Nemendur mega taka sér blund í Keili Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 20:04 Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, sem er að gera mjög góða hluti í Keili með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nám í Keili á Suðurnesjunum er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en nú eru þar um átta hundruð nemendur í fjölbreyttu námi. Mikil áhersla er á huggulegt umhverfi í kennslustofum og gefst nemendum meira að segja kostur á að halla sér út af í kennslutímum og taka sér fimm mínútna blund ef svo ber undir. Keilir, sem er með starfsstöð sína á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli skipar mikilvægan sess í menntakerfinu en áhugi á námi í skólanum er alltaf að aukast og aukast. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nemendum og tryggja að þeir fái kennslu eins og best verður á kosið með kennurum sínum. Fjögur kennslusvið eru í Keili með mjög ólíkum áherslum. „Og svo er það í raun og veru okkar hryggjarstykki, sem hefur verið með okkur frá upphafi en það er háskólabrúin. Háskólabrúin er aðfaranám fyrir háskólanám, eða ígildi stúdentsprófs,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis og heldur áfram. „Það hefur alltaf verið mjög góða aðsókn að skólanum. Við höfum verið óhrædd við það að leita okkur að sérstöðu í námsbrautum en líka í sérstöðu hvað varðar vinnuaðferðir í kennslu og námi og aðstöðu.“ Já, það vekur athygli í Keili að þar eru bekkir þar sem nemendur geta lagt sig eða jafnvel bara legið og lært í leiðinni eða hlustað á kennarann. En sofna þá nemendur ekki þarna? „Það er undantekningar tilvik en við gerum enga athugasemd við það þó fólk taki sér fimm mínútna blund,“ segir Nanna Kristjana. Nemendur geta hallað sér og jafnvel tekið sér smá blund á þessum sófum eða bekkjum skólans. Engin athugasemd er gerð við það ef nemendur sofna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nanna segist vera mjög ánægð með alla aðstöðu í skólanum. „Já, við erum virkilega stolt af aðstöðunni okkar enda höfum við lagt mikla pælingu og hugsun í það í starfsmannahópnum í heild sinni. Og við höfum velt því fyrir okkur hvernig vinnur fólk best og það er auðvitað ef því líður vel. Þar spilar það alveg stóra rullu að þú komir inn í aðstæður þar sem að þér líður vel.“ Kennslustofurnar í Keili eru mjög heimilislegar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér Nanna framtíð skólans næstu árin ? „Það er engin spurning að við eigum eftir að stækka og vaxa og við erum að fara að þróa sérstaklega okkar tækniáherslur, við höfum alltaf verið framarlega hvað það varðar, eins og í tengslum við vendi námið en í Keili eigum við eftir að setja einn meiri fókus á þau mál,“ segir Nanna Kristjana. Um 800 nemendur stunda í dag nám í Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Keilir, sem er með starfsstöð sína á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli skipar mikilvægan sess í menntakerfinu en áhugi á námi í skólanum er alltaf að aukast og aukast. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nemendum og tryggja að þeir fái kennslu eins og best verður á kosið með kennurum sínum. Fjögur kennslusvið eru í Keili með mjög ólíkum áherslum. „Og svo er það í raun og veru okkar hryggjarstykki, sem hefur verið með okkur frá upphafi en það er háskólabrúin. Háskólabrúin er aðfaranám fyrir háskólanám, eða ígildi stúdentsprófs,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis og heldur áfram. „Það hefur alltaf verið mjög góða aðsókn að skólanum. Við höfum verið óhrædd við það að leita okkur að sérstöðu í námsbrautum en líka í sérstöðu hvað varðar vinnuaðferðir í kennslu og námi og aðstöðu.“ Já, það vekur athygli í Keili að þar eru bekkir þar sem nemendur geta lagt sig eða jafnvel bara legið og lært í leiðinni eða hlustað á kennarann. En sofna þá nemendur ekki þarna? „Það er undantekningar tilvik en við gerum enga athugasemd við það þó fólk taki sér fimm mínútna blund,“ segir Nanna Kristjana. Nemendur geta hallað sér og jafnvel tekið sér smá blund á þessum sófum eða bekkjum skólans. Engin athugasemd er gerð við það ef nemendur sofna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nanna segist vera mjög ánægð með alla aðstöðu í skólanum. „Já, við erum virkilega stolt af aðstöðunni okkar enda höfum við lagt mikla pælingu og hugsun í það í starfsmannahópnum í heild sinni. Og við höfum velt því fyrir okkur hvernig vinnur fólk best og það er auðvitað ef því líður vel. Þar spilar það alveg stóra rullu að þú komir inn í aðstæður þar sem að þér líður vel.“ Kennslustofurnar í Keili eru mjög heimilislegar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér Nanna framtíð skólans næstu árin ? „Það er engin spurning að við eigum eftir að stækka og vaxa og við erum að fara að þróa sérstaklega okkar tækniáherslur, við höfum alltaf verið framarlega hvað það varðar, eins og í tengslum við vendi námið en í Keili eigum við eftir að setja einn meiri fókus á þau mál,“ segir Nanna Kristjana. Um 800 nemendur stunda í dag nám í Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira