Árni yfirgefur Moggann og gengur til liðs við RÚV Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2023 15:30 Margir eiga erfitt með að nefna Morgunblaðið ekki í sömu andrá og Árna Matthíasson, en hann hefur verið mikilvægur starfsmaður blaðsins í um fjóra áratugi. Hann er nú genginn til liðs við erkióvininn Ríkisútvarpið. vísir/vilhelm Árni Matthíasson fyrrverandi netritstjóri Morgunblaðsins, pistlahöfundur og blaðamaður þar til fjörutíu ára hefur yfirgefið Hádegismóa og gengið til liðs við Ríkisútvarpið. Árni er fæddur árið 1957 og var áratugum innsti koppur í búri hvað varðar mbl.is sem lengi var víðlesnasti fréttavefur landsins þar til Vísir greip þann kyndil. Þannig má segja að þetta geti talist nokkurt áfall fyrir Morgunblaðið, að missa einn sinn mikilvægasta mann og það yfir til erkióvinarins Ríkisútvarpsins en ef marka má leiðaraskrif blaðsins undanfarin árin eru litlir kærleikar milli þessara tveggja miðla. Fyrsti dagur Árna í stofnuninni við Efstaleitið var í dag. Vísi hefur ekki tekist að ná í Árna en gamla Mogga-símanúmerið hans, sem margir kunna utanbókar, er óvirkt. Eftir því sem Vísir kemst næst verða dagskrárgerð og ráðgjafastörf nokkuð sem meðal annars verður á könnu Árna en hann fjallaði á löngum tíma um tónlist á síðum Morgunblaðsins. Fáir hafa til að mynda skrifað eins mikið um Björk og Sykurmolana og svo Bubba en Árni sendi frá sér bók um hann fyrir tveimur árum. Þannig að tónlistardeild Ríkisútvarpsins ætti að geta ausið af þeim viskubrunni. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Árni er fæddur árið 1957 og var áratugum innsti koppur í búri hvað varðar mbl.is sem lengi var víðlesnasti fréttavefur landsins þar til Vísir greip þann kyndil. Þannig má segja að þetta geti talist nokkurt áfall fyrir Morgunblaðið, að missa einn sinn mikilvægasta mann og það yfir til erkióvinarins Ríkisútvarpsins en ef marka má leiðaraskrif blaðsins undanfarin árin eru litlir kærleikar milli þessara tveggja miðla. Fyrsti dagur Árna í stofnuninni við Efstaleitið var í dag. Vísi hefur ekki tekist að ná í Árna en gamla Mogga-símanúmerið hans, sem margir kunna utanbókar, er óvirkt. Eftir því sem Vísir kemst næst verða dagskrárgerð og ráðgjafastörf nokkuð sem meðal annars verður á könnu Árna en hann fjallaði á löngum tíma um tónlist á síðum Morgunblaðsins. Fáir hafa til að mynda skrifað eins mikið um Björk og Sykurmolana og svo Bubba en Árni sendi frá sér bók um hann fyrir tveimur árum. Þannig að tónlistardeild Ríkisútvarpsins ætti að geta ausið af þeim viskubrunni.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira