Búið spil hjá Brady sem gaf engar vísbendingar Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 09:30 Tom Brady var ekki með neinar yfirlýsingar eftir tapið í gærkvöld en óvíst er hvað tekur við hjá honum. AP/Chris O'Meara NFL-goðsögnin Tom Brady gæti hafa spilað sinn allra síðasta leik í gærkvöld en hafi svo verið rímaði frammistaðan engan veginn við einstakan feril þessa magnaða íþróttamanns. Hinn 45 ára gamli Brady, sem unnið hefur Ofurskálina oftast allra eða sjö sinnum, náði sér engan veginn á strik þegar Tampa Bay Buccaneers töpuðu 31-14 fyrir Dallas Cowboys og féllu þar með úr leik. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, skyggði á Brady og skiluðu köst hans meðal annars fjórum snertimörkum. Dallas mun nú mæta San Francisco 49ers í leik um sæti í NFC-úrslitaleiknum en sigurliðið úr þeim leik spilar svo um Ofurskálina. Hins vegar er óvíst hvað tekur við hjá Brady sem er nú samningslaus. Talið er að Buccaneers hafi áhuga á að Brady spili sitt 24. keppnistímabil í NFL-deildinni með liðinu en fleiri félög hafa áhuga, vilji Brady halda áfram að spila. Brady lagði hjálminn á hilluna í fyrra en sneri þeirri ákvörðun aðeins fjörutíu dögum síðar og spilaði sína þriðju leiktíð með Buccaneers. Hann samþykkti tíu ára samning við Fox Sport um að verða aðalsérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar um NFL um leið og ferli hans yrði lokið, en samningurinn er virði 375 milljóna Bandaríkjadala eða um 54 milljarða króna. Brady hefur verið orðaður við Miami Dolphins og Las Vegas Raiders en aðspurður um sín mál eftir tapið í gær hafði hann fátt að segja: „Ég ætla heim og ná góðum nætursvefni. Fókusinn hefur verið á þennan leik og nú tökum við einn dag í einu,“ sagði Brady. NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Brady, sem unnið hefur Ofurskálina oftast allra eða sjö sinnum, náði sér engan veginn á strik þegar Tampa Bay Buccaneers töpuðu 31-14 fyrir Dallas Cowboys og féllu þar með úr leik. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, skyggði á Brady og skiluðu köst hans meðal annars fjórum snertimörkum. Dallas mun nú mæta San Francisco 49ers í leik um sæti í NFC-úrslitaleiknum en sigurliðið úr þeim leik spilar svo um Ofurskálina. Hins vegar er óvíst hvað tekur við hjá Brady sem er nú samningslaus. Talið er að Buccaneers hafi áhuga á að Brady spili sitt 24. keppnistímabil í NFL-deildinni með liðinu en fleiri félög hafa áhuga, vilji Brady halda áfram að spila. Brady lagði hjálminn á hilluna í fyrra en sneri þeirri ákvörðun aðeins fjörutíu dögum síðar og spilaði sína þriðju leiktíð með Buccaneers. Hann samþykkti tíu ára samning við Fox Sport um að verða aðalsérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar um NFL um leið og ferli hans yrði lokið, en samningurinn er virði 375 milljóna Bandaríkjadala eða um 54 milljarða króna. Brady hefur verið orðaður við Miami Dolphins og Las Vegas Raiders en aðspurður um sín mál eftir tapið í gær hafði hann fátt að segja: „Ég ætla heim og ná góðum nætursvefni. Fókusinn hefur verið á þennan leik og nú tökum við einn dag í einu,“ sagði Brady.
NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira