hafa spurst það vel út hér heima, að aðsóknin er orðin töluvert mikil. Og mögulega hjálpaði lægri einkunn til þegar kom að því, jafn furðulega of það hljómar. Í samhengi þess að byggja ekki upp of miklar væntingar verður mér ávallt hugsað til þessarar senu úr sjónvarpsþáttaröðinni How I Met Your Mother, þar sem Ted Mosby útskýrir hvernig skuli draga úr væntingum til að fá rétta útkomu. Ótrúleg aðsókn á Íslandi Aðsóknin á Triangle of Sadness hér á Íslandi er í raun ótrúleg, hún er farin að nálgast 10.000 miða selda, á meðan u.þ.b. 3.000 manns sáu The Menu. Ef miðasölutölur eru skoðaðar er aðsóknin á The Triangle of Sadness hvergi meiri í heiminum en á Íslandi, hún er í raun undraverð. Hins vegar sigraði The Menu í aðsóknartölum í hinum enskumælandi heimi. Heildartekjur hennar í Bandaríkjunum eru tæplega 39 milljónir dollara á meðan þríhyrningur eymdarinnar rétt náði að slefa fyrir 4 milljónir. En við erum ekki hinn enskumælandi heimur og þó mér líði oft eins og við búum í einhverri míní Ameríku er svo víst ekki. Við erum evrópsk þjóð og kannski eru vinsældir þríhyrnings eymdarinnar ágætis áminning um það. Því mæli ég frekar með bíóferð á Triangle of Sadness heldur en heimaglápi á The Menu, sem er þó alveg hin fínasta mynd til að sofna yfir og svo klára næsta kvöld. Niðurstaða: Það er ekkert að því horfa á The Menu hafirðu ekkert betra að gera. Hún er samt engin Triangle of Sadness. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
The Menu fjallar um par, leikið af Nicholas Hoult og Anya Taylor-Joy, sem fer um borð í bát sem flytur þau á eyju þar sem einn dýrasti og fínasti veitingastaður jarðar er staðsettur. Á eyjunni kynnumst við stjörnukokknum sérlundaða Kowik og hans teymi hlýðinna aðstoðarmanna. Aðrir gestir eru úr efri lögum þjóðfélagsins, fólk sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eiga fyrir salti grautinn. Í kjölfarið fáum við hið gamla góða: Ekki er allt eins og það sýnist. 1% hakkað í spað Þessa dagana virðist vera í tísku hjá kvikmyndalistafólki að ráðast harkalega gegn 1% ríkasta fólki mannkyns, og það á mjög svo augljósan máta. Fyrir ekki svo löngu gerði Svíinn Ruben Östlund hið sama í verðlaunamynd sinni Triangle of Sadness, en þetta er einnig uppi á teningnum í The Menu. The Triangle of Sadness fjallar um svipaða hluti og The Menu. Þar sem lítill tími leið á milli útgáfu þessarra tveggja mynda verður ekki komist hjá því að bera þær saman. The Menu verður því miður (fyrir hana) undir í þeim samanburði. Þær eru þó báðar með allt upp á tíu þegar kemur að leik og stíl. Munurinn liggur í framvindunni. Þegar horft er á Triangle of Sadness ertu sendur í ferðalag þar sem þú veist aldrei hvað mun gerast næst; og þó svo predikun hennar sé heldur augljós þá skiptir það bara ekki neinu máli, ferðalagið er svo skemmtilegt að það er eins og rússíbani. The Menu er ekki rússíbani, en engin barnahringekja heldur, hún er meira í ætt við Kolkrabbann úr hinu sáluga Tívolí í Hveragerði. Kolkrabbinn var kannski ekki mest spennandi tívolítæki í heimi en ágætt til síns brúks. Það var í raun ekkert að Kolkrabbanum í samhengi við restina af Tívolíinu í Hveragerði, en í stærri garði væri hann aðeins neðanmálsgrein. Líkt og hjá Kolkrabbanum er vandi The Menu að hún inniheldur eilítið mikið af því sama aftur og aftur. Ekki bætir úr skák að kjaftað hefur verið frá stóru vendingunni í sýnishorninu, sem dregur enn fremur úr upplifuninni. Miðað við hversu góða dóma The Menu hefur hlotið kom það mér á óvart hversu hugmyndasnauð hún er þegar á hólminn var komið. Aftur, þá er hún eins og Kolkrabbinn, þú svífur upp af jörðinni og ferð hratt, sem er alveg gaman, en heldur mikið af því sama aftur og aftur. Kemur illa út úr samanburðinum Ég veit að orð mín hingað til hljóma líkt og ég sé að skrifa dóm um mynd sem ég gef tvær og hálfa stjörnu en eins og ég sagði þá verður The Menu undir í samanburði við fjögurra og hálfrar stjörnu Triangle of Sadness. Það er reyndar fyndið að bera saman dóma gagnrýnenda af stærstu erlendu miðlunum á Metacritic.com, þar er samanlögð meðaleinkunn The Menu er 71 á, meðan einkunn The Triangle of Sadness er 63. Persónulega finnst mér asnalegt að láta eins og dómar og viðbrögð erlendis frá séu eitthvað sem íslenskur gagnrýnandi eigi að láta sem vind um eyru þjóta. Það er staðreynd að þessir dómar og einkunnir eru skoðanamyndandi þegar kemur að viðbrögðum áhorfenda og því að þeir yfirhöfuð nenni af sófanum í kvikmyndahúsið. Sem betur fer virðist Triangle of Sadness hafa spurst það vel út hér heima, að aðsóknin er orðin töluvert mikil. Og mögulega hjálpaði lægri einkunn til þegar kom að því, jafn furðulega of það hljómar. Í samhengi þess að byggja ekki upp of miklar væntingar verður mér ávallt hugsað til þessarar senu úr sjónvarpsþáttaröðinni How I Met Your Mother, þar sem Ted Mosby útskýrir hvernig skuli draga úr væntingum til að fá rétta útkomu. Ótrúleg aðsókn á Íslandi Aðsóknin á Triangle of Sadness hér á Íslandi er í raun ótrúleg, hún er farin að nálgast 10.000 miða selda, á meðan u.þ.b. 3.000 manns sáu The Menu. Ef miðasölutölur eru skoðaðar er aðsóknin á The Triangle of Sadness hvergi meiri í heiminum en á Íslandi, hún er í raun undraverð. Hins vegar sigraði The Menu í aðsóknartölum í hinum enskumælandi heimi. Heildartekjur hennar í Bandaríkjunum eru tæplega 39 milljónir dollara á meðan þríhyrningur eymdarinnar rétt náði að slefa fyrir 4 milljónir. En við erum ekki hinn enskumælandi heimur og þó mér líði oft eins og við búum í einhverri míní Ameríku er svo víst ekki. Við erum evrópsk þjóð og kannski eru vinsældir þríhyrnings eymdarinnar ágætis áminning um það. Því mæli ég frekar með bíóferð á Triangle of Sadness heldur en heimaglápi á The Menu, sem er þó alveg hin fínasta mynd til að sofna yfir og svo klára næsta kvöld. Niðurstaða: Það er ekkert að því horfa á The Menu hafirðu ekkert betra að gera. Hún er samt engin Triangle of Sadness.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira