„Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. janúar 2023 18:11 Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri Áramótaskaupsins. Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. Síðastliðinn laugardag greindi Heimildin frá samstarfserfiðleikum á milli Dóru og framleiðenda Skaupsins og vitnaði meðal annars í skýrslu sem Dóra sendi á RÚV þann 17. desember síðastliðinn. Þar kvartaði Dóra undan framgöngu framleiðslufyrirtækisins S800 sem stóð að Skaupinu og lýsti erfiðum samskiptum við framleiðendur og aðstoðarleikstjóra, þá sérstaklega Sigurjón Kjartansson yfirframleiðanda og helmingseiganda S800. Fram kemur í greininni að samskiptaerfiðleikarnir hafi fyrst og fremst sprottið út frá spurningum Dóru um eignarhald á S800 framleiðslufyrirtækinu, athugasemdum hennar um vöruinnsetningar í mynd og kröfu hennar um að fá að sjá fjárhagsáætlun, sem henni var neitað um. Í fyrrnefndri skýrslu til RÚV ritar Dóra meðal annars að framleiðandi og aðstoðarleikstjóri hafi hætt samskiptum við hana þrátt fyrir að tökur á lokalagi og pikkup tökur væru eftir. Skýringin sem hún hafi fengið frá Sigurjóni hafi verið sú að umræddir menn hafi lýst því að „svo erfitt væri að vinna með henni.“ Á öðrum stað í skýrslu Dóru segir: „Leikstjóri upplifir að framleiðslan hafi hagað sér mjög óeðlilega gagnvart henni og hafi ætlað að koma sér undan að þurfa að svara óþægilegum spurningum hennar með því að mála hana upp sem erfiða í samskiptum á seinustu metrum verkefnisins. Ekkert hafði verið minnst á erfið samskipti áður en leikstjóri hafði beðið um samtöl um hvað gæti betur farið og alltaf fengið jákvæð viðbrögð.“ Sagði S800 hafa ráðið Dóru til verksins Í kjölfar þess að greinin birtist á Heimildinni birti Sigurjón Kjartansson yfirlýsingu á facebooksíðu sinni þar sem hann tók upp hanskann fyrir aðra framleiðendur sem komið höfðu að Skaupinu. „Og þó að tveir af framleiðendunum hafi hætt beinum samskiptum við hana þá hættu þeir ekki sem framleiðendur og þó hún hafi ekki séð þá, þá voru þeir samt að vinna hörðum höndum að því að klára þetta Skaup. Þetta vissi leikstjórinn. Ég vil líka taka fram að þessir tveir tilteknu framleiðendur hafa samtals 50 ára reynslu af kvikmyndagerð og aldrei hafa þeir áður séð ástæðu til að slíta samskiptum við leikstjóra. Þessi erfiðu samskipti þar á milli byrjuðu löngu áður en þessi frétt um eignarhald framleiðslufyrirtækisins birtist, þvert á það sem leikstjóri heldur fram í greininni.“ Á öðrum stað ritaði Sigurjón að það hefði verið ákvörðun S800 að ráða Dóru sem leikstjóra Skaupsins. „RÚV réð S800 til að framleiða Skaupið. Áður hafði þó átt sér stað samtal milli leikstjórans og dagskrárstjóra RUV um að hún tæki að sér að leikstýra þessu skaupi, en það var engu að síður sameiginleg ákvörðun milli aðila (S800 og RUV) að S800 réði téðan leikstjóra til verksins.“ Fullyrðing Sigurjóns, um að hann hafi ráðið Dóru til þess að leikstýra Skaupinu, kemur hins vegar ekki heim og saman við fullyrðingu Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra sem ræddi málið við RÚV í gærkvöldi. Skarphéðinn sagði að val á leikstjóra og yfirhandritshöfundi Skaupsins væri ávallt í höndum RÚV. Legið hefði fyrir í lok apríl að Dóra yrði ráðin til verksins og í kjölfarið hafi verið hafin leit að framleiðslufyrirtæki. Í færslu sem Dóra birti á facebooksíðu sinni í morgun tjáir hún sig einnig stuttlega um málið og vitnar í leikkonuna Natalie Portman. Framleiðendur skaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum með rangfærslum sem RÚV staðfestir loksins hér. Það er vonandi alveg ljóst að söguskýring þeirra Sigurjón Kjartansson, Hjortur Gretarsson og Eiður Birgisson hjá S800 heldur ekki vatni og mörgum spurningum enn ósvarað eins og af hverju mátti leikstjóri ekki sjá budgetið eins og eðlilegt hefði verið? Ég bendi fólki og fjölmiðlum á að vera vakandi fyrir þegar reynt er að sverta mannorð og þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum. “Stop the rhetoric that a woman is crazy or difficult. If a man says to you that a woman is crazy or difficult, ask him, ‘What bad thing did you do to her?’ … That’s a code word. He’s trying to discredit her reputation." - Natalie Portman Fréttin hefur verið uppfærð. Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Síðastliðinn laugardag greindi Heimildin frá samstarfserfiðleikum á milli Dóru og framleiðenda Skaupsins og vitnaði meðal annars í skýrslu sem Dóra sendi á RÚV þann 17. desember síðastliðinn. Þar kvartaði Dóra undan framgöngu framleiðslufyrirtækisins S800 sem stóð að Skaupinu og lýsti erfiðum samskiptum við framleiðendur og aðstoðarleikstjóra, þá sérstaklega Sigurjón Kjartansson yfirframleiðanda og helmingseiganda S800. Fram kemur í greininni að samskiptaerfiðleikarnir hafi fyrst og fremst sprottið út frá spurningum Dóru um eignarhald á S800 framleiðslufyrirtækinu, athugasemdum hennar um vöruinnsetningar í mynd og kröfu hennar um að fá að sjá fjárhagsáætlun, sem henni var neitað um. Í fyrrnefndri skýrslu til RÚV ritar Dóra meðal annars að framleiðandi og aðstoðarleikstjóri hafi hætt samskiptum við hana þrátt fyrir að tökur á lokalagi og pikkup tökur væru eftir. Skýringin sem hún hafi fengið frá Sigurjóni hafi verið sú að umræddir menn hafi lýst því að „svo erfitt væri að vinna með henni.“ Á öðrum stað í skýrslu Dóru segir: „Leikstjóri upplifir að framleiðslan hafi hagað sér mjög óeðlilega gagnvart henni og hafi ætlað að koma sér undan að þurfa að svara óþægilegum spurningum hennar með því að mála hana upp sem erfiða í samskiptum á seinustu metrum verkefnisins. Ekkert hafði verið minnst á erfið samskipti áður en leikstjóri hafði beðið um samtöl um hvað gæti betur farið og alltaf fengið jákvæð viðbrögð.“ Sagði S800 hafa ráðið Dóru til verksins Í kjölfar þess að greinin birtist á Heimildinni birti Sigurjón Kjartansson yfirlýsingu á facebooksíðu sinni þar sem hann tók upp hanskann fyrir aðra framleiðendur sem komið höfðu að Skaupinu. „Og þó að tveir af framleiðendunum hafi hætt beinum samskiptum við hana þá hættu þeir ekki sem framleiðendur og þó hún hafi ekki séð þá, þá voru þeir samt að vinna hörðum höndum að því að klára þetta Skaup. Þetta vissi leikstjórinn. Ég vil líka taka fram að þessir tveir tilteknu framleiðendur hafa samtals 50 ára reynslu af kvikmyndagerð og aldrei hafa þeir áður séð ástæðu til að slíta samskiptum við leikstjóra. Þessi erfiðu samskipti þar á milli byrjuðu löngu áður en þessi frétt um eignarhald framleiðslufyrirtækisins birtist, þvert á það sem leikstjóri heldur fram í greininni.“ Á öðrum stað ritaði Sigurjón að það hefði verið ákvörðun S800 að ráða Dóru sem leikstjóra Skaupsins. „RÚV réð S800 til að framleiða Skaupið. Áður hafði þó átt sér stað samtal milli leikstjórans og dagskrárstjóra RUV um að hún tæki að sér að leikstýra þessu skaupi, en það var engu að síður sameiginleg ákvörðun milli aðila (S800 og RUV) að S800 réði téðan leikstjóra til verksins.“ Fullyrðing Sigurjóns, um að hann hafi ráðið Dóru til þess að leikstýra Skaupinu, kemur hins vegar ekki heim og saman við fullyrðingu Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra sem ræddi málið við RÚV í gærkvöldi. Skarphéðinn sagði að val á leikstjóra og yfirhandritshöfundi Skaupsins væri ávallt í höndum RÚV. Legið hefði fyrir í lok apríl að Dóra yrði ráðin til verksins og í kjölfarið hafi verið hafin leit að framleiðslufyrirtæki. Í færslu sem Dóra birti á facebooksíðu sinni í morgun tjáir hún sig einnig stuttlega um málið og vitnar í leikkonuna Natalie Portman. Framleiðendur skaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum með rangfærslum sem RÚV staðfestir loksins hér. Það er vonandi alveg ljóst að söguskýring þeirra Sigurjón Kjartansson, Hjortur Gretarsson og Eiður Birgisson hjá S800 heldur ekki vatni og mörgum spurningum enn ósvarað eins og af hverju mátti leikstjóri ekki sjá budgetið eins og eðlilegt hefði verið? Ég bendi fólki og fjölmiðlum á að vera vakandi fyrir þegar reynt er að sverta mannorð og þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum. “Stop the rhetoric that a woman is crazy or difficult. If a man says to you that a woman is crazy or difficult, ask him, ‘What bad thing did you do to her?’ … That’s a code word. He’s trying to discredit her reputation." - Natalie Portman Fréttin hefur verið uppfærð.
Framleiðendur skaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum með rangfærslum sem RÚV staðfestir loksins hér. Það er vonandi alveg ljóst að söguskýring þeirra Sigurjón Kjartansson, Hjortur Gretarsson og Eiður Birgisson hjá S800 heldur ekki vatni og mörgum spurningum enn ósvarað eins og af hverju mátti leikstjóri ekki sjá budgetið eins og eðlilegt hefði verið? Ég bendi fólki og fjölmiðlum á að vera vakandi fyrir þegar reynt er að sverta mannorð og þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum. “Stop the rhetoric that a woman is crazy or difficult. If a man says to you that a woman is crazy or difficult, ask him, ‘What bad thing did you do to her?’ … That’s a code word. He’s trying to discredit her reputation." - Natalie Portman
Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira