Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 15:16 Graskögglar þykja gott fóður í ýmsar skepnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp. Það þykir skynsamlegt að horfa til framleiðslu grasköggla með byggingu graskögglaverksmiðju á Hveravöllum í Reykjahverfi rétt við Húsavík til að nýta bæði vannýttar orkuauðlindir í formi glatvarma ásamt því að nýta vannýtt ræktarlönd á svæðinu betur. Það er Fjárfestingarfélaga Þingeyinga og Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, ásamt Orkuveitu Húsavíkur, KEA, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunni Eflu, sem standa að verkefninu. Pétur Snæbjörnsson er verkefnisstjóri verkefnisins. „Þetta verkefni í stuttu máli snýst um það að það þarf að láta sveitir landsins vaxa upp úr því, sem þær kunna og geta, sem er að rækta og rækta gras sérstaklega og búa til nýsköpun í landbúnaði, sem lýtur að því að auka meiri sérhæfingu og reyna að búa til verðmætasköpun úr þeim auðlindum, sem við höfum yfir að ráða,” segir Pétur og bætir við. „Þetta hljómar gríðarlega spennandi. Það eru flutt inn 200 þúsund tonn af fóðurvörum á ári og við hljótum að geta gert betur í okkar eigin ranni með þetta en við þurfum þá að nota réttu hjálpartækin. Hjálpartækin í þessu tilfelli er jarðhitinn og þar er eins og í öllum öðrum greinum er mikil sóun og það er hægt að nýta jarðhita auðlindina miklu betur.” Gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan verði hún að veruleika framleiði allt að 50 þúsund tonn af graskögglum á ári.Héraðsskjalasafn Árnesinga Pétur segir að verksmiðjan verði byggð ef allt gengur upp á svæði innan Norðurþings, sem heitir Reykjahverfi en þar er heitavatnssvæði við Hveravelli þar sem kemur upp 120 gráðu heitt vatn. Þegar afkastageta verksmiðjunnar er komin á fullt er ætlunin að framleiða um 50 þúsund tonn af graskögglum á ári. En hver er kostnaðurinn við svona verksmiðju? „Það er eftir að finna það endanlega út en við erum núna að fara í næsta skref verkefnisins, sem er að reyna að koma upp tilraunaframleiðslu næsta sumar þannig að við getum framleidd grasheyköggla eftir þeim aðferðum, sem ætlað er að gera,” segir Pétur. Pétur segir að heildarkostnaður við verksmiðjuna gæti verið um tveir milljarðar króna. Vonir standa til þess að starfsemi verksmiðjunnar geti hafist 2025. „Ég held að við eigum tækifæri í bættri auðlindanýtingu í landinu og með því bara að nýta hluti, sem við erum núna að sóa þá getum við bætt lífsafkomu okkar og aukið umhverfisvitundina svo mikið,” bætir Pétur við. Norðurþing Nýsköpun Landbúnaður Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Það þykir skynsamlegt að horfa til framleiðslu grasköggla með byggingu graskögglaverksmiðju á Hveravöllum í Reykjahverfi rétt við Húsavík til að nýta bæði vannýttar orkuauðlindir í formi glatvarma ásamt því að nýta vannýtt ræktarlönd á svæðinu betur. Það er Fjárfestingarfélaga Þingeyinga og Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, ásamt Orkuveitu Húsavíkur, KEA, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunni Eflu, sem standa að verkefninu. Pétur Snæbjörnsson er verkefnisstjóri verkefnisins. „Þetta verkefni í stuttu máli snýst um það að það þarf að láta sveitir landsins vaxa upp úr því, sem þær kunna og geta, sem er að rækta og rækta gras sérstaklega og búa til nýsköpun í landbúnaði, sem lýtur að því að auka meiri sérhæfingu og reyna að búa til verðmætasköpun úr þeim auðlindum, sem við höfum yfir að ráða,” segir Pétur og bætir við. „Þetta hljómar gríðarlega spennandi. Það eru flutt inn 200 þúsund tonn af fóðurvörum á ári og við hljótum að geta gert betur í okkar eigin ranni með þetta en við þurfum þá að nota réttu hjálpartækin. Hjálpartækin í þessu tilfelli er jarðhitinn og þar er eins og í öllum öðrum greinum er mikil sóun og það er hægt að nýta jarðhita auðlindina miklu betur.” Gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan verði hún að veruleika framleiði allt að 50 þúsund tonn af graskögglum á ári.Héraðsskjalasafn Árnesinga Pétur segir að verksmiðjan verði byggð ef allt gengur upp á svæði innan Norðurþings, sem heitir Reykjahverfi en þar er heitavatnssvæði við Hveravelli þar sem kemur upp 120 gráðu heitt vatn. Þegar afkastageta verksmiðjunnar er komin á fullt er ætlunin að framleiða um 50 þúsund tonn af graskögglum á ári. En hver er kostnaðurinn við svona verksmiðju? „Það er eftir að finna það endanlega út en við erum núna að fara í næsta skref verkefnisins, sem er að reyna að koma upp tilraunaframleiðslu næsta sumar þannig að við getum framleidd grasheyköggla eftir þeim aðferðum, sem ætlað er að gera,” segir Pétur. Pétur segir að heildarkostnaður við verksmiðjuna gæti verið um tveir milljarðar króna. Vonir standa til þess að starfsemi verksmiðjunnar geti hafist 2025. „Ég held að við eigum tækifæri í bættri auðlindanýtingu í landinu og með því bara að nýta hluti, sem við erum núna að sóa þá getum við bætt lífsafkomu okkar og aukið umhverfisvitundina svo mikið,” bætir Pétur við.
Norðurþing Nýsköpun Landbúnaður Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira