Rúnar og Sturla dustuðu þá rykið af Bucking Fastards, sem Helgi og Sturla höfðu stofnað sem unglingar, og spiluðu á festivalinu sem var haldið í Leipzig þar sem Helgi hafði verið búsettur.
Lag Bucking Fastards, Don Coyote er komið í úrslit Sykurmolans, lagakeppni X977 og Orku náttúrunnar. Danni Dæmalausi , útvarpsmaður á X977 hitti Rúnar og Sturlu en Danni mun kynna listafólkið á bak við lögin sem komust í úrslit hér á Vísi.
Rúnar og Sturla eru báðir að læra myndlist erlendis en koma reglulega heim og halda þá tónleika. Bucking Fastards gaf út plötuna Hey There Old Pal í Nóvember 2022 og þar má finna lagið Don Coyote.
Útslitalög Sykurmolans eru í spilun á X977

Lögin sem komust í úrslit Sykurmolans eru í spilun á X977 út janúar, þau lög eru:
- Karma Brigade – Alive
- Winter Leaves – Feel
- Bucking Fastards – Don Coyote
- Beef – Góði hirðirinn
- Blankíflúr & Jerald Coop – Modular Heart
- Auður Linda – I´m Not The One
- Merkúr – Faster Burns The Fuse
- Sóðaskapur – Mamma ver
Í byrjun febrúar fer svo fram kosning, hér á Vísi, sem mun eiga þátt í því að ráða hvaða listafólk hlýtur hvorki meira né minna en 250.000 kr. í verðlaun.
Keppnin í ár er í samstarfi við Orku náttúrunnar